Alþýðublaðið - 20.09.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.09.1923, Blaðsíða 3
xr.í>V£trBtisi© s AlMMbraÐðnerðm selur hi i n óviðjafnanlegu hveitibranð, bökuð úr beztu hveititegundinni (Kanada-korni) frá stærstu og fullkomnustu hveitimylnu í Skotlandi, sem þekt es um alt Bretland fyrir vörugæði. Hana gerir og meira en að áagja þetta; hann sannar það sjálfur, og það er hið eina, sem hann sannar með grein sinni, því að rétt á eftir snýr hann út úr orð- inu >framkvæmdarstjóri<, og »finnur< með því »út<, að á togurunum séu »tómir fram- kvæmdarstjórar, einmitt stéttar- bræður< hans, Það er að vísu vafasöm virðing, sem heiðar- legum sjómönnum er sýnd með þessu tiltæki hans, en hér kem- ur tvent annað ti! greina. Ef þetta er annað eu undirterlisieg tilraun hjá Páli til þess að draga sér at heiðarieik sjómannanna, vil! hann þá ekkl beita sér fyrir því, að þessir »framkvæmdar- stjórar< fái framkvæmdarstjóra- laun, og þykir honum ekki hálf- óviðkunnanlegt eftir þetta að vera að bisa við að reita af þessum »stéttarbræðrum< sínum nokkuð af lélegu kaupi þeirra, eins og það hefir hingað til verið. (Frh.) ______ • Skattar eiga að vera belnlr og iiækka með vaxandi tekj- nni og eignnm. Rússland fyrr og nú. (Prh.) II. Enginn get'ur grafist fyrir rætur viðburða, sem móta heiminn, ef hann hefir ekkert til brunns að bera annað en þekkingarleysi og löngun til að færa alt á verri veg. Kússneska byltingin verður ekki dæmd á þann veg. Ótal vitnis- burðlr eru til frá merkum mönn- um, sem ferðast hafa til Búss- lands. Hafa þeir allir borið bolsi- víkunum gott orð og verið sam- mála um, að þeir einir sóu færir um að stjórna þar. Má þar nefna m. a. ameríska auðkýfinginn Yan- derlip, pvófessor Goode, blaðamenn- ina Aithur Ransome, Ph. Price1), René Ma’chand1) (»Figaro<, »Petit Parisien<), Sadoul kaptein1) (sem sendur var til njósna af Clemen- ceau), Mrs. Ph. Snowden o. fl. o. fl. 1) Varð »kommúnisti< í Rúss- landi. Ungfrú Friedland heldur fyrir- lestur sinn ekki til að fræða menn hér. Hún heldur hann til »agíta- sjónar<. Hún neitaði því heldur ekki í viðtali við mig. Hún hijóp yfir merkustu atriðin; þekti þau ekki. Ég vil að síðustu nota tæki- færið til að draga upp mynd af rússneskum bændum til að skýra með þvi afstöðu þeirra. Bændur voru kvikfónaður, »hinn heilagi, grái kvikfénaður<. Fátækir voru þeir og mentunarsnauðir. Þeir voru »eign< aðalsmannsins. Hann gat ráðið þeim forlög eftir geðþótta. 20. janúar 1858 fengu þeir, sem bjuggu á jörðum keis- araættarinnar, persónulegt frelsi. 19. febrúar 1861 fengu landsetar stóreignamannanna frelsi og 24, nóv. 1866 hinir. Ungfrúin skýrir ekki frá, hvernig komið var högum bæóda eítir lög- um Alexanders II. Er það leitt, því það mun hafa átt að heita ætlun hennar að fræða menn. Samkvæmt iögunum hlutu bændur frelsi; átthagafjöturinn var afnuminn. þeir urðu >juridiskt< frjálsir, en í raun og veru voru k'jör þeirra hin sömu. Jarðeigend- urnir héldu eignarréttinum yflr jörðunum; þó máttu bændur búa á þeim jöiðum, er þeir höfðu sjálfir ræktaðar. Þeir urðu í þess stað að viuna ákveðna vinnu á herragörðunum eða svara ákveðn- um skatti. Bændur máttu þó kaupa sig lausa undan vinnu- skyldunni með því að láta af hendi vissan hluta. »erfðafestu- landsins<. Gerðu þeir það margir, en árangurinn varð að eins sá, að þeir gátu ekki haft ofan af fyrir sér og uröu því brátt vafðir skuldum. Hæsta afgjald jarða var 4,15 rublei á hvern desjatin (1 desja- tin ruml. 1 ha.), en lægsta afgjald Vepkamaðupinni| blað jafnaðar- manna á Akureyri, er bezta fréttablaðið af norðlenzku blöðunum. Flytur góðar ritgerðir úm stjórnmál og atvinnumál. Kemur út einu sinni í viku. Kostar að eins kr. 5,00 um árið. Gerist áskrif- endur á aigreiðslu Alþýðublaðsins. í*að er styttra í Gufuþvotta- hú3ið Mjallhvít, Yesturgötu 20, en inn í Laugar. Betur þvegið. Minni fyriihöfn. — Sími 1401. 2,50 rublei á desjatin, þó þannig, að gjaldið var hærra eftir því, sem jörðin var minni, með öðrum orðum lœhkandi skattur. Auk þess áttu bændur að svara 6% af skattinum til ríkisins. Átti sú greiðsla að haldast í 49 ár! (Frh.) H. J. 8. 0. Ókurteisi. Síðast liðinn sunnudag ætlaði Oddur Sigurgeirsson sjómaður að fiytja fyrirlestur á stein- / bryggjunni. IÞegar hánn var nýbyrjaður, dríta þar að strákar og alls kyns hvítliðagums og gerðu aðsúg að gamla mannin- um. Fékk hann ekki að tala í næði. Er það állilt afspurnar, er t. d Jakob Möllér getur talað hér óáreittur, að heiðarlegur sjómaður, sem alla æfi hefir sátnað í kornhlöður annara, skuli ekki fá málfrelsi á opinberum stöðum. HendriTc J. 6. Ottósson. !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.