Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 53

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 53
Færeyjaför Bridgefélagsins Síðastliðið sumar fóru 8 bridgespilarar úr Bridgefélagi Keflavikur í keppnisför til Færeyja. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og verður ógleymanleg þeim, sem þátt tóku í henni. Það gerir sér áreiðanlega engin grein fyrir því, hve miklir höfð- ingjar Færeyingar eru heim að sækja, sem ekki hafa notið gestrisni þeirra. Þetta er í annað skipti, sem Keflvíkingar keppa í Færeyjum, en Færeyingar hafa komið hingað til Keflavíkur jafn oft og keppt við okkur. I fyrstu þrjti skiptin sigruðu Færeyingar bæjarkeppnina, en að þessu sinni tókst okkur að sigra með nokkrum yfirburðum. Til samanburðar er rétt að geta þess að í Torshavn búa ca. 10 þús. íbúar. Ahugi fyrir bridge er mjög mikill og munu félagar í Bridgefélagi Thors- havnar vera að minnsta kosti 4—5 sinn- um fleiri en liér hjá okkur í Keflavík. Til skamms tíma, eða þar til nú í vetur, hafa aðeins verið virkar 4—5 sveitir innan fé- lagsins hér. Við félagar lögðum af stað með Drottn- ingunni á föstudegi 21. ágúst frá Reykja- vfk. Sjóferðin gekk að óskum, þrátt fyrir slæmt sjóveður og ég held að allir í hópn- um hafi sloppið við sjóveiki. Mestan hluta leiðarinnar var setið við spilaborðið, þ. e. a- s. þegar menn voru ekki uppteknir við að borða eða sofa. Til Thorshavnar kom- um við um hádegisbilið á sunnudeginum og var vel fagnað af félögum okkar í Thorshavn. Eftir að okkur hafði verið vísað til gistiherbergja að Flotel Hafnia, en þar dvöldum við í boði Bridgefélags Thorshavnar, var ekið með okkur til Kirkjubæjar. Þar sýndi Paul Paturson okkur staðinn og sagði frá ýmsum fróð- leik í því sambandi. Með okkur í þessari ferð voru nokkrir bridgefélagar frá Thors- havn. Höfðu þeir meðferðis smávegis hressingu og var skálað í Kirkjubæ á Færeyska vísu. Því var skotið að okkur Keflvíkingum, að þau væru ótalin staup- in, sem tæmd höfðu verið á þessum stað undir svipuðum kringumstæðum. Þessi heimsókn í Kirkjubæ var sérstaklega fróð- leg og skemmtileg. Sé ég enn þá fyrir mér Paul Patturson, tignarlegan í Fær- eyskum þjóðbúningi. A mánudeginum kl. 2 hófst svo bæjar- keppnin í Klúbbhúsinu, en það er um það bil 200 ára garnalt hús. 1 þessu húsi hafa aðsetur ýmis félög, þ. á m. bridge- félagið. Fyrir Thorshavn byrjaði keppn- ina sveit Aage Dahl, en fyrir Keflavík sveit Gunnars Sigurjónssonar. Spilað var í fjórum áföngum, 16 spil í hverjum. Eftir fyrsta áfanga komu þeir inn í keppn- Færeyjafarar Bridgefélags Keflavíkur ásamt formanni félagsins. Sitjandi frá vinstri: Gestur Auðunsson, formaður félagsins, Sigurður Finnbogason, Sæmundur Einarsson fararstjóri og Sigurhans Sigurhansson. Standandi: Högni Oddsson, Gunnar Sigurjónsson, fyrirliði kepp- enda, Skúli Thorarenssen, Guðmundur Ingólfsson og Njáll Skarphéðinsson. ina Sigurhans Sigurhansson og Njáll Skarphéðinsson og spiluðu tvo áfanga. Sveit Aage Dahl spilaði aftur á móti óbreytt þar til í síðasta áfanga, að breytt var um annað parið. Endanleg úrslit urðu, að Keflavík sigraði, hlaut 99 stig, en Thorshavn 52 stig. A þriðjudaginn fór svo fram tvímenn- ingskeppni í tveim riðlum, 16 pör í hvor- um. I öðrum riðlinum sigruðu Högni Oddsson og Gunnar Sigurjónsson, en í hinum Skúli Thorarensen og Guðmund- ur Ingólfsson. A miðvikudeginum var svo enn keppt í sveitakeppni og fór svo að við sigruðum einnig í það skipti. A fimmtudagskvöldið var svo haldið hóf fyrir okkur, þar sem afhent voru verð- laun. Færeyingar höfðu gefið nýjan bikar til keppninnar, en þann eldri höfðu þeir unnið til eignar. Akveðið var að Færey- ingar kæmu til Keflavíkur að tveim árum liðnum. Eftir að hafa verið tepptir einn sólar- hring í Miðvogi, flugum við heim með flugvél frá Flugfélagi Islands og komum heirn laugardaginn 29. ágúst. Einn úr hópnum. <^<><><><^<><><><><X><><><><><><><><<><><><><><X><><><><> 5TEINHÚDUN H.F. Jafnt íyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIKA húðun d GÓLF og STIGA, ón samskeyta. mikið slitþol. einlitt og og litmynztrað. ULBRIKA ó LOFT og VEGGI. Vamar sprungum, spara má fínpússningu, fjölbreytt áferð og litaval. Sími 2 38 82 F A X I — 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.