Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 2

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 2
Marta Valgerður Jónsdóttir: Minningar frá Keflavík Þegar séra Friðrik Hallgrímsson var settur prestur í Utskálaprestakalli á Jóns- messudag 1899 eftir séra Sigurð Sívertsen, sem hafði þjónað kallinu árið áður, settist hann ekki þá þegar að á Utskálum, heldur gerðist heimilismaður í læknishúsinu í Keflavík hjá þeim hjónum frú Onnu og Þórði Thoroddsen. Dvaldi séra Friðrik þar næsta ár og þótti Keflvíkingum, að sjálfsögðu, mikið til þess koma. Var hann mikill aufúsugestur í plássinu. Hvern helgan dag týgjaði hann hest sinn og reið til kirkna sinna, Utskála, Hvalsness og Kirkjuvogs og söng helgar tíðir, en er heim kom að kvöldi, hélt hann guðsþjónustu í litla Góðtemplarahúsinu í Keflavík, sem þá var alltaf þéttsetið þakk- látum áheyrendum. En fólk var mjög heillað af ræðum hans og persónuleika. Þóttu ræður hans ágætlega samdar og fluttar með frábærum innileik. Séra Friðrik var mikill smekkmaður á músik og söng, enda lærður á því sviði. Var honum mjög annt um, að söngur væri æfður fyrir messur. Organleikurinn var í ágætum höndum, þar sem Þorgeir Pálsson var organisti, enda æfði hann ævin- lega fyrir guðsþjónustur þessar. Þar heyrð- ist þá oft yndislega fögur rödd frú Onnu Thoroddsen og fyrir kom, að hún spilaði undir, er Þorgeir var forfallaður, en frú Anna var afbragðs vel menntuð í tónlist og söng. Séra Friðrk tók upp nýstárlegan hátt á undirbúningi barna undir fermingu. Hann bað foreldra og umráðamenn barn- anna, sem áttu að fermast, að koma þeim fyrir á heimilum í Keflavík, svo þau gætu dvalist þar um þriggja vikna skeið. For- ráðamenn barnanna tóku þessu nýmæli vel og Keflvíkingar tóku við börn- unum, en séra Friðrik hélt skóla fyrir börnin í þrjár vikur. Þetta skólahald varð mjög vinsælt meðal barnanna, því séra Friðrik var framúrskarandi yndislegur barnafræðari. — I kennslustundum hjá honum var tíminn liðinn hjá áður en við var litið, eða eins og segir í vís- unni „og tíminn leið svo liðugt, sem læk- ur sjávar til“, því að allt efni gæddi hann lífi, svo unun var að hlusta og nema. Að sjálfsögðu spurðist það um plássið hve gaman væri að sitja í kennslustundum hjá séra Friðrik og olli það mér nokkrum heilabrotum hvernig ég ætti að komast inn í hópinn. Eftir nokkra umhugsun fann ég ráð. Einn daginn, rétt áður en tími byrjaði, gerðist ég svo djörf, ellefu ára hnátan, að ganga inn í skólann. Eg gekk rakleiðis til séra Friðriks og spurði, líklega nokkuð uppburðarlítil, hvort ég mætti vera inni í tímum. „Ég skal sitja úti við dyr“ sagði ég. Séra Friðrik brosti þessu ljúfmannlega undurþýða brosi, sem honum var svo eiginlegt og kvað þetta velkomið og þar með var ég komin inn í þennan stóra hóp fermingarbarnanna úr öllum sóknum Utskálaprestakalls. Ekki sat ég lengi út við dyr. Stúlkurnar tóku mig að sér og létu mig setjast hjá sér, auðvitað með leyfi hins ástúðlega kennara. Þessir vordagar liðu í sælum barnslegum unaði, en áður en varði, voru vikurnar þrjár liðnar. Þetta sumar, hinn 5. júlí árið 1900, giftist séra Friðrik Hallgrímsáon heit- mey sinni, Bentínu Björnsdóttur, hinni glæsilegustu konu. Var hún þá nýkomin til Islands frá námi í Kaupmannahöfn. Það var mikil og sönn hamingja sem þessi ungu hjón gengu á móti þessa sumar- daga enda entist þeim ástin vel og lengi til síðustu stundar. Um þessar mundir fluttust þau hjón að Utskálum og settust að búi þar. Bjuggu þau þar næstu þrjú ár og þar fæddust þeim tvær dætur. Sum- arið 1903 fluttust þau til Kanada, þar eð séra Friðrik gerðist þá prestur Vestur- Islendinga í Argylebyggð. En góðu heilli komu þau hjónin aftur til Islands 1925, þegar séra Friðrik gerðist dómkirkjuprest- ur í Reykjavík, fæðingarbæ sínum, þar sem hann starfaði til æviloka. (P. E. O. Islenzkar æviskrár V, 321). Árið 1903 gengum við 6 börn úr Keflavík til spurninga, en alls voru börnin úr ölluin sóknunum 31. Var okkur komið fyrir a bæjum í Garðinum, því sama hátt og áður, ltafði séra Friðrik um fræðslu fermingar- barnanna. Við vorum í skóla hjá honum marga tíma á degi hverjum. Fyrst og fremst var farið yfir kver og biblíusögur. Voru þeir tímar alltaf skemmtilegir og stundum mjög heillandi, þá leiddi hann okkur við hönd sér út í víða veröld og Austurlönd blöstu við í ljóma fjarlægð- arinnar. Hann ræddi við okkur um lífið, gleði og sorgir og öll þau margbreytilegu viðhorf, sem mæta okkur á langri göngu, um ástina, hve hún væri fögur ef við gæfum okkur tíma til að bíða eftir þrosk- anum. Þá var siðfræðin skýrð með ótal dæm- um og sögum og bent á drengilega og prúðmannlega framkomu í hverjum vanda. Við lærðum mikið af sálmum, sem hann hlýddi okkur yfir daglega, einnig benti hann okkur á fögur ættjarð- arljóð og ýmis kvæði. Hann sagði, að 66 — F A XI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.