Faxi


Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 5

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 5
ÞORSTEINN ÁRNASON, Fœddur 28. okt. 1885. — Dáinn 23. jan. 1969. Nokkur minningarorð. Þorsteinn Árnason húsasmíðameistari, andaðist á sjúkrahúsinu í Keflavík þann 23. janúar s. 1. Hann var fæddur að Hrúðu- nesi í Leiru, sonur hjónanna Guðrúnar Ingjaldsdóttur og Arna Árnasonar. Ungur fluttist hann með foreldrum sín- um að Gerðum í Garði og þar átti hann heimili fram yfir fertugt. Framan af ævi stundaði Þorsteinn sjó- inn, eins og flestir ungir Garðbúar gerðu um þær mundir. Vélbátaöldin var þá að hefjast þar sem annars staðar og var Þor- steinn lengi formaður á mótorbátum, sem gerðir voru út í Garðinum, og farnaðist það mjög vel eins og annað, sem hann tók sér fyrir hendur. Árið 1908 kvæntist Þorsteinn Guðnýju Helgu Vigfdsdóttur, mikilhæfri ágætis- konu. Hófu þau búskap í Gerðum og bjuggu þar til ársins 1928, er þau fluttust til Keflavíkur. Eignuðust þau 10 börn, sem öll eru á lífi, utan einn sonur, Ingólf- ur, sem lézt af slysförum 1948, þá 24 ára. Hin börn þeirra Þorsteins og Guðnýjar eru: Arni, verkstjóri í Keflavík, kvæntur Jennýu Einarsdóttur, Steinunnn, ekkja eftir Snorra Þorsteinsson, Keflavík, Helga, ekkja eftir Fal Guðmundsson skipstjóra, Keflavík, Guðrún, gift Óskari Kristjáns- syni, Ytri-Njarðvík, Ingveldur, skrifstofu- stjóri Sjúkrasamlags Keflavíkur, Þorsteinn, skipstjóri, kvæntur Lovísu Þorgilsdóttur, Keflavík, Hallveig, gift Skúla Pálssyni, Keflavík, Gunnar, byggingarfræðingur, forstöðumaður teiknistofu S.Í.S., Reykja- vík, var kvæntur Þóru Guðmundsdóttur, en missti hana s. 1. sumar, Sigurbjörg, ekkja eftir Jón Guðmundsson húsgagna- smið. Þótt Þorsteinn stundaði sjóinn sem aðal- starf meðan hann bjó í Garðinum, vann hann þó alltaf jafnhliða nokkuð að smíð- um, enda snemma bráðger á því sviði. Eftir að hann fluttist til Keflavíkur sneri hann sér algerlega að smíðunum og byggði hér mörg hús. Fyrsta húsið sem hann reisti hér var hans eigið íbúðarhús, Suður- gata 8, þar sem hann bjó til æviloka. Um nokkurt árabil starfrækti hann einnig tré- smíðaverkstæði hér í Keflavík, í félagi við tengdason sinn Jón, og Gunnar son sinn. Þorsteinn missti konu sína árið 1943. Var það þungt áfall bæði fyrir hann og börnin. Auk þess að koma upp stórum og mannvænlegum barnahóp hafði þessi mæta Þorsteinn Árnason. kona unnið hér mikið að líknar- og menn- ingarmálum, t. d. um árabil verið for- maður kvennadeildar Slysavarnafélags Is- lands í Keflavík og stutt mann sinn í hug- sjónamálum hans við störf innan Góð- templarareglunnar í Keflavík. Hún var því öllum harmdauði, er hana þekktu. Þorsteinn var alla tíð heilhuga bindind- ismaður, hafði ungur gengið „Reglunni" á hönd, meðan hann dvaldist sem æsku- maður í Garðinum og vann henni síðan ævilangt allt er hann mátti, enda þar sem annars staðar bjartsýnn, hvetjandi og vinnufús. Hann var nu heiðursfélagi í st. Framför í Garði og einnig í st. Vík í Keflavík, en þar annaðist Þorsteinn lengst af söngstjórn, enda vel þeim vanda vax- inn, hafði um nokkurt skeið verið organ- isti í Útskálakirkju. Þorsteinn hafði djúpa og karlmannlega bassarödd og söng af mikilli innlifun. Hann söng lengi með kirkjukór Keflavíkurkirkju og þar naut hans hljómfagra rödd sín vel. Árið 1950 kvæntist Þorsteinn Ingveldi Pálsdóttur kennara, sem þá var ekkja og átti 2 börn frá fyrra hjónabandi. Eignuð- ust þau 2 efnis drengi, Ingólf og Vigni Pál, sem báðir dveljast enn í foreldrahús- um. Hefir Ingveldur, einns og fyrri kona Þorsteins, reynzt honum góð, enda væn og vel gerð kona. Báðar voru þær honum samhentar í einu mesta hugsjónamáli hans, stúkustarfinu, enda báðar þar mikilvirkir þátttakendur. Þorsteinn var mikill dugnaðarmaður, að hverju sem hann gekk, kappsamur og verkhygginn. Hann var hagleikssmiður og því eftirsóttur, enda féll honum sjaldan verk úr hendi meðan heilsa og kraftar leyfðu. A áttræSisafmæli Þorsteins nú fyrir þremur árum skrifaði ég greinarkorn hér í blaðið Faxa, þar sem ég rakti nokkuð starfsferil hans og afskipti af störfum „Reglunnar" í Keflavík, en á þeim vett- vangi kynntumst við, skömmu eftir að ég fluttist hingað suður. Með hliðsjón af því mun ég ekki hafa þessi minningarorð öllu fleiri, heldur vísa til þess, sem þar er ritað um þennan sérstæða og ágæta mann, sem nú hefir safnazt til feðra sinna eftir langt og dáðríkt ævistarf. Eftirlifandi ástvinum hans, eiginkonu, börnum og barnabörnum votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð veri minningin um Þorstein Arnason. Hallgrímur Th. Björnsson. <>0<>^k><><;><><><><><><><><><>^^ Sjómenn! Verkamenn! Sjóstakkar Sjóstígvél Vinnuskór Peysur Jakkar Buxur Leistar Kuldahúfur Frystihúsasvuntur Ermahlífar Aðgerðarsvuntur Vinnuvettlingar Sjóvettlingar Kaupfélag Suðurnesja Járn- og skipadeild — sími 1505 FAXI — 21

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.