Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 5

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 5
zz w mmm — Ég kann ágætlega við fólkið. Hér er gott fólk. En landslagið! — Nei, þá vil ég heldur Norðfjörð. Við óskum þeim félögum giftu og geng- is í framtíðinni. G. Sveinsson. Eru vatnsból okkar í hættu? Útvör h.f. Brynjólfur h. f. Þar ræður ríkjum Jón Karlsson Norð- firðingur að ætt og uppruna, er vann nokkur ár hjá Einari rika í „Litlu milljón,“ sem framkvæmdastjóri. Það er ekki auð- hlaupið að því að ná í Jón, því hann er alltaf á ferðinni. Loksins gat ég króað hann af inni í bíl. — Hvað, ætlarðu að rukka mig? spyr Jón og brosir sínu glaðlega brosi, en því er nú ver að Jón skuldar ekki neitt. — Nei, erindi mitt, Jón, er ekki að rukka. Heldur langar mig að fá hjá þér upplýsingar um þetta myndarlega hús, sem þú hefir verið að byggja. Húsið er 100 ferm. að flatarmáli loft- hæð 5!4 m. Það stendur við hliðina á húsi Jóhanns Þórðarsonar, er byggt úr stein- steypu, en hlaðið upp í bilin á milli súln- anna. I þaki eru stálsperrur og lýsing er naeð báruplasti. Við byrjuðum í nóvem- ber og tókum bygginguna í notkun 15 tnarz. Við boruðum hérna eftir vatni og fengum ágætt vatn. 700 ltr. á mínútu. Borholan er 20 metra djúp. Húsið er ætlað fyrir saltfiskverkun og síldarsöltun. — Nokkrir stækkunarmöguleikar? — Já, við getum bætt við einu húsi hér að framan. Hvort af því verður er óráðið. — Þið hafið ekki keypt vinnuvélar í húsið ennþá? — Nei, ekki ennþá, en það er gert ráð fyrir því. Eigendur eru Jón Karlsson og Halldór Brynjólfsson skipstjóri á m, b. Lóm, Is- firðingur að ætt en er nú orðinn Keflvík- ingur. Brynjólfur, er hlutafélagið heitir eftir, var um mörg ár til sjós fyrir vestan á bátum Samvinnufélags Isfirðinga, öllum að góðu kunnur. Jón og Halldór eiga einnig bátinn saman. — Þig voruð að láta stækka bátinn, Jón? — Já, við gerðum það í liaust. Við lengdum hann um 3,20 m. eða 30 tonn. Það tókst mjög vel. — Hvernig gengur? — Sæmilega. Við erum búnir að fá 600 tonn af fiski og 600 tunnur af síld síðan um áramót. En á síldinni í sumar 26,000 tunnur. Hættum þeim veiðum um miðj- an september, því þá fór báturinn til Nor- egs í lenginguna. — Þið hafið þá fyrir salti í grautinn? — Já, það er hægt að nudda einhverju saman, ef vel gengur. Það eru tvö ár síðan við byrjuðum. — Hvernig kanntu við þig í Kefla- vík. Við Keflvíkingar eigum því láni að fagna að hafa gnægð af góðu vatni. Okkur finnst þetta svo sjálfsagt, að við leiðum sjaldan hugann að því, hvað það er að búa við lítið og lélegt vatn. Það eru þó ekki nema rúm 20 ár síðan við eignuðumst vatnsveitu og finnst ungu fólki það ótrú- legt. Við hinir eldri munum þá erfiðleika, sem við var að etja í þessum efnum áður en vatnsveitan kom og kunnum betur að meta hvers virði hún er. En bærinn þenst óðfluga út og mér finnst byggðin vera farin að nálgast ískyggilega mikið vatnsbólin. Það er ef til vill ástæðulaust að óttast að yfirborðsvatnið komist niður í þá dýpt, sem neyzluvatnið er tekið. En ef svo er, þá er hætta á ferð- um. Holræsi okkar eru ekki lögð í vatns- þéttum pípum, eins og þó er gert t. d. hér á flugvellnum. Ur þeim hlýtur að síast út í jarðveginn. Þá hefir verið á það bent af fróðum mönnum, sem farnir eru að óttast um vatnsból Reykjavíkur, Gvend- arbrunnana, að einn lítri af olíu geti eyði- lagt millj. lítra af vatni. Hér eru öll hús olíukynnt og alltaf getur viljað til að olíugeymar leki, eða olía fari á einhvern hátt niður við áfyllingu. Mér finnst full ástæða til að gæta hér allrar varúðar og leita álits sérfróðra manna um það, hvort hér geti ekki verið hætta á ferðum, svo mikið sem í húfi er. Þá er og þess að gæta að æda verður allrúmgott svæði fyrir fleiri borholur, þegar þörf verður á aukningu vatnsmagnsins. En ef til vill verður nauð- synlegt innan tíðar að leita að hentugu vatnsbóli fjær bænum. Guðni Magnússon KEFLAVÍK - NÁGRENNI Til sölu er tvíbreiður svefnsófi og tveir alstoppaðir stólar á mjög sanngjörnu verði. Brynjólfur h.f. Faxabraut 32 A — Sími 1278. FAXI — 69

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.