Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 55

Faxi - 01.12.1964, Blaðsíða 55
Sigurvegararnir í Danivalsmótinu. Frá vinstri: Gunnar Sigurjónsson, Högni Oddsson, Sigur- björn Jónsson, Gestur Auðunsson, Sæmundur Einarsson og Sigríður Finnbogason. Bridgefélag Keflavíkur Starfsemi Bridgefélags Keflavíkur hef- ur verið með fjörugra móti það sem af er þessum vetri. Til afnota fyrir starfsemi sína hefur félagið fengið mjög skemmti- legan sal í Félagsheimili Njarðvíkur, þar sem ófáanlegt var nokkurt húsnæði í Keflavík til slíkrar starfsemi. Fyrsta mót félagsins að þessu sinni var hraðkeppnismót milli sveita og tóku þátt > því þrjár sveitir úr Keflavík, tvær frá Sandgerði og tvær frá Tafl- og bridge- klúbbs Reykjavíkur. Þetta mót vann sveit Gunnars Sigur- jonssonar, en með honum spiluðu Högni Oddsson, Guðmundur Ingólfsson og Skúli Thorarenssen. Næsta mót var svo Danivalsmótið og er því nú nýlokið. Danivalsmótið er haldið til minningar um Danival heitin Danivalsson, sem öll- um Keflvíkingum er að góðu kunnur, en hann var um langt skeið einn af áhuga- sömustu bridgespilurum Keflavíkur og um skeið formaður Bridgefélagsins. Kristinn sonur Danivals gaf félaginu forkunnarfagran bikar til að keppa um í þessu móti. Að þessu sinni tóku þátt í mátinu 16 pör og er það mesta þátttaka til þessa. Baráttan um efsta sætið var að þessu sinni mjög hörð og jöfn, og er síðasta um- ferð hófst voru þrjú pör mjög lík að stig- um og höfðu öll möguleika til sigurs. Þessari haráttu lauk með sigri þeirra Gunnars Sigurjónssonar og Högna Odds- sonar með 1154 stig, í öðru sæti urðu þeir Sæmundur Einarsson og Sigurður Finn- bogason með 1134 stig og í þriðja sæti urðu Gestur Auðunsson og Sigurbjörn Jónsson með 1134 stig og í fjórða sæti Skúli Thorarensen og Guðmundur Ingólfsson með 1104. Nú stendur yfir sveitakeppni um titil- inn Bridgemeistarar Keflavíkur 1964—65 og taka þátt í henni sjö sveitir. Sveit sú er sigrar í þessari keppni, vinn- ur sér rétt til þátttöku í Landsmóti Bridge- sambands Islands, sem háð verður um páskana í vetur. Sveit frá félaginu tók þátt í síðasta Is- landsmóti og náði ágætum árangri. Formaður þeirrar sveitar var Gunnar Sigurjónsson, en auk hans spiluðu í sveit- inni þeir Högni Oddsson, Guðmundur Ingólfsson, S'kúli Thorarenssen, Ragnar Karlsson og Gestur Auðunsson. Ég vil svo enda þennan fréttapistil minn um Bridgefélag Keflavíkur með því að hvetja alla þá sem gaman hafa af Bridge- spili að kynna sér starfsemi félagsins og gerast meðlimir þess. Núverandi stjórn félagsins skipa þeir Gestur Auðunsson form., Högni Oddsson rtiari, Sæmundur Einarsson gjaldkeri og Sigurhans Sigurhansson. Gestur Auðitnsson. Bækur frá Ægisútgáfunni Frá Ægisútgáfunni hafa blaðinu borizt þessar bækur til um- sagnar: Jóhanncs á Borg, skráð af Stefáni Jónssyni fréttamanni. Lífsævintýri Jóhannesar Jósefssonar er bæði fágætt og furðulegt, svo að fáu verður við jafnað. Þegar í æsku hneigðist hugur hans til íþrótta og æskulýðsmála. Ungur að árum ræðst hann svo í víking, að hætti norrænna forfeðra sinna. För hans til fjarlægra landa verður óslitin, heillandi sigurganga. Um viðureign hans við blámenn og ber- serki greinir meðal annars í þessari nýstár- legu bók. En í viðureign við þá og aðra mót- herja, voru íslenzku glímubrögðin hans höf- uðvopn. Hefði og skammt dregið afl hans og snerpa gegn hálftröllum erlendum, ef þeirra hefði ekki notið við. Lesið þessa fallegu bók, hún er bæði spennandi og skemmtileg og einnig heillandi, eins og flestar bækur Stefáns Jónssonar. Hún er góðvinum kærkomin jóla- gjöf. Hciðurskarlar: Þættir af fimm mönnum, sem hlotið hafa heiðursmerki Sjómannadags- ins. Þættirnir eru teknir saman af fimm þjóðkunnum mönnum, þeim Kristjáni frá Djúpalæk, Guðmundi Daníelssyni, Stefáni Júlíussyni, Gísla Ástþórssyni og Jónasi Árna- syni. Þessari eigulegu bók fylgir athyglis- verður bókarauki í myndum, sem skiptist i eftirfarandi kafla: Fólkið, Sjórinn, Fiskurinn. Eru þetta 100 úrvalsmyndir frá því fyrir alda- mót og fram til vorra daga. Gera má ráð fyrir að þetta verði metsölubókin fyrír þessi jól. Þeir sem lesa bókina Heiðurskarlar, munu sannfærast um, að hún á það fyllilega skilið. Fósturdóttirin er glæsileg og hrífandi skáld- saga, eftir Thea Schröck Beck. Þetta er við- burðarík og spennandi bók, sem er erfitt að leggja frá sér fyrr en hún er öll lesin. Fósturdóttirin er gefin út af bókafbrlaginu „Ásrún“ í Reykjavík. SKRÍTLUR Jón: „Hittir þú ekki mann á Siglufirði með tréfót, sem hét Ólafur?" Páll (hugsar sig um): „Þú veizt líklega ekki, hvað hinn fóturinn á honum hét?“ — x — Árni: „Hérna er reikningúrinn frá \augn- lækninum, ég átti að taka við borgúninni." Bjarni: „Ó já. Viljið þér ekki segja honum, að mér hafi heldur versnað hjá honum, svo að ég hafi ekki getað lesið reikninginn.“ — x— ■ Dómarinn: „Kannist þér við að hafa brot- ið stólinn, þegar þér börðuð manninn yðar?“ Konan: „Já, en það var nú ekki tilgangur minn.“ F A XI — 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.