Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1975, Blaðsíða 12

Faxi - 01.03.1975, Blaðsíða 12
LITLI LESANDINN umsjón. a.m. Arabella prinsessa átti meira af kórónum, hringum, hálsfestum, brjóstnálum og eyrnalokkum en nokkur kona hefði getað borið. .,Sönn prinsessa lítur alltaf rík- mannlega og konunglega út“, hafði gamla fóstra hennar sagt henni, þeg- ar hún var mjög lítil. var hún þreytt og leið, syfjuleg og niðurlút. Foreldrar Arabellu prinsessu höfðu boðið hverjum þeim, sem gæti lækn- að dóttur þeirra af iasleika hennar, mikla peninga, gull og gimsteina. Og margir höfðu reynt. Allt frá „gaidra- manninum mikla“, sem sauð seyði af illgresi, til bóndastráks, sem skrifaði undarlega stafi i sandinn um miðnætti og söng undarlega söngva fram í dög- un. En engum hafði tekist að leysa vandann. Svo Arabella prinsessa gengdi skyldum sinum og fór eftir ölium siðum og reglum konungdóms- ins, en á hverju kvöldi var hún þreytt og leið. blómin saman í keðjur eins og síkn- andi gimsteina. Hún hætti ekki fyrr en hún var rík af gersemum garðsins og konungleg af skrauti jarðarinnar. Hún reis loks upp og sneri til hallarinnar aftur. — Hvílík undur. Hún var ekki lengur þreytt og leið. Ekki niðurlút og syf juleg. Þess í stað var hún ijómandi, frjáls og fögur. Hún dansaði á grasinu eins og litill sólargeisli, og hún sveif um eins og skýhnoðri. ,,'Ég hef fundið hvað að mér var,“ hló hún. „Gullið mitt og silfrið var of þungt. Perlurnar og demantarnir voru að sliga mig.“ Og hún gekk inn í höllina há, bein og upprétt — eins og sönn prinsessa. Sönn prinsessa Hún mundi alltaf eftir þessum orð- um og þess vegna safnaði hún skart- gripum eins og aðrar söfnuðu frí- merkjum, steinum eða mynt. Allir skartgripirnir voru búnir til úr gulli, siifri og dýrmætum steinum, og þeir voru geymdir í sérstakri hveifingu í miðri höllinni. Á hverjum morgni fór sérstakur þjónn niður í þessa sérstöku hvelfingu með sérstakan lykil, með langan lista yfir það, sem prinsessan ætlaði að bera þann daginn. Með því að snúa iyklinum á sérstakan hátt komst hann inn í hvelfinguna og náði í gimstein- ana, sem prinsessan óskaði eftr. Sið- an klæddi prinsessan sig í silkikjól, setti á sig satínsiá og fór í útsaumaða skó. Síðan setti hún á sig kórónuna, armböndin, eyrnalokkana, orðurnar, hálsmenin, hringana og allt hitt skrautið, sem hún hafði valið sér. Þið haldið kannski að Arabella prinsessa hafi verið ríkasta, fallegasta og hamingjusamasta prinsessa í heimi? En það var hún ekki. Hún var mjög döpur. Hvert sem hún fór Og ekki gekk það betur daginn, sem prinsinn af Aragon kom til að biðja hennar. Það var daginn, sem hinn sérstaki þjónn með sérstaka lykilinn að hvelf- ingunni hvarf algerlega, — með lyk- ilinn auðvitað. „Hvernig get ég litið ríkmannlega út án gimsteinanna?" hrópaði Ara- bella. „Hvernig get ég litið konung- lega út án skartgripanna?" „Hvernig get ég litið út sem sönn prinsessa án kórónu?“ og hún grét og snökkti. Hún var enn að gráta og snökkta þegar trumburnar tilkynntu komu prinsins. „Hvað get ég gert?“ hrópaði prins- essan, þegar hún ieit á sjálfa sig í speglinum. Hún sá rauð augu, tár- stokknar kinnar og úfið hár. Hún flúði langt út í hallargarðinn til þess að gráta meðal blómanna. En þá kom henni ráð í hug. „Ég gæti búið til armbönd úr baldursbrá. Ég gæti búið tii hálsfesti úr liljum og ég gæti hnýtt krans úr rósunum." Arabella hófst handa. Hún hnýtti 28 — F A X I SETTUR í STEININN Framhald af bls. 19 ist verkíallið að lokum, og olíufélag, sem NAFTA hét, stofnað af Einari 01- geirssyni, hlutafélag sem seldi bensín, rússneskt, fékk gjaldeyri, sem þeim hafði oft gengið treglega að fá. NAFTA tók jafnfaramt á sig tvo aurana, hækk- aði ekki bensínið, — en það vildu ekki aðrir seljendur eldsneytisins gera. Sam- þykkt var á Hreyfli, að hver bifreiða- eigandi skyldi kaupa vissan skammt af bensíni hjá NAFTA, til þsss að þeir gætu haldið áfram sinni sölu, en olíufélögin, sem áttu bæði BSR og BSÍ, sóttu fast að verslað væri áfram við þá og settu meira að segja njósnara í næsta hús við NAFTA-stöðina, til þess að fylgjast með því hverjir tækju bensín þar. Úr þessu reis mikið mál, sem lauk þannig, að bifreiðaeigendum var frjálst að kaupa bensín, hvar sem þeir vildu — og NAFTA lagðist niður.“ Fengu ekki laun sín greidd svo vikum skipti „Ólgan var mikil í verkalýðshreyfing- unni í þá daga og ekki síðri í Hreyfli, en öðrum launþegasamtökum. Ég hef ávallt látið mig félagsmál nokkru skipta og blandaðist í baráttuna, komst í stjórn á öðrum fundi sem ég sat, en seinna varð ég formaður og gengdi því í tvö ár, frá 1938 til 1940, að ég flutti suður aftur, nákvæmlega þann 10. maí 1940, daginn sem bretarnir komu. Þótt ég væri fyrst og í samtökum bifreiðastjóra, var ég ávallt skráður í verkalýðsfélagi en skipti mér lítið af þeirra málum, enda í nógu að snúast hjá okkur bifreiðastjórunum, þar sem við áttum í talsverðri baráttu, eins og sem dæmi má nefna fyrsta verk- fallið hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, árið 1939. Framkvæmdastjóri þeirra var Ólafur Þorgrimsson, lögfræðingur, en þeir bræðurnir úr Laugarnesinu, voru þeir sem stofnuðu SVR, sem hlutafélag. Reksturinn gekk illa og þegar rak að því að ökumenn fengu ekki laun sín greidd svo vikum skipti, vagnarnir í aigerri niðurníðslu, svo þeir voru naum- ast ökufærir, var farið í vekfall, í mót- mælaskyni Verkfallið stóð í nokkra daga, svo ferðir lágu niðri. Ólafur gat ekki ráðið fram úr vandanum, svo Egill Vilhjálmsson tók að sér að reka félagið, sem hann átti reyndar stóran hlut í. Gerðist framkvæmdastjóri, kippti fjár- hagnum í lag — galt hverjum sitt og lét lagfæra vagnana. Egill rak SVR síð- an í nokkur ár, eða þar til bærinn keypti fyrirtækið. Egill var maður vandur að virðingu sinni og góður samskiptis, fjár- liagslega stæltur, enda innflytjandi og verkstæðiseigandi.“ !<aup verkamanna átti að lækka um krónu. „SVR, voru ekki einu aðilarnir sem við áttum í erjum við. Steindór var þrár og svo ferðaskrifstofurnar í bænum, vegna ferðamannakeyrslunnar. Steindór sölsaði hana alla undir sig, en við mátt- um aðeins hirða þá mola sem hrukku af hans borðum. Okkur þótti það illt hlut- hlutskipti, og þegar Fcrðaskrifstofa rik- isins tók til starfa og hann Kvaran, hvað hét hann nú aftur, — Ragnar, varð framkvæmdastjóri, tókst okkur okkur að fá helminginn af ferðamanna- akstrinum, já svona gekk þetta til í þá daga, og maður flæktist víðar í barátt- unni, kannski meira af tilviljun," segir Hjörtur, og verður kímileitur og segir ckkert um stund, en heldur síðan áfam, „ég veit ekki hvort rétt er að rifja þetta allt saman upp, en ég lenti í einum slagnum sem blossaði upp vcgna bæjar- stjórnarfundar árið 1932. Jakob Möller bar fram tillögu um kauplækkun verka- manna í Reykjavík, um eina krónu. Verkamönnum þótti koma úr hörðustu átt að Jakob, eftirlitsmaður allra banka á íslandi, sem hann kom aldrei í, skyldi vera látinn bera fram tillögu um kaup- skerðingu í atvinnubótavinnunni. Menn stormuðu á fundinn, reiðin sauð niðri í þeim og til átaka kom. Ég hygg að þarna hafi verið á ferðinni bæði Dags- brún og kommúnistaflokkurinn, sem þá hafði verið stofnaður Líklega hafa hinir róttækustu skorið upp herörina. Allt fór í bál og brand.“ Lögreglan afvopnuð — nokkrir limlestir „Við fylltum fundarhúsið og ákveðið var að hleypa bæjarstjórnarmönnum ekki út nema kauplækkunartillagan yrði dregin til baka, en þá var gripið til þess að hleypa þeim út um bakdyrnar og þá hófust slagsmálin, all grimmileg, á milli okkar annars vegar og hvítliða og lög- reglu hins vegar. Bardaginn var ekkert skipulagður, þótt sumir hafi ætlað svo, allt af handahófi. Samt var lögreglan algerlega afvopnuð og einhverjir lim- lestust, þar á meðal einn kunningi minn. Mitt framlag til slagsins var ákaflega lítið, en eigi að síður var ég handtekinn nokkru seinna ásamt fleirum. íhaldið í Reykjavík var orðið hrætt um að komm- únistarnir ætluðu að hrifsa til sín völd- in og taka stjórn bæjarins í sínar hend- ur.“ í varðhaldsvist upp á vatn og brauð „Eftir handtökuna gekk hægt að fá dómara í málið, uns Ólafur Þorgríms- son, sem ég seinna átti í erjum við hjá SVR, gekkst inn á að vera setudómari. Ég var tekinn fyrstur, — fullyrt að ég hefði gert tilraun til að lemja einn bæj- arfulltrúann, — og dæmdur til varð- haldsvistar upp á vatn og brauð, ásamt nokkrum öðrum, þar á meðal Einar Ol- geirssyni, Stefáni Péturssyni, Jens Figg- ved, framkvæmdastjóra KRON, og Indí- önu Garibaldadóttur frá Siglufirði. Tugt- húsvist er kannski ekki til að bæta monnorðið, en okkur hlotnaðist samt viss heiður. Við vorum nefnilega þau seinustu á íslandi, sem látin voru sitja í fangelsi upp á VATN og BRAUÐ. Lögin voru afnumin litlu síðar, en við vorum fundin sek og dæmd, — fengum frá eins til þriggja mánaða fangelsis- dóm, skilorðsbundið. Engu okkar varð hált á braut laganna, og sluppum við því við fangelsi, en ástæðan til þess að við sátum inni upp á vatn og brauð var sú, að við höfðum neitað að svara nokkrum spurningum.“ Safnað meðal fátækra — handa fátækum Árin sem Hjörtur dvelur í Reykjavík eru einna svörtustu ár þessarar aldar, kreppuárin, eða atvinnuleysi og fátækt, sem hann kynntist að sjálfsögðu. „Gegnum félagsstafið kynntist ég sár- ustu fátæktinni; það tók á sálina. Ég var í ASV, — alþjóðasamhjálp verka- lýðsins, sem stofnuð voru í kreppunni. Atvinnuástandið var hörmulegt, menn gengu mánuðum saman atvinnulausir, fólk átti ekki fyrir mat og húsakynnin léleg, en við gátum bætt ástandið. Reynt var að safna handa fólkinu, en við feng- um ekki miklu áorkað, vorum í rauninni að safna fé meðal fátækra, handa öðr- um fátækari. Mörgu ágætu og fórnfúsu fólki kynntist ég sem lagði sig mjög fram í samtökunum, svo sem Jakob Gíslason, raforkumálastjóra, sem var formaður samtakanna hér á landi, Hall- F A X I — 29

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.