Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1975, Blaðsíða 2

Faxi - 01.03.1975, Blaðsíða 2
Seinni hluti Rætt við Hjört B. Helgason, kaupfélagsstjóra í Sandgerði — Hjörtur B. Helgason, kaupfélagsstjóri hjá kaupfélaginu Ingólfi er fæddur þann 14. sept. árið 1896, að Lykkju í Akraneshreppi. Foreldrar hans voru Helgi Guðbrandsson, frá Klafastöð- um og Guðrún 111ugadóttir, frá Stóra- Lambhaga. Eiginkona Hjartar er frú Sveinbjörg Jónsdóttir, fædd 13. jan. 1903, frá Flankastöðum í Miðnes- hreppi, dóttir Jóns Pálssonar og Guð- finnu Sigurðardóttur, sem bjuggu þar allan sinn búskap Börn þeirra Hjart- ar og Sveinbjargar eru: Sveinsína Ingibjörg, búsett í Reykjavík, Guð- rún, einnig búsett í Reykjavík, Lilja og Sigrún báðar búsett.ar í Kópavogi, og Jón Einar, búsettur að Læk í Öl- fusi. Hjörtur hefur um ævina lagt stund á búskap, verslunarstörf, akst- ur og útgerð, með öðrum orðum, flesta meginþætti íslenzks atvinnulífs og lifað tíma hinna mestu breytinga og framfara sem yfir landið hafa gengið. Einnig tók hann virkan þátt í stéttabaráttu launþega og alla tíð verið þeirra trausti málsvari. Þá hef- ur Hjörtur og verið í framboði til alþingiskosninga og tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Hann mun vera einn seinasti íslendingurinn sem var fangelsaður „upp á vatn og brauð“, en það var eftir heldur róstu- saman bæjarstjórnarfund á kreppu- árunum, þegar lækka átti laun verka- manna um heila krónu, í atvinnubóta- vinnunni á vegum bæjarins. Við birtum seini hluta viðtalsins við Hjört í þessu blaði. 1 8 — F A X I Settur í steininn - upp á vatn og branð - eitir bæjarslaginn mikla „Auðvitað þótti það mikil tignarstaða að aka bíl. Jóhannes heitinn Eiríksson var með mjólkurflutningabílinn á undan mér og hann var að verða úr sér geng- inn þegar ég tók við flutningunum. Sum- arliði á Meiðastöðum ók hir.s vegar mjólkurbíl Garðmanna. Ég var í þess- um flutningum fram yfir 1940. Á tíma- bili flutti ég einnig allar vörur fyrir Keflvíkinga, í verslanirnar, þær voru ekki fleiri en það, — mjólkina til þeirra héðan og vörurnar innan að. Ég man ekki eftir öðrum, framan af í þessum flutningum, á fyrra tímabili mínu, en Þorgeiri frá Nýjabæ i Garði og síðar Skúla Hallssyni. Mig minnir nú samt að Þorgeir hafi ekki byrjað fyrr en eftir 1930. Hann var fyrst eingöngu með vöruflutninga, að mig minnir en seinna hvorutveggja, fólksflutninga samhliða, fyrir fólkið í Garðinum. Ég er þó ekki alveg viss.“ Einn veghefill — gamall traktor Eins og nærri má geta var vegakerfið á íslandi alls ekki undir það búið, að mæta hinu stóra stökki í samgöngum, bifreiðinni, sem krafðist traustari og breiðari akbrauta, en hestvagnarnir, og „vcgirnir voru nú ekki til fyrirmyndar fystu árin,“ segir Hjörtur, ,„ ekki einu sinni til veghefill. Seinna var lengi vel ekki til nema einn hefill, af Fordgerð, — tractor — sem var gerður að veghefli. Ekki er hægt að segja að hann hafi farið oft um hérna og aldrei man ég til þess að hann hafi verið látinn ryðja snjó á veturna, þótt þörfin væri brýn. Vegur- inn var aðeins skafinn stöku sinnum á sumrin, þegar bezt lét.“ Moka sig í gegnum skaflana „Reykjavíkurferðirnar sóttust alveg undravel. Dagurinn entist alveg til að ljúka öllum erindum. Ég var á að giska fjóra tíma á leiðinni, með öllum töfum. Kominn inn eftir svona um hádegið, en fór suður um 5—6 leytið, — svo að vinnutíminn varð nú nokkuð langur, og hann gat orðið lengri á veturnar, í snjó og ófærð. Oft varð maður að grípa til skóflunnar í þá daga til að geta komist áfram, jarðýtur og snjólpógar voru þá óþekkt tæki hér á landi. Sérstaklega er mér ein ferð minnisstæð. Við höfðum samflot, ég og sá sem flutninga annaðist fyrir Garðmenn. Snjórinn var mikill, en við þokumst samt áfram og komumst til Hafnarfjarðar um fjögur leytið, en þá var okkur sagt að ófært væri til Reykjavíkur Við tylltum okkur um stund og fengum okkur kaffisopa, og héldum síðan áfram inn fyrir Hafnar- fjörð, en urðum fljótlega að gefast upp. Skaflar lokuðu veginum og fjöldi bíla var þar sem búið var að yfirgefa. Við festum bílana og urðum að ganga til Hafnarfjarðar aftur og gistum þar um nóttina. Við kviðum því að þurfa að moka einhver ósköp daginn eftir, en sá ótti var ástæðulaus. Landsynningshláka, um nóttina, sá fyrir því. Allir bílarnir stóðu á auðu, þegar að var komið um morguninn." Fór með mjólkina — þrátt fyrir ófærð „Jú, dögum saman gat verið ófært á milli staða á Suðurnesjum og ég man það meira að segja, eftir að ég fluttist suður að Melabergi, eftir 1940, var ófært héðan úr Sandgerði til Keflavíkur. Ég reyndi samt að koma mjólkinni þangað, ég vissi að þörfin var brýn. Mig minnir að ég hafi farið einar þrjár til fjórar ferðir þangað, ók heiðina fyrir ofan Garðinn og inn að sköflunum fyrir utan i

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.