Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 13

Faxi - 01.02.1969, Blaðsíða 13
Frá orlofsnefnd kvenna í Keflavík. Svo sem kunnugt er var með lögum frá Al- þingi nr. 45/1960 samþykkt að koma á orlofs- nefndum húsmæðra einni eða fleiri, á starfs- svæði hvers héraðssambands kvenfélaga. I lögunum segir meðal annars að fé til orlofs- nefndanna verði fengið með þessum hætti: „1. Ríkissjóður greiðir árlega upphæð, sem svarar til minnst 10 kr. fyrir hverja húsmóð- ur á landinu. 2. Með framlögum frá bæjar- og hreppsfé- lögum. 3. Með framlögum kvenfélaga og kvenfé- lagasambands. 4. Með gjöfum, áheitum og öðrum hætti, sem orlofsnefndum og kvenfélögum þykir henta.“ í 4. grein laganna segir einnig: „Rétt til or- lofsfjár eiga allar konur, sem veita heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf.“ Eins og að likum lætur skv. 1. gr. laganna hefur það komið í hlut kvenfélaga á hverjum stað að skipa orlofsnefndir, til þess að koma orlofsstarfseminni á laggirnar og veita henni stuðning. Fyrstu árin eftir gildistöku laganna voru farnar orlofsferðir til ýmissa staða og dvalið í héraðsskólum, en nú á s. 1. ári, eða nánar tiltekið þann 29. júlí, voru kaup fest á ríkis- jörðinni Gufudal í Olfusi. Að kaupunum stóðu þessir aðilar: Orlofsnefndir húsmæðra í Gullbringu- og Kjósarsýslu, í Keflavíkur- kaupstað og Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu. Kaupverð eignarinnar var kr. 2.000.000,00. Þann 1. september n. k. á að vera búið að greiða kr. 1.100.000,00, en eftirstöðv- arnar, kr. 900.000,00, eiga að greiðast á næstu 10 árum. Eins og að líkum lætur er þetta mikið átak og verður ekki komið í framkvæmd, nema með samstilltum vilja. Reynt hefur verið að afla fjár með ýmsu móti, t. d. happdrætti, bingó, bözurum o. fl. Þann 1. marz n. k. ætla kvenfélagskonur í Keflavík að efna til köku-bazars í Tjarnar- lundi, og verður þar tekið á móti kökum til bazarsins frá kl. 10—12 f. h. laugardaginn 1. marz. Við treystum á allar konur, sem áhuga hafa fyrir málinu að bregðast vel við og gefa kökur. Formaður bazar-nefndar er frú María Her- mannsdóttir, sími 1657, og veitir hún allar nánari upplýsingar. F. h. Orlofsnefndar kvenna í Keflavik. Sessclja Magnúsdótlir. Dýraverndarinn. Nýlega hefir Faxa borizt 6. tbl. Dýravernd- arans 1968 — jólablaðsins, en það er gefið út af Dýraverndarfélagi íslands og er ritstjóri þess Guðmundur G. Hagalin rithöfundur. Blaðið er nú sem fyrr vandað að gerð og prýtt mörgum fallegum myndum. Meðal greina í blaðinu má nefna: Attræð- ur frumherji eftir Guðm. G. Hagalín, Aðal- fundur Dýraverndarfél. Reykjavíkur, Furðu- legt gáleysi, Reynistaðagráni eftir Guðlaug Guðmundsson, Hvítabjarnarhúnn í fangelsi í Hafnarfirði, Risafugl frá liðnum öldum, Aðal- fundur Sambands dýraverndunarfélags ís- lands, Úthlutun úr verðlaunasjóði, Hörmu- legt athæfi, furðuleg skrif o. fl. o. fl. Odýr málaravinna. Tveir ungir málarar, Sigurður Karlsson og Atli Hraunfjörð, auglýsa hér á öðrum stað í blaðinu mjög vandaða en ódýra málaravinnu. A lager eiga þeir talsvert magn af máln- ingu á gamla verðinu og með því að bjóða vinnu sína á sérstöku vetrarverði, telja þeir sig geta veitt húseigendum mjög hagstæða og góða þjónustu. Leiðrétting. I síðasta tbl. Faxa, þar sem sagt var frá gjöfum til Keflavíkurkirkju, slæddist inn meinleg villa í sambandi við minningargjöf um hjónin Þóru G. Sigurgeirsdóttur og Jó- hannes Egilsson frá Syðraósi í Skagafirði, en gjöfin var frá sonum þeirra Agli og Ingiberg og fjölskyldum þeirra. í blaðinu stóð að gjöfin væri kr. 1.000,00, en átti að vera kr. 10.000,00. Eru hlutaðeig- endur beðnir afsökunar á þessum mistökum. Þakkir frá Elliheimilinu Hlévangi. Um þessi jól, svo sem önnur liðin, urðu margir til þess að senda vistfólkinu á Elli- heimilinu Hlévangi gjafir og hlýjar kveðjur. Viljum við sérstaklega færa Lions-klúbb Keflavíkur, Sjálfstæðiskvennafélaginu Sókn, Ólafi Lárussyni útgerðarmanni í Keflavík og reyndar mörgum öðrum þakkir fyrir góðar gjafir og hlýhug í okkar garð. Heimsóknir mjög kærkomnar fengum við einnig um jólin og nýárið, sem urðu okkur til óblandinnar gleði og ánægju, og biðjum blessunar og þakklætis því fólki, sem til okkar kom. Viljum við þakka sérstaklega sóknarprestinum, séra Birni Jónssyni, Kefla- víkurkvartettinum, sem aðstoðaði við messu- gjörð, skátastúlkum úr Njarðvíkum, Lions- klúbb Njarðvíkur, Haraldi Guðjónssyni og hans söngfólki og reyndar mörgum fleirum. Af alhug óskum við öllum gæfu og Guðs- blessunar um alla framtíð. F. h. vistfólksins á Hlévangi, Sesselja Magnúsdóttir. Flóðahœtta við Hátún. Við, undirritaðir húseigendur við Hátún, viljum vekja athygli bæjarstjórnar Keflavík- ur á hinu hættulega ástandi, sem skapast hefur vegna flóða við Hátún ofanvert. Sök- um skorts á niðurfalli safnast þarna saman heiðavatn, sem áður rann yfir lóðir og inn í kjallara. Flestir húseigendur gripu þá til þess ráðs að víggirða lóðir sínar með háum stein- görðum. Myndast þarna stórt og djúpt lón, sem er lífshættulegt fyrir böm, enda mun hér um meira en meters djúpt vatn að ræða. Svo og er alltaf sú hætta yfirvofandi, að garð- arnir bresti og flóðið skelli á húsunum. Marg- ir hafa reynt að bendna bæjaryfirvöldunum á þetta ástand en hingað til hafa þau aðvör- unarorð verið töluð fyrir daufum eyrum. Ef ekkert verður nú þegar aðhafzt, þrátt fyrir þetta bréf, lýsum við hér með fullri ábyrgð á hendur bæjarstjórn. Virðingarfyllst. Keflavík, 2. febrúar 1969. Hilmar Jónsson, Hátúni 27, Sveinbjörn Davíðsson, Hátúni 26, Reynir Ölversson, Hátúni 28, Eyjólfur Þór Jónsson, Hátúni 25, Auðunn Guðmundsson, Hátúni 23, Indriði Adolfsson, Hátúni 22, Halldór Óskarsson, Hátúni 23, Gunnar Guðjónsson, Hátúni 21, Arni Hermannsson, Hátúni 26, Ólafur Jónsson, Hátúni 30, Ingiber M. Ólafsson, Hátúni 31, Björn A. Bjarnason, Hátúni 33, Ingvi Br. Jakobsson, Hátúni 35, Þorleifur Gestsson, Hátúni 32, Halldór Arason, Hátúni 39, Friðrik R. Bjarnason, Hátúni 34, Sigurður Kristinsson, Hátúni 34, Stefán Ólafsson, Hátúni 29, Eyjólfur Helgason, Hátúni 28, Halldór Lárusson, Hátúni 21, Guðfinnur Sigurvinsson, Hátúni 37. Svipmynd af flóðunum. F A XI — 29

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.