Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 6
Gleriðja — nýft iðnfyrirtæki í Sandgerði Nýlega er tekið til starfa nýtt iðnfyrir- tæki í Sandgerði, Gleriðja Suðurnesja h.f. Er hún til húsa að Strandgötu 18. Er þar rúmgott húsnæði, 440 fermetra gólfflötur. Geta þar starfað um 25—30 manns. Einnig er í húsinu íbúð verkstjúra. Hér fer á eftir samtal, sem fréttaritari Mbl. í Sandgerði átti við framkvæmda- stjóra fyrirtækisins, Eyjúlf Bjarnason. — Hvert er aðalverkefni verksmiðjunn- ar? — Aðalverkefni fyrirtækisins verður framleiðsla á tvöföldu einangrunargleri, einnig önnur almenn glerþjúnusta. Fram- leiðslan er eingöngu úr fyrsta flokks A- gæðagleri frá Pilkington Brothers í Eng- landi, en það er eitt af elztu og þekktustu glerfyrirtækjum í heiminum. — Hvað starfa margir hjá fyrirtækinu? — Nú þegar erum við orðin 14, þar af 2 konur. Annars munu konur að öllu eðli- legu verða XA hluti starfsliðsins. Einnig sýnist mér einsýnt, að við munum verða að fjölga um 5—6 strax í næsta mánuði. — Hvað er að segja um framleiðsluna á einangrunarglerinu ? — Um framleiðsluna er það að segja, að hún er fyllilega jafngúð því bezta, sem völ er á á markaðnum. Auk þess að geta verið alveg öruggir um varanlegan þétt- leika rúðunnar, þá látum við aldrei frá okkur rúðu, án þess að hún sé sérstaklega gæðaprúfuð. — Hvað um verð, miðað við erlent gler ? — Það er hagstætt. Við höfum þann hátt á, að í söluverðinu er innifalinn akst- ur á byggingarstað, og 100% brotatrygg- ing við ísetningu. Með eigin kranabíl og samvizkusaman bílstjúra er þessi liður lít- ill, og hagstæðari fyrir neytandann, en að sjá um flutninginn sjálfur. Auk þess trygg- ir þetta okkur gúða meðferð á glerinu. — Er ekki samdráttur á markaðnum, og hvað um söluhorfur? — Markaður á Islandi er það stúr, að undanfarin ár hefur innlend framleiðsla verið innan við 20% af honum. Það segir sig því sjálft að ef við erum samkeppnis- færir um verð og gæði vörunnar, þá er markaðurinn fyrir hendi. Það er reynsla mín, að ekki muni standa á hinum al- menna neytanda, að stuðla að uppbygg- ingu íslenzkra iðnfyrirtækja. Almenning- ur er þegar farinn að gera sér grein fyrir þörf þjúðarinnar á þessum sviðum. Sú stað- reynd að okkur fjölgar um þúsund ár- lega á vinnumarkaðinum, kallar á verk- efnin, og þau verðum við að búa til sjálf, annars stöndum við gegn sama vandamáli og ördeyðu plássin. Fúlkið fer, áður í fjöl- mennið, nú af landi brott. En eins og ég sagði áðan, mun með tilstuðlan almenn- ings ekki koma til slíks úfremdarástands. — Hvað ýtti helzt undir staðsetningu fyrirtækisins hér í Sandgerði ? — Það var nú í fyrsta lagi fyrri kynni mín af sveitarstjúranum, Alfreð G. Al- freðssyni, og raunar áhuga hans að þakka að þetta er orðinn veruleiki. Einnig hefi ég mætt sérstökum áhuga og skilningi bankastjúrans í Verzlunarbankanum í Keflavík. Annars hafa verið margar hend- ur á lofti okkur til aðstoðar og skilningur og velvilji alveg sérstakur meðal Suður- nesjamanna. Nú fyrir skömmu hringdi ég í verk- smiðjuna og hafði tal af verkstjúranum, Þorgrími Guðnasyni, sem í fjarveru fram- kvæmdastjúrans, Eyjúlfs Bjarnasonar, stað1- festi það, sem að framan er skráð. Bar hann mikið lof á dugnað Eyjúlfs, sem hann sagði bera þar hita og þunga fram- kvæmdanna, bæði heima og heiman, og mundi svo verða meðan fyrirtækið væri í mútun. Var Þorgrímur bjartsýnn á framtíðina meðan svo héldi sem horfði. Verkefnin virtust ærin, en ýmsa byrjunarörðugleika þyrfti að yfirstíga, öflun rekstrarfjár og hráefnis, en hann hefði trú á að þeim mundi vel farnast með gúðri vinnuhag- ræðingu og undir öruggri stjúrn. H. Th. B. Ferðaskrifstofan Sunna hefur opnað upplýsinga- og söluumboð að Vatnsnesvegi 11 í Keflavík, simi 1100. Sunna mun í sumar, eins og mörg undanfarin ár, annast ótrúlega ódýrar sumarleyfisferðir, bæði fyrir hópa og einstaklinga. Annast náms- ferðir unglinga og ferðir á vörusýningar. — Ferðir Sunnu eru löngu landskunnar. Þorskanetafelling og afskurður. Upplýsingar í símum: 2751 - 2283 $><<><><<><i><Í<£<<><i><Þ<<><><<<><>^ Vinnusalur Gleriðjunnar. H i u §§§ s |S É 1 |Mj|ÉÉ||p%j|lJ| * j IjÍá iP^ * Æ \ : • •>, i FAXI — 22 • r

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.