Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 15

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 15
Forvitnllejít Samkvœmt náttúruminjaskrá frá í april s.l., sem gerö er i samræmi viö lög um nátt- úruvernd eru tilgreindir 90 staðir á laundi hér, sem vernda ber. Þrjú svæöi eru i um- dæmi Faxa og skulu þvi tilgreind hér, um- tak, náttúruvemdargildi og æskileg vernd. Fólkvangur á Beykjane*! Hafnarfirði, Garöahreppi, Grindavik og Kópa- vogi. Landsvæöiö nær austan frá fólkvang- inum í Bláfjöllum vestur fyrir Kleifarvatn og suður aö sjó. Stórt landssvæði meö fjöl- breytilegu landslagi. Innan svæöisins eru ýmis náttúrufyrirbrigöi, sem fullrar athygli eru verö, t.d. Búrfell og Búrfellsgjá, Eldberg undir Geitahliö, Sprengigígar i Krísuvík og Krísuvíkurberg. I undirbúningi er stofnun fólkvangs á þessu svæöi. Ósar í Hafnahroppi Fjöröurinn og fjörur allar út aö Höfnum að sunnan og Þórshöfn aö norðan. Land Hafna og Stafness. Mjög hlýr fjöröur. Grunnsævi meÖ sérstöku og gróskumiklu botndýralífi. Fjölbreyttar fjörur. Vetrar- stöövar ýmissa fuglategunda. Forðast ber að valda röskun á lifríki fjaröarins. Fjörur á Garðskaga Fjörur og sjávarfitjar frá Hvalsnesi aö Otskálum. Fjölbreyttur strandgróöur og margs konar fjörur. Lifauöugar sjávartjarn- ir. Mikið fuglalif. ForÖast ber hvers konar jarörask viö og i fjörunum. Mikil ráöatefna um náttúruvernd og umhverfismál var hald- in hér i byrjun mai s.l. Þar voru flutt mörg fróöleg erindi af sérfróöum mönnum um þessi málefni, sem á öld mengunar og gjör- eyðingar fá stööugt dýpri tón i sál hvers hugsandi manns. Jafnvel brimsorfin strönd- in, bunkuö þara og þangi — flæöarmáliö kvikt af lifi láös og lagardýra og litlu ofar syngur lóan ó móabaröi. Já, mörg tilbrigði og litbrigöi nóttúrunnar kringum okkur hafa fölnaö viö skin lifsgæði týrunnar. Allt I elnu er friðsæla fjörulóniö horfiö, sendlingar og seiöi flúin undan ollubrók og plast skrimsl- um. Þar sem áöur var söngur og fögnuður vaknandi lífs er nú koldimm tjara — hljóðn- uö, deyjandi náttúra. Það er nokkur nýlunda aö SuÖurnesjamenn séu formenn landssam- taka i iöngreinum. Nú hefur svo brugöiö viö aö a.m.k. þrir Keflvíkingar hafa náö þvi marki. En þaö eru þeir Heimir Stigsson, ljósmyndari, sem kjörinn var formaður Ljósmyndarafélags Is- lands á aðalfundi félagsins I vetur, eftir að hafa verið ritari félagsins í fjögur ár. Félag þetta spannar yfir allt landið og telur milli 40 og 50 félagsmenn. Ragnar EOvaldsson, bakarameistari, var kosinn formaöur Landssambands bakara- meistara, til tveggja ára, á aðalfundi þess s.l. vetur, en áöur hafði hann setið tvö ár i stjórn samtakanna. í sambandinu eru um 60 bakarameistarar, sem allir eru eigendur brauðgerða- og kökugeröarhúsa. Frú Jónina Kristjánsdóttir, var einnig kos- in formaður landssamtaka i haust sem leið, — Bandalags islenzkra leikfélaga. Hún er einnig i stjóm Bandalags áhugamanna um leiklist á Norðurlöndum og hefur þvi oröiö ekkj einungis aö sækja fundi til höfuðborg- arinnar í þágu leiklistarinnar, heldur lika til annarra landa. Auk þess hefur Jónína farið á námskeiö á vgeum Norræna áhuga- mannasambandsins i hinum ýmsu greinum leiklistarinnar, bæöi i Noregi og Danmörku. Sjóatangakappar SÍÖustu helgi i maímánuöi fór fram sjó- stangakeppni á vegum veiðifélagsins Sjó- stöng i Keflavik. Þátttakendur voru alls 34 og reru á 5 bátum. Valdimar Axelsson, Keflavik, varð meÖ mestan afla eða 277,1 kg. Annar var Sveinn Jónsson, Vestmannaeyjum, meö 197,4 kg. Sigurvegari I kvennaflokki var Margrét Helgadóttir, Keflavik, meö 124,4 kg, og fékk jafnframt stærsta fisk mótsins — 12,2 kg ufsa. Margrét er núverandi Evrópumeistarl i greininni. Einar Guðmundsson, Rvik, fékk þyngsta þorskinn 10,1 kg en Jón ÞórÖarson, Rvík, stærsta ýsu 3,2 kg og stærsta stein- bítinn 3,8 kg. „öldungur" Þorbjörg Guðnadóttir, Smáratúni 43, Kefla- vik, lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Hamrahliöarskóla 24. mai s.l. ásamt 33 öör- um öldungum. Hún er því fyrsti „öldungur" Keflavíkur og sennilega Suðurnesja. Þorbjörg hóf nám i september 1972 og hefur því stúdentsnámið tekið hana þrjá vetur. Gagnfræðaprófi lauk hún viÖ Kvenna- skólann i Reykjavik vorið 1965. Siðan hefur hún nær óslitið unnið póst- og símastörf. Hún er gift Gunnari Guðlaugssyni, skip- stjóra, og eiga þau þrjú börn 4—8 ára. Þrátt fyrir fullt starf, sem tilsimakona og heimilisstörf náöi Þorbjörg góöu prófi. Um framtíðina er þaÖ að segja aÖ efnafræðinám freistar — en ekki séð hvenær þaö getur hafist. Framhald á bls. 87 F A X I — 8 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.