Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 6

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 6
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavik Kitstjóri: Magnús Gislason lílaðstjóm: Jón Tómasson, Kristján Guð- laugsson, Ragnar Guðleifsson Auglýsingastjóri: Ágúst Matthíasson Seitning, umbrot og offsetprentun: Setjarinn hf. og Fjarðarprent Fleira er skaðlegt lífríkinu en mengun Daglega hljóma fyrir eyrum manns, í útvarpi og sjónvarpi, orðið m e n g u n. Við lesum um mengun í dagblöðunum og þá hafa samtökin Landvernd ekki látið sitt eftir liggja að kynna okkur hvað felast í orðinu m en g u n . En svo segir í inngangi fyrsta rits samtakanna: „Mengun var skýrgreind með margs- konar orðalagi, en aðalinntakið var þó það, að mengun væri öll blöndun efna eða orku í umhverfið, sem hefði í för með sér skaðvænleg áhrif eða óþægindi fyryir lífríkið eða einhverja hluta þess.“ Að sjálfsögðu erum við öll á einu máli um það, að forðast beri blöndun slíkra efna í umhverfið, sem hafa skaðvænleg áhrif á lífríkið. En fleira er lífríkinu skaðlegt. Fyrir nokkru hlustaði ég á þingmann, sem gerði grein fyrir neikvæðri afstöðu sinnj til byggingar málmblendiverksmiðju við Hvalfjörð. Varð niðurstaða hans sú, að úrgangsefni verksmiðjunnar mundi spilla lífríki Hvalfjarðar og þar með lífríki Faxaflóa, en þar ættu margir nytjafisktegundir uppeldisstöðvar sínar. Ég hefi eðlilega ekki næga þekkingu á þessum málum, en mér segir svo hugur um, að við ættum að fara varlega í þessum efnum, því reynist verksmiðjan mengunarvaldur, er illa farið lífríki umhverfis hannar, og er hætt við, að úr því verði aldrei bætt. Rétt er það, að uppeldisstöðvar ýmissa fisktegunda eru í Faxaflóa. En þær eru víðar. Þorskurinn hrygnir við suður- og vesturströndina og einnig nokkuð við norðurströndina. En mest mun hrygningin vera á svæðinu milli Dyrhóla- eyjar og Reykjaness. Þorskseiðin berast með straumi sjávar og með vindi. Með Golfstraumnum berast bau norður með vesturströndinni og austur með norðurströndinni. Nú er okkur sagt, að þorskurinn verði kynþroska þega hann hefur náð vissri stærð, eða um 70 cm. lengd. Staðreynd er að vöxtur þorskins er mjög mishraður kringum landið og veldur þar mestu um hitastig sjávar. Stærstur er þorskurinn við Suðurland en smæstur við Norður- og Austurland. Þessu til skýringar er nefnt dæmi, að þriggja ára þorskur veiddur í Faxaflóa var 62 cm. á lengd eða 2100 grömm á þyngd, en jaíngamall þorskur veiddur í Reyðarfirði var aðeins 39 cm. á lengd eða 580 grömm á þyngd. Þar sem kynþroski fiskjar er háður stærðinni, verður fiskurinn sem elzt upp við norður- og austurströndina miklu seinna kynþroska en sá við suðurströndina. í þessu felst skýringin á því hve mikið er um smáan fisk við Norðurland og Austfirði. Um langan aldur voru fiskveiðar mjög takmarkaðar á þessum slóðum á vetrarvertíð, og allt fram yfir stríðslokin síðustu voru vélbátar frá þessum landshlutum gerðir út frá verstöðvunum við Faxaflóa á vetrum. En á vor'n og sumrin voru þorskveiðar stundaðar þar að nokkru með línu og handfærum Á þessu hefup orðið breyting á síðustu áratugum, en sú breyting varð mest á allra síðustu árum með tilkomu skuttogaranna á svo að segja hverja höfn á Norðurlandi og Austfjörðum. Flestir þessara togara veiða sinn afla á heimamiðum eða sem næst þeim. Það er vitað, að á þennan hátt er ókynþroska fiski mokað upp í hundraða tonna- tsli, — en um þetta er lítið talað og minna skrifað. Þó hefur fiskifræðingur varað við þessu smáfiskadrápi. Framhald á bls. 63 KYNNING Á SVEITARSTJÓRNARMÖNNUM Á SUÐURNESJUM Alfreð Alfreðsson, sveitarstjórj í Miðneshreppi er fæddur á ísafirði, 5. júlí árið 1933. Foreldrar: Lauf- ey Maríasdóttir og Alfreð Georgs- son lyf jafræðingur. Ólst upp á ísa- firði, lauk gagnfræðanámi þar og stundaði nám við Verslunarskóla íslands og útskrifaðist þaðan árið 1953. Starfaði semskrifstofumaður á Keflavíkurflugvelli um eins árs skeið, réðst í þjónustu Útvegs- banka íslands á ísafirði árið 1954 og starfaði þar til ársins 1962. Fluttist þ átil Njarðvíkur og vann skrifstofustörf á Keflavíkurflug- velli uns hann var ráðinn sveitar- stjóri í Miðneshreppi 12. sept. 1966 og hefur gegnt því síðan. Kvæntur er Alfreð Maríu Frímannsdóttur og eiga þau fjögur börn. ÁRIMAO HEILLA Kjartan Ólafsson, Keflavík, var 85 ára 3. apríl. 54 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.