Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 16

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 16
Framhald af bls. 79 síður en við erfiOisvinnu í landi, vinnan er fjölbreytt lika og reynir á allan skrokkinn, en ekki bara á einstaka vöðva, eins og m&rg önnur vinna, sjávarloftið er ferskara og saltara en loftið yfir landinu, og þó að erfiði sé í aflahrotum mikið, þá er það ekki slítandi eins og landpuðið, vegna langra hvílda á milli. Og sjóróðrar eru ekki aðeins heilsubætandi heldur einnig sá skóli, sem allir unglingar ættu að ganga á til að fá i sig kjark og kraft sem þeir búa svo að allt sitt líf, þó að ævistarfið verði annað en fiskimennska. Vinnuslysin við fiskimennsk- una vaxa fólki í augum og það er rétt að þau eru alltof tíð. Það verður að ráðast bót á þeim vanda, og það er einnig rétt, að það mega aldrei vera of margir óvaningar á fiskiflotanum, þess vegna er ég þess ekki hvetjandi að hrúga unglingum um borð, þótt vannavandræði steðji að. Það á að lög- bjóða að það sé ekki nema tiltekinn hluti skipshafnar óvaningar Velðisvæðið stórt, en flskibleyðunum fækkar Aðal netaveiðislóðin á vertíðum er á svæð- inu frá Vikurál vestra, miðunum útaf vest- ur og suðurströndinni og austur að Eystra- Horni. Heimilt er að leggja þorskanet, hvar sem er á þessu svæði, nema í sunnan- verðri Breiðabugt og á litlu svæði i Jökul- djúpinu, sem er ætlað línu einvörðungu til 1. apríl og eins er línusvæði á Eldeyjar- bankanum til 20. marz. Sé litið á sjókortin sýnist hér ekki um neina smáræðis fiskislóð að ræða að yfir- ferð og allt er þetta hrygningarslóð en mis- mikil, og hrygningarsvæðin virðast þrengjast árlega nú orðið, með þeim afleiðingum að flotinn hnappast sífellt meira saman í sókn- inni á litlum svæðum. I blaðafrétt úr verstöð einni um péska- leytið i ár, segir fréttaritari blaðsins; „Geysilegur bátafjöldi stundar nú neta- veiðar i og útaf Breiðafirði. Segja sjómenn héðan að sumstaðar megi stima i allt að eina klukkustund án þess að hægt sé að koma neti niður...“ Þegar þetta er ritað höfðu Vestfirðing- arnir, Breiðfirðingarnir og stærri bátar frá Faxaflóahöfnum safnazt saman á þessum miðum við Snæfellsnesið. Siðari hluta vertíð- ar fór svo Faxaflóaflotinn að hnappast saman sunnax í Bugtinni og um mánaðamótin april/mai voru baujumar þama eins og skögur svo langt sem augað eygði. Sömu sögu er að segja af sunnlenzka flot- ahum, að hann safnaðist saman á þremur tiltölulega litlum svæðum. Það er ekkert vafamál að fisksæl netaslóðin þrengist og minnkr frá ári til árs. Hversu mikil er netasóknin? Það er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir netasókninni. Bátafjöldinn er mjög reikandi tala út alla vertíðina og netafjöldi hvers báts einnig á nokkm reiki. Það væri gerlegt að vinna það upp úr löndunarskýrslum úr verstöðvunum hvar bátaflotinn væri að jafnaði á netaveiðum, að minnsta kosti nægjanlega vel til að gera sér grein fyrir netasóknum, en bátafjöldinn segir bara ekki nóg um netasóknina, nema jafnframt væri vitað um netafjölda hvers báts, en það getur orðið bið á nákvæmri vitneskju um það. Hér fyrir nokkrum árum var alltítt aó sumir bátar hefðu svo mörg net í sjó, að þeir komust ekki yfir að draga þau á sólar- hringnum, þó að skipshöfnin nyti hvorki svefns né matar, ef svo má segja, og alltaf væri verið að draga. Menn voru á þessum tíma ekki að tíunda það fyrir einum eða neinum, hvað þeir höfðu mörg neta í sjó. Þó að við vissum neta- fjöldann nú fengist enginn samanburður að gagni við netasóknina á þessum árum. Það- an af siður við enn fjarlægari tima til dæm- is fyrir 1954, það er áður en gerfiefnin komu til sögunnar, svo mikill sem munurinn er á veiðni neta úr gerfiefnum og náttúrulegum efnum. Það verður að vera leyfilegt að haga neta- fjölda hvers báts með einhverju tilliti til afkastagetu skipshafnarinnar. Til hvers væri annars að velja sér góða skipshöfn? Eins verður mönnum að leyfast að láta eitt- hvað af netunum liggja áfram, þegar sýnt er að þau eru steindauð og þá engin ástæða til að drasla þeim öllum inni bátinn, aðeins til að leggja þau aftur, því að það er stað- reynd, að oft, í tregfiski veiðist hlutfalls- lega meira en tveggja nátta net en einnar nátta. Þorskurinn virðist leita heldur meir i net, þar sem fiskur er fyrir. Það er nauðsynlegt að setja ýmsar reglur um fiskveiðarnar, enda er ekki hægt að segja, að það skorti sjálfar reglurnar og fyrirmælin. Það er her manns i landi við að semja slíka lagabálka og þeir fylla orðið þykka bók. En langtum of oft tekst svo til, að það leiðir af sjálfu sér að reglurnar séu meira eða minna brotnar af starfandi fiskimönn- um. Þær koma ekki heim og saman við raunveruleikann i gangi sóknarinnar né það hefðbundna sjónarmið í islenzkri sjósókn að dugnaður fái sem mest að njóta sin. Ég efast sem sé um, að þótt við vissum báta- fjöldann nákvæmlega, að við íengjum út heildarnetafjöldann í sjó, þó að við marg- földuðum bátafjöldann með þeim netafjölda sem hverjum bát væri heimilt að hafa í sjó samkvæmt reglugerðinni. Agizkuð netasókn í vetur 1 tilefni þessarar greinar, taldi ég saman í fljótheitum, bátafjölda i verstöðvunum, sem voru á netaveiðum samkvæmt löndun- arskýrslunum um miðjan april í vetur. Þar sem þetta var flýtisverk hjá mér, gizkaði ég á þann bátafjölda, sem líklegt var að hefðu landað á tveim stöðum yfir skýrslu- timabilið, einkum eru það Faxaflóabátarnir, sem geta komið fram með landanir bæði í heimahöfn og höfnum sunnan Reykjaness á sömu skýrslum. Hjá smærri bátum er skipt- ing milli línu f. botnvörpu og neta mest fyrri hluta vertiðar og aftur í lok vertíðar, en í marz og apríl kemur svo loðnuflotinn inn í dæmið.' Hann kemur mjög misjafnt frá ári til árs inn í netasóknina. Til dæmis miklu fyrr nú í ár en í fyrra. Samkvæmt þessar flausturslegu talningu minni, virtust mér sem 330—340 bátar hefðu stundað neta- veiðar í apríl mánuði. Það er lengi hægt að leika sér með tölur, ef menn gefa sér þær eftir geðþóta, eins og ég geri nú, þegar ég ætla hverjum báti að meðaltali 10 trossur i sjó og 15 net i hverri trossu og margfalda síðan saman þessar tölur. Jafnframt þessu gef ég mér það, að Vestfirðingarnir hafi al- farið verið farnir að sækja á miðin við Snæfellsnes eða i sunnanverðan Breiðafjörð og Austfirðingarnir á Hornafjarðarmiðin vestanverð og veiðisvæði alls flotans þá frá sunnanverðum Breiðafirði austur í Mýra- bugt, sem sé all-miklu minna svæði, en ég miðaði við hér í upphafi vertíðar, það er Víkuráll—Eystrlahorn. Út úr áðurnefndri margföldun kemur, að það hafi verið til jafnaðar 49—51 þús. net í sjó á áðurnefndu svæði um miðjan apríl. Þessar tölur eru að- eins til að gera sér einhverja hugmynd um netasóknina þegar hún er mest og það má alls ekki taka þær bókstaflega. En ef þetta skyldi nú vera svo, að það væru um 50 þús. net til jafnaðar í sjó í eina tvo mánuði á ofangreindu svæði, þá er það engin smá- ræöisnetagirðing. Við þetta bætist svo, að svæðið er mjög misjafnt nýtt, eins og áður segir, mikið af þvi dauður sjór, sem ekkert þýðr að leggja á, og flotinn hnappast því saman á tiltölulega litlum svæðum. Það þarf þvi engan að undra, þótt mörgum hafi reynzt erfitt að koma niður netum sínum á fisk- sælar bleyður Eru þorskanetin skaðleg fiskislóðinni og stofninum? Veiðarfæri, sem liggja kyrr og veiða að- eins þann fisk, sem gengur sjálfkrafa i þau, veiða skiljanlega siður upp fisk en þau veiðarfæri, sem elta fiskinn uppi eða króa hann af. Kyrrstæðu veðarfærin geta aftur á móti orðið fiskislóðinni skaðleg með þeim hætti, að fiskur hætti að sækja á slóðina. Eins og önnur dýr jarðarinnar er þorskurinn vafalaust búinn þeim eðliseiginleikum að læra smám saman að forðast hindranir, sem hann rekur sig nógu lengi og samfellt á. Það bjargar þó máski málinu fyrir okkur. eða hefur gert það til þessa, að þorskurinn þarf að hrygna í sjó með tilteknu hitastigi og verður að sækja á þau svæði, þar hrygn- ingarskilyrði eru til staðar, hvort sem þar eru net eða ekki. Það er þvi ekki líklegt að hann hverfi alveg af hrygningarslóðunum við landið fyrr en þá að við höfum veitt hann upp. Það getum við gert með tvennum hætti, og eins og sakir standa notum við báðar aðferðirnar, það er að ofveiða ung- fiskinn á uppeldisslóðinni og hrygningarfisk- inn á hrygningarslóðinni. En þó að svo sé nú, að net ein saman geti aldrei veitt fisk alveg upp og heldur ekki flæmt fisk af hrygningarslóð, þá geta þau hrakið fiskinn til á hrygningarslóðinni og það gera þau áreiðanlega. Að vísu er enn 84 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.