Faxi


Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 8

Faxi - 01.05.1965, Blaðsíða 8
m 55 1 I | £3 1F1 1 P i i w 1 IJ M i Stjórn Iðnnemafélags Súðurnesja: Neðri röð, talið frá vinstri: Vilhjálmur Arngrímsson, vélvirkjanemi; Sigþór B. Karlsson form., húsasmíðan. Efri röð, frá vinstri: Óskar H. Ingólfs- son, vélvirkjanemi; Hannes Einarsson, húsasmíðanemi; Kristinn Karlsson, húsasmíðanemi. Nýtt iðnnemafélag stofnað Hér á suðurnesjum mun fyrir nokkru hafa starfað iðnnemafélag, sem nú er ekki lengur til. En þann 21. marz síðastliðinn gengust nokkrir ungir og áhugasamir iðnnemar fyrir stofnun nýs iðnnemafélags, sem þeir gáfu nafnið Iðnnemafélag Suðurnesja. Stofnfélagar voru 16. Tilgangur þessa nýja félags er sá, að efla meðal iðnnema samheldni og félags- lyndi. Félagið vill leitast við að tryggja iðnnemum sambærileg kjör og sama rétt og aðrir þjóð- félagsþegnar hafa. Það hyggst einnig stuðla að auki menntun félagsmanna sinna. Fé- lagið er aðili að Iðnnemasambandi íslands. Síðan félagið var stofnað hafa margir iðn- nemar bætzt í hópinn og mun það nú þegar telja um 40 félagsmenn. Stjórn félagsins skipa: Sigþór Borgar KarLs- son formaður, Hannes Einarsson ritari, Krist- inn Karlsson gjaldkeri, Vilhjálmur Arngríms- son varaformaður og meðstjórnandi Óskar H. Ingólfsson. í varastjórn eru: Magnús Ara- son og Ólafur Sigurvinsson. Stjórnin er ein- huga um að efla þetta félag sitt og skorar á alla iðnnema á félagssvæðinu að ganga nú þegar í félagið og taka þátt í störfum þess. Keflavík vann Breiðablik. íslandsmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu léku sinn fyrsta opinbera kappleik á laugar- daginn 1. maí, en þá mættu þeir Breiðabliki úr Kópavogi á malarvellinum í Keflavík. Var þessi kappleikur í „litlu bikarkeppninni," sem Breiðablik er nú orðinn aðili að. Keflvíkingar sigruðu með yfirburðum, 7 mörkum gegn 1. Miðherjinn Jón Jóhannsson setti 5 af mörkum Keflvíkinga. Má þetta teljast vel af stað farið. Tónlistarskóla Keflavíkur var slitið með nemendatónleikum í Bíó- höllinni, þriðjudaginn 27. apríl s. 1. Á tón- leikum þessum komu fram 8 einleikarar á píanó, fiðlu og blásturshljóðfæri, ásamt ein- söngvara úr söngdeild skólans. Hópur yngstu nemenda úr undirbúnings- deild léku á blokkflautur og sungu undir stjórn kennara síns, Fjölnis Stefánssonar. Þá var þar einnig flutt verkið Blásarafjölskyldan eftir Herbert Hriberschek Agústson undir stjórn höfundar. Á tónleikunum kom einnig fram blandaður kór úr söngdeildinni undir sjórn kennarans, Vinset Demitz. Húsfyllir var á tónleikunum. I tónlistarskólanum voru að þessu sinni 111 nemendur sem skiptust í hinar ýmsu greinar tónlistarinnar og mun skólinn aldrei hafa verið fjölmennari, síðan hann tók til starfa. Við setningu þessara nemenda- tónleika ávarpaði Helgi S. Jensson nemendur og gesti fyrir hönd tónlistarfélagsins og skóla- stjórinn, Ragnar Björnsson skýrði frá störf- um og árangri skólastarfsins og afhenti verð- laun skólans fyrir hæstu einkunn til Aðal- heiðar Ingvadóttur. Rótarýklúbbur Keflavíkur veitti verðlaun fyrir hæstu einkunn í efn deild og hlaut þau Soffía Eggertsdóttir frá Garði. Lionsklúbbur Njarðvíkur veitti Ellen Moony verðlaun fyrir hæstu einkunn í neðri deild og Lionsklúbbur Keflavíkur veitti verð- laun Magnúsi Kjartanssyni fyrir beztan árang- ur í trompetleik. Við skólann störfuðu 7 kennarar auk skóla- stjóra. Barnastúkan Nýársstjarnan hélt árshátíð sína fimmtudaginn 6. maí i Ungmennafélagshúsinu í Keflavík. Meðal skemmtiatriða voru leiksýningar og dans. Sak- ir fjölmennis innan stúkunnar varð að tvi- skipta skemmtuninni og var fyrri skemmtunin því fyrir yngri félaga stúkunnar kl. 4, en kl. 9 fyrir þá eldri. Árshátíðin fór að vanda vel fram undir stjórn hinna ágætu gæzlumanna hennar, systranna í Framnesi, Guðlaugar og Jónínu Guðjónsdætra. Sjálfsbjörg Félag fatlaðra á Suðurnesjum bárust á síð- asta starfsári gjafir frá eftirtöldum aðilum: Ólínu Sigurðardóttur kr. 500,00, Jóni Guð- brandssyni kr. 1000,00 og Þorgerði Einars- dóttir kr. 3000,00. Kærar þakkir færi 'ég ykkur öllum fyrir hlýhug ykkar til félagsins. Gestur Auðunsson. Úrdr. úr skýrslu bókasafnsins fyrir árið 1964: Lánaðar voru út á lestrarsal 5,013 blöð og bækur og í útlánadeild 18,143 bækur, samtals 23,156 eintök (árð 1963: 21,450). Lánþegar voru 757 (árið 1963: 729). Bæjarframlag var 254 þúsund. Sýsluframlag var 41 þúsund Ríkisframlag var 127 þúsund A árinu var keypt allstórt bókasafn (einka- safn Kristmanns Guðmundssonar rithöfundar). Eru það aðallega bækur á Norðurlandamálum og ensku svo og nokkuð á íslenzku. Að þvi verður unnið í sumar að skrá þetta safn og koma því í umferð. Brýnustu nauðsynjamál Bókasafns Keflavíkur eru nú húsnæðisvand- ræði. Núverandi húsnæði er nú þegar orðið allt of lítið, enda var það ekki upphaflega byggt sem slíkt. Ég geri ráð fyrir að stjórn safnsins muni gera ýtarlega greinargerð um óskir sínar í þessu efni á næsta aðalfundi stofnunarinnar. Leyfi ég mér að þakka öllum þeim, sem sýnt hafa safninu velvilja á liðnu ári. Að lokum fylgir skrá yfir nokkra mest lesnu höfundana á árinu: Ingbjörg Sigurðardóttr 308 bækur Guðrún frá Lundi 255 bækur Þórunn Elfa Magnúsdóttir 156 bækur Elínborg Lárusdóttir 153 bækur Ármann Kr. Einarsson 143 bækur Ingibjörg Jónsdóttir 140 bækur Guðmundur Daníelsson 133 bækur Ragnheiður Jónsdóttir 129 bækur Guðmundur Hagalín 121 bækur Jónas Árnason 103 bækur 72 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.