Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 43

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 43
1 og taka síðan við eignum þeirra. Þau sendu hann hvað eftir annað á drykkjumannahæli. Hann kom þaðan aftur, stóð sig vel í einn eða tvo mánuði, en féll síðan í sama foræðið á ný. Eg sagði við foreldra piltsins: — Hvernig dettur ykkur í hug, að þetta geti blessazt? Þarna sitjið þið, öll fjölskyldan, hver með sitt glas, í öllum boðum og sam- kvæmum, um jól, páska og hvítasunnu, þjóð- hátíðardag, í trúlofunar- og giftingarveizlum — alltaf er vín á borðum. En hann situr einn og yfirgefinn með brennandi vínlöngun. Og foreldrar, systkini og tengdafólk horfa á hann með viðvörunarsvip: Nú verðurðu að gæta þín! — Hvernig búizt þið við, að hann fái staðizt þetta? Gömlu hjónin urðu vægast sagt hneyksluð: — Við erum ekki þrælar áfengisins! Það er hann, sem er veikur fyrir og þolir það ekki, vesalingurinn! + Nei, samfélagið er ekki miskunnsamt við drykkjumennina. Nýtízku þjóðfélag er gagn- sýrt af áfengi. Það verður alls staðar á vegi þínum, hvar og hvenær sem er. Það er ekki ósvipað eitruðu lofti, sem þú verður að gera svo vel og neyðast til að anda að þér. Og einasta ráðið, sem þjóðfélagið getur gefið þeim, sem falla dýpst fyrir Bakkusi, er að benda þeim niður í drafið til svínanna til að mæta þar tortímingu sinni. Eftir því sem árin líða ber ég minni og minni virðingu fyrir „borgurum landsins", eins og þeir enn kalla sig. Það gildir sama um kommúnistana í Kreml, sósíaldemókratana í Osló og herrana á Broad- way. Vínmenningin er alls staðar hin sama. Enginn þorir að horfast í augu við þjóðar- óvininn númer eitt. Þetta voru borgarar landsins. -K En nú gerist dálítið athyglisvert. Maðurinn, einmitt glataði sonurinn, fer að hugsa, komast til sjálfs sín. Það er ekki lítill viðburður að fara að hugsa. Það er einmitt þetta, sem þeir forðast, sem neyta áfengis. Og það er ekki lítið spor fyrir þann, sem sljóvgazt hefur af svalli og ólifnaði, hressingarlyfjum og deyfi- lyfjum um árabil. — Hann gekk í sig, segir ritningin. Hann hafði ekki verið hann sjálfur. Það er óhætt að fullyrða. — Afengið breytir skapgerðarein- kennum mannsins. Þetta endurtekur sig í öll- um skýrslum frá geðveikrahælum, fangelsum og drykkjumannahælum: Upphaflega ágætis maður, sem stundaði vinnu sína af áhuga, ®hyggilegur og í góðu áliti. Síðan kemur afengið til sögunnar. Niðurstaðan verður: Aukinn sljóleiki, óorðheldni, hroki, rudda- háttur. Og hafi Bakkus náð undirtökunum, verður þetta skapgerðareinkenni stöðugt ríkj - andi, hið nýja sjálf mannsins, það sem mest her á í fari hans. En svo rekur eymdin og volæðið hann til að hugsa. Hann minnist daganna góðu í bernsku, hins óstríka föður, leikbræðranna, hinnar góðu eiginkonu, sem hann yfirgaf, barnanna, sem hann hirti ekkert um. Skyldi verða tekið á móti honum, þar sem hann kemur niðurbrotinn og allslaus? Hann á ekki einu sinni skó á fæturna og ekki föt til að klæðast. Það verður að fata hann á ný frá toppi til táar! Satt að segja er ekkert merkilegt við það, að hann snúi aftur heim. Það er ekki óalgengt að þeir, sem stundað hafa svall og lausung úti í hinum stóra, frjálsa heimi, flýi heim, þegar þeir veikjast og enginn vill líta við þeim, leiti á náðir aldraðra foreldra eða eiginkvenna, sem unnið hafa baki brotnu til að sjá börnum þeirra farborða. Þá loksins er heimilið gott í augum þeirra. Og þeir eru bornir á höndum og enginn má tala ógætilega í návist þeirra; þeir eru svo viðkvæmir, vesalingarnir! Jú, við þekkjum slíka herra, við þekkjum þá meira að segja mjög vel. En það er dálítið annað athugavert við þenn- an mann. Hann hefur séð að sér. + I fyrstu reynir hann að finna hver sé orsök ógæfu sinnar. Og hann kemst að niðurstöðu: Það er syndin, hans eigin synd. Það er mjög einkennilegt, að hann skuli hugsa þannig. Einkennandi fyrir slíka menn er, að þeir kenna ávallt öðrum um ófarir sínar. Það er ógerlegt að fá þá til að horfast í augu við sannleikann. Þeir hafa alltaf nægar afsakanir á takteinum. + Tímar vorir gefa þeim síðan vel þegin byr undir vængi með alls kyns meðalagjöfum, vísindum og öðru slíku, sem ber heitið mann- vit og þekking. Hann er veikur, þessi maður, er það kallað. Allt tal um synd og siðferði er kjánalegt og gamaldags, úrelt, og ekki þess virði, að því sé gaumur gefinn. Bætiefni, hormónar, kúrar, sprautur og töflur — það er frelsunin og hjálpin. Hann er enginn synd- ari, hann er bara veikur, aumingja maðurinn, hann er sjúklingur. Og síðan fær hann töflur. I gamla daga voru menn látnir hvílast um tíma, svo að þeir gætu jafnað sig. Nú fá þeir töflur í stað- inn. Sé hann með timburmenn, fær hann höfuðveikistöflur, ef hann er þreyttur og utan við sig, fær hann töflur til að halda sér vakandi, og sé hann taugaspenntur eftir lang- varandi drykkjuslark, fær hann svefntöflur. Að lokum bilar líkamsþrekið og maðurinn er ekki nema rekald — töflu- og áfengisrekald. Síðan verður konan að gæta fyllstu varúðar. Hann verður að fá mat af beztu gerð, allir verða að tilla sér á tá, enginn má andmæla honum, enginn má særa hann, hann er tauga- veiklaður, hann þolir ekki neitt slíkt. O, þessir væmnu tímar tilfinningavellunnar. Þessir betri borgarar, sem ekki þora að horf- ast í augu við meðábyrgð sína á þeirri hræði- legu þjóðarógæfu, sem áfengissalan veldur. Minnst 40 þúsund norsk heimili — sennilega helmingi fleiri — bera merki ofdrykkjunnar á einhvern hátt vegna áfengissölunnar. -k Ef drykkjuskapur er sjúkdómur, þá verður að grípa til róttækra ráðstafana, eins og gert er, þegar hættulegur sjúkdómur brýzt út: rannsaka orsakir hans, reyna að hefta út- breiðslu hans og helzt leggja hann algerlega að velli. Drykkjuskapur er synd. Gamalkunnur löst- ur. Rökrétt afleiðing heimshyggju og trúleysis, slæmrar breytni, sjálfselsku, kæruleysis og syndsamlegra tilhneiginga. Að lokum vil ég benda á það eina sem einhvers er virði og skapað getur heilsteypta manngerð og vitsmunaveru, búna vilja og hæfileikum til að stjórna lífi sínu. Það er nauðsynlegt fyrir hvern og einn að viðurkenna syndir sínar og afbrot undan- dráttarlaust. — En það er þægilegra að taka inn töflur. Hið eina, sem veitir raunhæfa hjálp til frambúðar, er, að maðurinn komi til sjálfs sín og viðurkenni syndir sínar; játi þær fyrir öldruðum foreldrum, sem kannske eru til moldar gengin fyrir aldur fram, vegna illrar breytni sonarins; játi þær fyrir eiginkonu sinni og börnum, vinum og vandamönnum og himninum, því hann hefur fótum troðið boð- orð Guðs og sóað burt lífi sínu — einustu eign sinni. Vertu maður! Dæmdu sjálfan þig rétt og horfztu í augu við sannleikann. Snúðu við og breyttu um lífsvenjur. Skapaðu þér nýjan hugsanaheim og gerðu þig að því sem þér var fyrirhugað. Vertu maður, skapaður í Guðs mynd. Láttu hinn frjálsa anda verða þitt dýr- mætasta djásn og veganesti. * Við lesum áfram: — Og faðirinn kenndi í brjósti um hann og féll um háls honum og kyssti hann. Þetta er boðskapurinn um hinn eilífa kær- leika, sem fyrirgefur allt — og reisir allt við og byggir upp á ný, það sem syndin hefur niður brotið. Þegar vísindin og töflurnar hafa brugðizt og ekki finnast önnur ráð en senda hann til svínanna á ný, og þegar þjóðfélagið hefur ekki önnur ráð en að refsa, hljómar rödd frá himni: Sonur, syndir þínar eru fyrirgefnar! Kona, ég sakfelli þig ekki. Far þú og syndga ekki framar! Æðrastu ekki, vinur. Þú munt hljóta styrk frá þeim hæsta og verða studdur af góðum máttarvöldum, þegar freistingar íþyngja þér og hið illa í sjálfum þér vill tortíma þér. Vertu hugrakkur! Gefstu aldrei upp! Þá munt þú sigra! -k Og að síðustu þetta til hins flekklausa bróður, sem ekki drekkur, eða hófdrykkju- mannsins, hins siðaða manns: Vertu ekki of öruggur með sjálfan þig, kunningi. Syndir bróður þíns eru opinberar og augljósar; þínar eru kannske verri, en huldar sjónum manna. Minnztu orða Goethes, er svo hljóða: — Þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa um líf mitt, er enginn sá glæpur til, sem ég ekki liefði getað drýgt. F A XI — 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.