Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 2

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 2
SÍRA BJÖRN Á FÖRUM Otal heillaóskir íylgja síra Birni og Sjöfo konn hans Séra Björn Jónsson og fjölskylda hans mun flytja til Akraness um næstu mánaðamót. Með glæsibrag sigraði hann í prestkosningum, er þar fóru fram í vetur. Við, sem höfum haft mikil og góð kynni af honum og starfi hans hér, fögnuðum kosninganiðurstöðum inni- legsa með þeim hjónum. Úrslitin voru staðfesting á þeirri vissu okkar að séra Björn er úrvals prestur og ágætis mað- ur, sem á auðvelt með að nálgast fólk á öllum aldri, á auðvelt með að skilja hinar ólíkustu skapgerðir manna og er hlaðinn vilja til að verða öllum að liði. Þá hefur séra Björn enn einn þann eig- inleika, sem íslendingar hafa kunnað vel að meta fram til þessa, en það er óvenjumikil starfsorka. Flestum okkar er til þekkjum er það ráðgáta hvernig hann kemst yfir að leysa alla þá vinnu af höndum er hann framkvæmir. Ekki ætla ég að tíunda mikið nánar um störf séra Björns hér, en get þó ekki látið hjá líða að þakka honum sérstak- lega fyrir hönd unga fólksins, — varð- andi Keflvíkinga og Njarðvíkinga, á hverjum tíma — öll þau ár sem hann hefur þjónað hér. Það hefur jafnvel ekki þurft foreldra til að sjá, hversu mjög hann hefur lagt sig fram um að opna börnum og unglingum sýn til réttr- ar áttar og varða þeim veginn til mann- dóms og farsældar. Akurnesingar hafa vafalítið haft nokkur kynni af prestin- um okkar og hans miklu viðleitni til mannbætandi og hvetjandi áhrifa á æsk- una — já, þeir vissu hvað þeir voru að gera er þeir gáfu séra Birni atkvæði sitt. Öll félög, ungra sem aldina, er starfa á kristilegum bræðralagsgrundvelli með almenningsheill í huga og að markmiði, eiga vissan stuðning og atorku séra Björns. Kornungur, nýkominn frá lokapróf; í prestaskólanum, kom hann hingað og sótti um Keflavíkurprestakall ásamt þremur öðrum ágætis prestum. Hann kom með myndarlegan kosningasigur frá þeirri drengilegu keppni, aðeins 2i ára gamall. í 23 ár hefur hann þjónað prestakallinu og helst hefðum við kos- ið að hann hefði verið áfram leiðtogi safnaðarins í næstu 23 ár, en þá hefði hann náð þeim aldri, sem gert er ráð fyrir að ríkisstarfsmenn hætti störfum þ.e.a.s. orðið 70 ára. Ástæða fyrir ákvörðun hans um stöðuskipti er mér ekki kunn — nema ef vera kynni ofþjökun í vinnu, sem hann hafi átt erfit með að sneiða frá sér, Það skiptir heldur ekki máli — hinsvegar ánægjulegt að óskir hans náðu fram að ganga. Ótal heillaóskir fylgja séra Birni, Sjöfn konu hans og börnum þeirra til Akraness. Þar tekur hann við prests- skap af tengdaföður sinum séra Jóni M. Guðjónssyni, sem hefur áunnið sér ást- sæld og virðingu Skagamanna og reynd- ar víðar, — orðið landskunnur fyrir störf sín í þágu slysavarna og grunn- lagningu og uppbyggingu stórmerks byggðasafns að Görðum. Það er von mín og trú, að það megi verða þeim báðum til blessunar, bæði fráfarandi og viðtakandi presti, að svona skyldi til takast um prestsval þeirra Akurnesinga. Að lokum vil ég fyrir hönd blaðsins FAXA þakka honum fyrir allar jóla- hugvekjurnar og annað það efni, sem hann hefur lagt blaðinu til á umliðnum árum, og við væntum þess að fá frá honum efni til birtingar í blaðinu öðru hverju. Jón Tómasson. Nýr prestur Keflvíkinga Sunnudaginn 9. mars s.l. var Ólafur Oddur Jónsson, cand. theol. kosinn prest- ur í Keflavíkurprestakalli. Kosningin var lögmæt. Atkvæði greiddu 1699, 9 seðlar voru auðir og 2 ógildir. Á kjör- skrá voru 3311. Ólafur Oddur var vígður af biskupi íslands, Sigurbirni Einarssyni, á skír- dag, 27. mars s.l. Fór vígslan rafm í Séra Ólafur Oddur Jónsson, kona hans Edda Björk Bogadóttir og sonur þeirra Birgir örn. Dómkirkjunni í Reykjavík. 50 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.