Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1975, Blaðsíða 3

Faxi - 01.03.1975, Blaðsíða 3
Keflavík, en þangað var mjólkin sótt til mín yfir skaflana. Mitt æðsta boðorð var alltaf að koma mjólkinni til neyt- enda, þótt ýmsir erfiðleikar væru á því. Kólk mátti illa við því að vera mjólkur- iaust, sérstaklega ungbörnin." Fjaðrabrot, — vikulegir atburðir „Afkoman var sæmileg, 2—3 aurar á líterinn, fengum við greitt það þætti Htið i dag en við reyndum að flytja mjólkina fyrir eins lágt verð og föng voru á, og maður lifði á þessu. Ending bifreiðanna var léleg, alveg í samræmi við vegina. Fjaðrabrot voru vikulegir atburðir. Það vildi bara svo vel til að hægt var að fá viðgert samdægurs í Reykjavík Ég skipti ávallt við Svein Egilson, bæði keypti af honum bíla og lét gera við. Ekki þarf í rauninni að undra þótt ökutækin hafi gefið sig á vegunum. Viðhald þeirra var ákaflega lítið, aðeins kastað í þá einu sinni á ári, — í verstu staðina og mikið af veginum var ekki hirt um að bera ofan í nema á nokkurra ára fresti, svo að nærri má geta hvernig þeir litu út. Að öðru leyti slapp ég óhappalaust, lenti aldrei í árekstri, né olli tjóni á mann- virkjum.“ Skírteinið kostaði 300 kall Þá eins og nú þurfti að fá leyfi hins opinbera til að mega aka bifreið, en umferðarreglur, bílafjöldi og ökuhraði voru annað í þann tíð og minna, en nú gerist. Sjálfsagt leikur margan forvitni á að vita hvernig menn öðluðust öku- réttindi í þá daga? „Ég tók fyrst í stýrið hjá Guðmundi Jónssyni, sem nú starfar hjá rafmagns- eftirlitinu í Keflavík, það var Ford að uiig minnir. Ég tók aðeins í bíilinn í Keflavík, lærði hvernig stjórntækin, nokkuð frumstæð, virkuðu. Æfingu hafði ég því litla sem enga fengið, þegar ég Varð að taka við mjólkurbílnum, því niaðurinn sem var með hann sagði upp íyrirvaralaust, svo ég var neyddur til aka. Að vísu fékk ég mann með mér ’ fyrstu tvær ferðirnar til Reykjavíkur °g hann aðstoðaði mig við aksturinn og svo fékk ég réttindin hjá Gunnari bróð- Ur Ásbjarnar Ólafssonar, heildsala, en hann var ökukennari. Fyrir þau varð ég að greiða 300 krónur, eða eitthvað þar um bil.“ Tók aldrei gjald af sjúklingum Svona inn á milli má geta þess að Hjörtur þótti með afbrigðum lipur og velviljaður ökumaður, sérstaklega þeim sem minna máttu sín og þeim sem við sjúkdóma áttu að stríða. Má til dæmis nefna að hann tók aldrei fargjald af þeim sem tíðum þurftu að fara til Reykjavíkur, vegna sjúkdóma sinna, eins og t.d berklasjúklinga, sem fara þurftu í „blásningu" kannski 1—2svar í mán- uði í heilt ár. Þess var ég sérstaklega beðinn að minnast af góðum félaga hans, — og öðrum sem nutu góðsemi Hjartar. Flutti inn á Seltjarnarnes „Árið 1929, hætti ég mjólkurakstrin- um, hérna á milli og flutti inn á Sel- tjarnarnes. Ekki voru það áhyggjur vegna framtíðar Suðurnesjanna hvað at- vinnu snerti, þær hef ég aldrei haft. Mig minnir að konan hafi aðallega viljað breyta til og fara inn et'tir. Fyrst um sinn ók ég þar vörubíl, gömlum mjólkur. bíl, sem ég var búinn að leggja niður og var í vöruflutningum, aðallega hingað suður, fyrir þá Loft Loftsson og fleiri, bæði í Grindavík og hingað og þangað, en varð svo fyrir því óhappi að lær- brotna og lá rúmfastur nokkra mánuði, árið 1930. Eftir að ég komst á fætur, gerðist ég húsvörður hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, þeir voru þá nýbúnir að byggja í Hafnarstræti fimm, stóra hús- ið og þar vann ég í tvö ár.“ Allsherjarverkfall vegna 2ja aura „Þegar ég hóf aksturinn aftur, árið 1932, var búið að stofna stéttarfélag bifreiðastjóra, Hreyfil og þar gerðist ég félagi. Um líkt leyti fór ég aftur í mjólk- urflutningana og ég man það að árið 1936 þegar ég hafði keypt nýjan mjólk- urbíl, skall á allsherjarverkfall í Reykja. vík, vegna tveggja aura viðbótartolls á bensínið. Hreyfilsmenn samþykktu þá að gera allsherjarverkfall og það varð svo algjört að enginn fékk að aka um nema læknar og lögreglan. Harkan var það mikil, að bíl mínum var lagt þvert á Hafnarfjarðarveginn, á Öskjuhlíðinni og þar sátum við í honum tíu manna bílnum, á verði_ Já, það var snemma byrjað að sækja fé í vasa bifreiðaeig- enda.“ Njósnuðum um hverjir keyptu bensín „Eysteinn Jónsson, var fjármálaráð- herra og Jón Baldvinsson var í ríkis- stjórninni líka. Hann kom á fund í Hreyfli, en ég vorkenndi honum, þekkti hann svolítið, sem góðan mann, en flokksbræður hans tættu hann í sig á fundinum, — án miskunnar. Svo leyst- Framhald á bls. 29 F A X I — 1 9

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.