Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 13

Faxi - 01.05.1975, Blaðsíða 13
Léleg aflabrögð. Sérlega léleg aflabrögð og risjótt tíðarfar hafa hrjáð aðalatvinnuveg okkar Suður- nesjamanna það sem af er þessari vertíð. Gamlir og gætnir aflamenn óttast að svo mjög sé þjarmað að fiskistofnunum á mið- unum að ekki verði langt að bíða þess að útgerð leggist hér að mestu niður, a.m.k. í þeirri mynd sem hún hefur verið áratugum og jafnvel öldum saman. Grípa þarf í taumana áður en svo illa hefur farið að ekki fáist. bein úr sjó með eðlilegum hætti. Tvö hundr- úð mílur — og ekkert minna — ásamt ströngu eftirliti og skipulagi á nýtingu hverar fermílu af þvi svæði fyrir íslensk fiskiskip. Tóma tunnu — vantar síld heyrist nú ekki lengur kallað á islenskri grundu. öll sildarplön eru hljóð og yfir- gefin meira að segja verður að flytja inn síld eða aðra beitu ef lína er beitt fyrir bann gula. Af hverju er það svo? Síldin hvarf af miðunum fyrir ofveiði. Hún var miskunnarlaust drepin hvar sem til hennar báðist, henni voru ekki gefin grið til að hryggna, svo að stofninn hlaut að láta und- ar> — bresta undan rányrkju og skipulags- leysi. A,gjört bann Við að veiða síldina var svo örþrifaráðið hegar loks opnuðust augu ráðamanna fyrir bvi, að kannski voru aðeins nokkur þúsund síldar enn lifandi við strendur landsins, sem e-t.v. tækist að fæða af sér nýja nytja- stofna af sild, verðandi sjómönnum og út- gerðnrmönnum til lífsviðurværis þegar fram hða stundir. |,;r þorskur og ýsa að ganga til þurðar á sama hátt? Hvað rhá þá til varnar verða sóma islenskum sjávarútvegi og sjómannastétt, sem við höf- um verið stolt af? Verður farið að rækta uytjafiska í vötnum, fjörðum og flóum? Eða verða einhverjar fisktegundir hýstar eins Og ær og kýr? — Þá kynni nú að hýrna yfir landbúnaðinum og landeigendum! En afltergðan er alvörumál, sem verður að taka til. með- ferðar og samhæfrar endurskoðunar nú hegar. Við höfum fengið fyrstu aðvörun með uiðurbroti síldarstofnsins, og höfum ekki ráð á að láta söguna endurtaka sig með aðra nytjafiska. „Fiskur undir steini". Það var seinheppni yfir „snillingunum" tveimur, sem tóku sér fyrir hendur að ófrægja Grindvikinga í sjónvarpinu fyrir fádæma vinnusemi og atorku þeirra á liðn- um árum. Grindavík hefur sennilega oftar en nokkurt annað sveitafrélag í landinu verið með hæstar meðalárstekjur, þess vegna lagt hlutfallslega mest til aðstoðar við þurf- andi námsmenn og snillinga af ýmsu tagi. Seinheppni „snillinganna" liggur í nafngiftinni á sköpunarverki þerra — og þetta sköpunarverk mun lofa meistarana (snillingana) að verðleikum til eilífðar! Þeir hafa sjáanlega ekki hugmynd um hvað fiskur og vinna þýðir fyrir íslenskt þjóðlíf. Sjálfsagt er söguleg þekking þeirra ámóta hafa ekki hugmynd um að dr. Bjarni Sæmundsson, viðkunnasti fiskifræð- ingur okkar var borinn og barnfæddur — alinn upp i Grindavík. Fjölsóttasta sýning sem sögur fara af er nýlokið að Kjar- valsstöðum i Reykjavík. Það er listmuna- sýning Steinunnar Marteinsdóttur. Ástæðan fyrir met-aðsókn á sýningu þessa liggur vafalaust í því hversu fjölskrúðug sýningin var. Leirker, leirmyndir eða leirverk voru þarna af ólíkustu gerðum og stærðum ásamt teikningum og blandaðri tækni. Handbragð- ið og listgerðin var slik, að þarna fundu allir eitthvað að sinu geðj — jafnvel ströng- ustu listdómarar, sem voru þó greinilega smá fýldir, væntanlega af því að Steinunn notaði Kjarvalsstaði, viðurkenndu smekk- vísi og listgáfu hennar. Það sem þeir töldu helst vera miður var fjöldi sýningarmuna (voru alls 437) og það að „ókunstneraður" skaðandi hafði þar margt til að gleðja aug- að. Steinunn IMurteinsdóttir er dótturdóttir dr. Bjarna Sæmundssonar frá Járngerðarstöðum í Grindavik — dóttir Kristinar Bjarnadóttur, bókavarðar og Mar- teins heitins Guðmundssonar fá Merkinesi í Höfnum, sem var landskunnur myndskeri. Ég vona að margir Suðurnesjamenn hafi átt þess kost að sjá þessn eftirminnílegu sýn- ingu. Við megum vera stoltir af framtaki og getu Steinunnar. Anna S. Björnsdóttir sýndi hér i iðnaðarmannasalnum i vetur Grafik myndir. Þetta var nýstárleg og skemmtileg sýning sem var all-vel sótt. Grafík er litið þekkt hér á landi, en nýtur mjög vaxandi skilnings og áhuga. Anna Sigriður er fjölhæf listakona — hljómlistin vegur þar salt við myndlist af ýmsri gerð. Nú hefur hún gerst boðberi Graf-listarinnar og ferðast vítt um landið með sýningu sina. Við Suðurnesjamenn þökkum henni fyrir komuna hingað og óskum henni velfarnaðar og góðs gengis á sýningarferð hennar. Hún á það sammerkt með Steinunni að eiga rætur hingað suður. Foreldrar hennar voru Björn Þorgrímsson og Marta Jónsdóttir, sem öllum lesendum FAXA er gamal- og góðkunn fyrir mikið framlag á síður FAXA meðan henni entist aldur. (iO ÁBA AFMÆLI Minningargjafir, sem kirkjunni hafa borist nú síðustu daga i tilefni 60 ára afmælisins: Minningargjöf frá ónefndum gefanda til minningar um hjónin Gísla Sigurðsson og Margréti Ragnheiði Jónsdóttur kr. 10.000. Minningargjöf frá Elínborgu Eggertsdótt- ur kr. 400. Minningargjöf frá Mörtu Teitsdóttur til minningar um foreldra hennar Vilborgu líalldórsdóttur og Teit Þorsteinsson kr. 10.000. Minningargjöf frá Önnu Helgadóttur til minningar um foreldra hennar Sigriði Guðnadóttur og Helga Jensson kr. 10.000. Þá hefur borist gjöf frá aldraðri konu kr. 5.000 og frá Kristni Jónssyni kr. 5.000. Hátiðahökull frá bæjarstjórn Keflavíkur, og mynd af Friðrik Þorsteinssyni organista við orgelið í kirkjunni frá Ölafi Þorsteins- syni, en hann var organisti við Keflavíkur- kirkju frá 1918-1964. GUÐMUNDUK SNÆLAND, hinn þekkti munnhörpuleikari, hefur undanfarnar vikur undanfarnar vikur dvalið í Sjúkrahúsi í Keflavík. Hann hringdi til blaðsins og bað það flytja sínar innilcgustu árnarar og sum- aróskir til starfsfólks og vistmanna 5 sjúkra- húsinu og Elliheimilinu Hlévangi, einnig til lögreglunnar í Keflavík, — svo og til allra vina til sjós og lands. FOBSÍÐUMVNDIN af síra Birni Jónssyni er tekin af Heimi Stígssyni — en hann lét okk- ur hana i té endurgjaldslaust, eins og hann hefur ávallt gert, — bæði til FAXA og eins Fermingarbarnablaðsins, frá útkomu þess. 15 ^mfíechlegt sumaf VERZLUNAR MANNAFÉLAG- SUÐURNESJA F A X I 61

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.