Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 4

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 4
ÚR ATVINNULÍFINU Byggðin vex og stækkar. Nýjar bygg- ingar rísa af grunni. Keflavík og Njarðvík vaxa saman, ef svo má að orði komast. Við sem höfum þetta daglega fyrir augunum Tökum varla eftir þessu, því við erum því svo samgróin. Flestar eru þessar byggingar í sambandi við útgerðina, og svo íbúðarhús að sjálfsögðu. Við ræddum í fyrra um nokkur ný at- vinnutæki, er höfðu verið byggð þá ný- lega, og hefir þróunin haldið áfram jafnt og stöðugt svo að blaðið okkar, Faxi, hefir naumast getað fylgst þar með. Nú fyrir skömmu heimsóttum við þrjár nýjar byggingar, er teknar hafa verið i notkun nú í vetur. Allt eru þetta útgerð- arstöðvar, stórar og rúmgóðar byggingar. Útgerðarstöð Flóka h. f. Þetta er stór og mikil bygging, 850 ferm. að flatarmáli. Undir henni er kjall- ari að einum fjórða hluta, en þó er bygg- ingin ekki full frá gengin. Húsið er byggt úr steinsteypu, 4,5 m. vegghæð með báru plast gluggum, sem bera mjög góða birtu. Stálsperrur eru í lofti og flórosent lýsing. Húsið er auðsjáanlega vel byggt og vand- að. Byggingarmeistarar: Teiknistofa Sif teiknaði húsið, eða Loftur Loftsson, og sá um skipulagningu á því, en byggingar- meistari var Alexander Jóhannesson bygg- ingarmeistari. Við hittum að máli Ásmund Bjarnason, einn af eigendunum, og spurðum hann nánar um bygginguna. — Er áformað að þetta hús verði stærra en það er nú? — Já, teikningin gerir ráð fyrir 600 ferm. viðbyggingu á tveim hæðum. Þar verði aðgerðarhús og móttaka, en uppi íveruhús fyrir mannskap. — Hvenær verður byrjað á þeirri bygg- ingu ? — Það er nú ekki ákveðið ennþá. Fer eflaust eftir því, hvernig gengur. — Byggingarframkvæmdir hafa gengið vel hjá ykkur? — Já, ekki er hægt að segja annað. Við byrjuðum í nóvember s. 1. og gátum byrj- að að salta í húsinu í fyrstu viku marz. — Leggja aðrir upp hjá ykkur en ykkar eigin bátur? — Já, Freyjan frá Húsavík. — Eg þarf víst ekki að taka það fram, að Flóki h. f. á m. b. Helga Flóventsson, þriggja ára gamalt stálskip, 245 tonn að stærð, en hlutafélagið samanstendur af þeim bræðrum: Hreiðari, Helga og As- mundi Bjarnasonum, frá Húsavík. Einnig á faðir þeirra, Bjarni Asmundsson, í fyrir- tækinu. En þeir bræður eru vel þekktir af Suðurnesjamönnum, eftir margra vetra veru hér í Keflavík. — Hvað eru þið bræður annars búnir að gera út lengi hér í Keflavík? — Við erum búnir að vera hér á vetrar- vertíð síðan 1955, en höfum alltaf selt afl- ann þar til í hittifyrra, að við byrjuðum að salta sjálfir. — Og hvernig hefur gengið í vetur? — Ekki ver en hjá öðrum. Ég held við séum búnir að fá um 500 tonn. — Og hvernig kunnið þið Þingeying- ar við loftslagið hér á Suðurnesjum? — Ég held að við hljótum að kunna vel við það, því annars værum við varla búnir að vera hér svo lengi. En við treystum því, að höfnin verði löguð hér svo að um munar, því að öðrum kosti er mjög erfitt að vera hér með þessa stóru báta. Við kveðjum Ásmund og óskum þeim bræðrum og fyrirtæki þeirra allra heilla. Útvör h. f. Við hliðina á húsi Flóka h. f. stendur önnur bygging, nokkuð minni, með háu risi. Það er aðgerðarstöð Útvarar h. f. En sú bygging hefur einnig risið af grunni nú að undanförnu. Húsið er 680 ferm. að stærð, úr steinsteypu, ein hæð með 3,5 m. háu risi. Sperrur úr timbri og plastgluggar. Af því var byggt síðastliðið sumar 500 ferm. Ein hinn hluti hússins er eldri, en í honum söltuðu Útvarmenn 290 tonn af fiski í fyrra. Við hittum að máli Halldór Ibsen og félaga hans, er þar voru að vinna, og fengum hjá honum upplýsingar um bygginguna og reksturinn. — Þið ætlið efalaust að nota þetta háa ris fyrir geymslu? — Já, það var hugmyndin, bæði veiðar- færa- og skreiðargeymslu. — En ætlið þið að stækka grunnflötinn meira. — Það hefur nú lítið verið rætt um það, en möguleikarnir eru fyrir hendi. Við höfum hér 3600 ferm. lóð. Við göngum um bygginguna. Útvarar- menn hafa komið sér þar vel fyrir, þeir umsalta fiskinn yfir í gamla húshlutann, og þar er einnig komin kaffistofa, salerni, skrifstofa og þurrklefi fyrir hlífðarföt, sem hlýtur að koma sér mjög vel. — Hvaða bátar leggja upp hjá ykkur? — Við höfum fengið fisk af m. b. Sæ- borgu, og svo af öðrum, eftir því sem til fellur. Annars hefur aflinn verið tregur og lítið um fisk eins og þú veizt. —• Hverjir eru eigendur Útvarar. — Við erum fimm: Halldór, Ibsen, Orn Ingólfsson, Guðlaugur Tómásson, Jón Tómásson og Halldór Brynjólfsson. Byggingarmeistarar: Teiknistofa Sif teiknaði bygginguna, Forstöðumaður Loft- ur Loftsson, en byggingarmeistari var Guð- mundur Magnússon. — Við byrjuðum á henni á s. 1. vori og höfum mest unnið að þessu sjálfir. — Eruð þið farnir að græða, Halldór? — Nei, því er nú ver, en það verður vonandi einhvern tíma. Annars hef ég litla trú á því að um gróða verði að ræða meðan ekki fiskast betur en nú. Ég held það væri gott, ef við slyppum. Við þökkum Halldóri og óskum fyrir- tækinu og eigendum þess velfarnaðar. Flóki h.f. 68 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.