Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 10

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 10
Rætt við Ófeig J. Ófeigsson lækni — 2. hluti. (I seinasta tölublaði FAXA ræddum við Eyþór við dr. Ófeig J. Ófeigsson um fólk- vanginn sem hann telur að Suðurnesjamenn eigi að vinna að við Leiruvötn á Berginu. Eins og fram kom í viðtalinu. hefur dr, Ófeigur ávallt sýnt gróður- og landverndar- málum Suðurnesja einskæran áhuga, bæði ,i orði og verki, og í þessum hluta komum við einmitt inn á þann þátt, ásamt því sem hann miðlar okkur svolítið af fróðleiksforða sínum um bernskustöðvar sínar í Leirunni og mannlífið þar.) Samræður okkar snúast aftur að skóg og grasrækt á Suðurnesjum og Eyþór rífjar upp ýmislegt í þeim efnum, þar á meðal kemur í ljós að dr. Ófeigur er einn af stofnendum Skógræktarfélags Suðurnesja og fyrsti formaður þess. Eyþór minnist einnig á erindi sem dr. Ófeigur fluttj á fundi hjá félagi Suður- nesjamanna íReykjavík og birtist seinna í aprílblaði FAXA árið 1952. „Þegar ég minnist á greinina í FAXA við þig fyrir nokkrum dögum,“ segir Eyþór, ,,og þakkaði þér fyrir lofsvert framtak, Ófeigur, þá sagðir þú að árangurinn væri lítill, en þar er ég ekki sammála. Árið sem þú ritaðir greinina var fátt um frágengnar lóðir í kringum hús á Suðurnesjum, en skrif þín vöktu menn til meðvitundar um að hægt væri að rækta og fegra í kringum híbýli sín Myndin sem prýddi forsíðu seinasta tbl., — var tekin við Leiruvötnin — og þar sem texti fylgdi ekki myndinni birtum við hana aftur í smækkaðri mynd. Frumherji trjáræktar á Suðurnesjum Plöntur í poka, á milli bæja Kvæði og kartöflurækt, - í Leirunni með grasi og trjám. Úti í auðninni hefur hins vegar hægt þokast í aldarfjórðung- inn sem liðinn er og því sýnist mér, að FAXA-greinin eigi því erindi til okkar Suðurnesjamanna í dag, og raunar allra íslendinga.“ Vildi láta girða Reykjanesskagann, til að verjast ágangi sauðfjár ,,Satt er það,“ segir dr. Ófeigur, ,,að mér finnst lítið hafa áunnist í ræktunar- og gróðurverndarbaráttunni og Suður- nesjamannafélagið í Reykjavík hefur verið áhrifalítið seinni árin, en það er nú önnur saga. Þegar Heiðmörkin var girt og reyndar fleira, var mikið um það skrifað í blöðin. Ég fór fór þá með áðurnefnda grein til eins ritstjóra dag- blaðs í Reykjavík og innti hann eftir því hvort ekki væri rétt að birta grein- ina, þótt hún væri ekki alveg nýrituð, en þar kom fram, að betra væri að hætta við að girða viss svæði. Mun minni kostnaður væri og árangursríkara að girða þvert yfir Reykjanesið, þannig að höfuðborgin lenti innan girðingar og þá þyrfti varla að kvarta undan ágangi búfjár um úthverfi bæjarins eftir það. Ritstjórinn tók vel í erindið, en vildi breyta allri greininni, en það tók ég ekki í mál, vegna þess að hún var málefnaleg og stóð fyrir sínu á þeim tíma og gerir enn, að miklu leyti. Mín skoðun stendur óhögguð, að það er smásálarháttur að girða bletti af skaganum. Það minnir á söguna um manninn sem átti hund sem honum þóttj afskaplega vænt um; vildi ekki meiða á nokkurn hátt, en þó endi- lega stytta á honum rófuna. Fyrst hjó hann pínulítið aftan af rófunni, en var ekki ánægður, og hjó því í annað sinn og það þriðja sinn, að honum fannst hún mátulega löng.“ Ræktum landið með ánægjuna eina yfir verkinu Til að svala ræktunarþorsta sínum hafði dr. Ófeigur svolitla gróðrarstöð út 58 — F A X

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.