Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 3

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 3
UPP fjölbreyttri málverkasýningu. Mátti þar sjá m.a. málverk í eigu Keflavíkur- bæjar, en bærinn á stórt og veglegt lista- safn. Þá var þar sérstök deild með mál- verkum þekktustu listamanna þjóðar- innar í eigu Keflvíkinga og önnur deild sem eingöngu var helguð Keflvískum málurum. Þá var keramiksýning og fleira af haglega gerðum hlutum. Að lokum þágu gestir veitingar og bæjarstjórinn, Jóhann Einvarðsson, á- varpaði forsetahjónin og færði þeim gjafir til minningar um komuna til Keflavíkur Forsetinn ávarpaði gesti og lét þess getið m.a. að hann hefði búist við góðu af Keflvíkingum, en ekki slíku afreki sem þessi sýning væri. En Keflavíkurhátíðin ’74 var ekki ein- göngu sýningar. Á laugardagskvöldið 1. júní var hátíðarsamkoma í Félagsbíói með þátttöku Lúðrasveitar Keflavíkur, Karlakórs Keflavíkur, Kvennakórs Suð- urnesja, Strengjasveitar Tónlistarskól- ans í Keflavík og Leikfélags Keflavíkur. Hátíðaræðu flutti Ragnar Guðleifsson og Hilmar Jónsson las upp. Þegar hér er komið sögu, er fyrsta degi þessara hátíðahalda að ljúka og aðeins hefur verið dregin upp heildar- mynd þess sem gerðist. Mikill fjöldi kom, sá og heyrði þennan dag og út- varpið helgaði fréttaauka sinn um kvöld ið hátíðinni, m.a. með viðtali við Lúðvík Jónsson og Jóhann Einvarðsson. Sjón- varpið tók við sér daginn eftir og sum dagblöðin gerðu hátíðinni góð skil í máli og myndum. Skipulagðar voru hópferðir utan af landi í heimsókn, m. a. þing- ntannaheimsókn og boðuð koma á sænsk- um hóp frá vinabæ Keflavíkur í Svíþjóð. Af öðrum helstu atburðum þessarar viku, auk þess að sýningar voru opnar má nefna málverkasýningu í Iðnaðar- mannasalnum hjá Áka Granz og Bene- dikt Gunnarssyni, endurtekna hátíðar- dagskrá í Félagsbíó, bókmennta- og tón- iistarkynningu er fór fram í húsnæði Tónlistarskóla Keflavikur, þar sem fram komu 5 rithöfundar með Keflvískt efni °g nemendur Tónlistarskólans flutti tón- verk. Lúðrasveit Keflavíkur lék öðru hvoru við Barnaskólann. Þá fór franr sjó- stangaveiðimót í umsjá veiðifélagsins Sjóstöng og Hestamannafélegið Máni var með mót á Mánagrund. Lokadagur- lnn, sem var 9. júní, sjómannasunnu- dagur, var að sjálfsögðu helgaður sjó- mönnum, undir stjórn Sjómannadags- ráðs, en kl. 20 um kvöldið var sýningum lokað, fánar dregnir niður og hátíðinni slitið. Það er samróma álit allra, að þessi hátíð hafi farið fram með miklum ágæt- um og öllum þeim, er að henni stóðu verið til sóma. Margt, sem talið var gleymt og grafið kom í dagsins ljós og ekkert vafamál er að væntanlegt byggða- safn auðgaðist mikið af munum og minj- um, sérstaklega þó myndum og sýning- arkössum vegna sýningardeildar þeirrar er byggðasafnsnefnd stóð að. Mörg fé- lög fengu kipp í sig og gróska kom í þau mörg. Fjölmargir einstaklingar lögðu fram gífurlega vinnu og tíma, án endurgjalds, til að þessi hátíð yrði að raunveruleika og ber að þakka þeim frábært starf. Þá er og rétt að geta þess að sum félög lögðu og fram mikið starf í þágu hátíðarinnar og má þar sérstak- lega nefna Kvenfélag Keflavíkur og Björgunarsveitina Stakk en þeir tóku að sér margvísleg þjónustu og hjálparstörf, auk þess að sjá um öryggisþjónustu á sýningarstöðunum, en þar var saman- komið tugmilljóna verðmæti og margt sem óbætanlegt er. Af öðrum aðilum, sem alveg sérstaklega ber að færa þakk- ir eru Björn Stefánsson, er hafði veg og vanda af málverkasýningunum og Jón Tómasson og Pál Jónsson er sáu um og höfðu alla stjóm á frímerkja- og tækjasýningunni ásamt starfi hins sér- staka pósthúss í Barnaskólanum. Að lokum ber að þakka og ekki síst velvild og frábært samstarf skólastjóra Bama- skólans og starfsliði hans. Sióminjadeild Keflavíkursýningarinnar =l±d Hálfnað r- erFerk þáhafiðer ***$%*& i I- ! JJ • "■"'ffj k Kvll Ml 'ÍIJ sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn F A X I — 7 1

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.