Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1975, Blaðsíða 7

Faxi - 01.03.1975, Blaðsíða 7
Ég verö ávallt sveitamaður Rætt við Huxley Ólafsson, sjötugan Sú var tíðin, að Lyngholt var efsta hús byggðar í Keflavík. Það stóð á holts- brúninni ofan við bæinn, sem útvörður byggðarinnar Hús þetta byggðu þau hjónin Huxley Ólafsson og Vilborg Ámundadóttir um 1940 og hafa þau búið þar síðan. Þaðan ser yfir bæinn til -sjávar, og þaðan má nJóta litbrygða hins fjarlæga fjalla- hnngs, sem umlykur Faxaflóa frá Eeykjanesi til Snæfellsness. En bærinn okkar hefur stækkað og r'ú er Lyngholt með byggð til allra átta. Eg heimsótti þau hjónin í Lyngholti eitt kvöldið og dvaldi með þeim um stund á hinu aðlaðandi heimili þeirra. Erindið var að rabba við húsbóndann °g hlusta eftir viðhorfum hans til lífs- lns, til hinna ýmsu vandamála líðandi stundar, er hann nú hefur náð sjötíu nra aldri. '— Huxley, þú heitir ekki öðru nafni? '— Nei, því miður, og ég hefi oft sakn- þess að heita ekki íslenzku nafni. '— Þú ert fæddur að Þjórsártúni 9. Janúar 1905, sonur merkishjónanna Guð- Hðar Eiríksdóttur og Ólafs ísleifssonar, sem byggðu Þjórsártún,þegar Þjórsár- brúin var byggð? Já, og þar ólst ég upp og ól aldur minn þar til ég fluttist til Suðurnesja, íyrst til Sandgerðis, en til Keflavíkur Ituttumst við hjónin haustið 1939, þá nýgift, og hér höfum við búið síðan. ~~ Árið 1935 keyptir þú, ásamt fleir- Urn> jörðina Keflavík með öllum mann- Vlrkjum, sem þá var eign Útvegsbanka íslands hf.? ~~ Við stofnuðum þá hlutafélagið Eeflavík. Þetta hlutafélag rak frysti- hús og gerði út vélbáta. ' h’ið áttuð um tíma Hafskipabryggju Eeflavíkur? Jú, við keyptum hafnarmannvirkin við Vatnsnes af Óskari Halldórssyni 1939, en seldum hana aftur Keflavíkur- hreppi 1942. — Þetta félag, H.f. Keflavík, var lengi stærsta og er enn með stærstu atvinnu- fyrirtækjum bæjarins — Og þú varst þá aðalframkvæmdastjóri þess? — Já, ég var það frá 1939 til 1945. — Síðar varstu einnig framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar s.f., þegar hún var stofnuð? Hvernið féllu þér þessi störf? — Mér falla öll störf vel, þegar nóg er að gera. — Huxley, síðan þú festir hér bú í Keflavík er nú liðinn um hálfur fjórði tugur ára. Hvað viltu nú segja um Kefla- vík á þessu tímabili. Margt hefur sjálf- sagt breyzt til bóta, en hvað helzt hefur gengið miður? — Mér finnst lítið hafa miðað áfram í hafnarmálunum. — Er það ekki mest okkur sjálfum að kenna? Við höfum aldrei getað kom- ið okkur saman hvað gera skyldi. — Jú, ég er þér alveg sammála í því, að við eigum þar stóra sök á. Annars er hér mikil breyting áorðin til bóta. Þegar við komum hér og settumst að var ekkert rennandi vatn til nezlu. Mjög óvíða frárennsli frá húsum. Götuljós mjög takmörkuð og aðeins við mestu umferðagöturnar. Göturnar oft illfærar akandi og gangandi fólki. Byggingum hefur fjölgað mikið og mörg snotur hús verið byggð_ Blóma- og trjárækt hefur aukizt mjög, einkum á allra seinustu árum. Nokkrir bjartsýnir menn, sem höfðu trú á að hér væri hægt að rækta blóm og trjágróður, hófu starfið, og þegar það heppnaðist reyndu fleiri. En þrát.t fyrir aukin þægindi, þá held ég að fólk sé ekki hamingjusamara, en það var áður. — Hamingjan fæst aldrei í því ytra, eingöngu. Hamingjan er sér- stakt lífsviðhorf manna ,og má segja, að málshátturinn: Sá á nóg, sér nægja lætur spegli þetta viðhorf að nokkru leyti. — Þó megum við vara okkur á því að sætta okkur við allt, því þá er hætta á kyrrstöðu. — Hér gildir sem víðar ,að meðalhófið er bezt. — Ég kom að Þjórsártúnii skömmu áður en móðir þín hætti þar búskap, og við gistum þar eina nótt tveir þreyttir ferðalangar. Við fengum þar góðar við- tökur, svo sem þar var venja. — En það sem einkum vakti athygli mína var blóma- og trjágarðurinn sérstæði, sem þá var þó nokkuð farinn að láta á sjá. Þó mátti þar lesa langa og stranga sögu og vandvirkni iðjusamra handa. — Held- ur þú ekki, að þessi mikli áhugi við ræktun á heimili þínu að Þjórsártúni hafi haft áhrif á þig til að rækta og fegra umhverfið, svo sem garður ykkar ber vott um? — Það vakti athygli mína í gamla daga að sjá útgerðarmann og framkvæmdarstjóra fyrir frystihús koma til að taka þátt í að stofna skóg- ræktarfélag, og vera með að planta trjám um móa og börð. — Já, ég verð alltaf sveitamaður. — Þegar maður er alinn upp í sveit, þá vara þau áhrif lengi, sem sveitalífið mótar í uppvextinum. — Þú ert alltaf ungur í anda og því spyr ég þig: Hvert er viðhorf þitt til æskunnar? — Æskan er ágæt, Þar er þróttur mikill og hún þarf útrás. En mér finnst æskan of þvinguð. Skólakerfið heldur börnunum of mikið frá hinu starfandi lífi. Þau komast ekki nóg í snertingu við atvinnulífið í umhverfj þeirra. — Ég held að námsskyldari sé of löng. Ég kveð vin minn Huxley og óska honum gæfu og gengis. Ég flyt honum einnig hér kveðju og árnaðaróskir okkar Faxafélaga, og um leið þökkum við þeim hjónum marga ánægjulega Faxafundi á heimili þeirra. Ragnar GuSleifsson F A X I — 23

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.