Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 19

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 19
En fleiri myndir koma fram frá liðn- um atburðum. Þegar maður hefur það í huga, að nú eru nnargir unglingar pínd- ir til þess að sitja á skólabekk til sextán ára aldurs og nema bókleg fræði þótt til þess vanti viljann með öllu En oft er skammt öfganna á milli. Því minnist ég þess, að á uppvaxtarárum Guðmundar voru aðrir tímar. Þegar hann var 14—15 ára var hann í sveit, 2 sumur hjá séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi. Áreiðan- lega hefur séra Valdimar tekið eftir Guðmundi og séð hjá honum hæfileika til meira náms en þá var almennt, þvi seinna sumarið spyr hann Guðmund eitt sinn skömmu áður en vist hans lauk, hvað hann hugsi sér nú að gera að lífs- starfi sínu. Guðmundur var fljótur til svars og sagði, að sig langaði til að læra að verða prestur. Séra Valdimar tekur þessu vel og segir, að hann skuli þá koma aftur til sín um haustið og mundi hann og sonur hans Ólafur, hafa ein- hver ráð með að kenna honum undir skóla Fór nú Guðmundur heim og sagði föður sínum fyrirætlun sína og þar með, að séra Valdimar hefði boðizt til að kenna sér undir skóla og því ætlaði hann aftur austur um haustið. Það var nú eitthvað annað en að faðir hans tæki þessu vel. Guðmundur átti að verða há- seti á mb. Framtíðinni næstu vertíð og síðar átti hann að verða þar mótoristi. Þessu varð Guðmundur að hlýða og úr skólagöngunni varð því ekkert. Hér voru hæfileikar góðir og vilji til staðar, en skilning hinna eldri á gildi menntunar virðist hafa vantað. Þó kann að vera, að hér hafi einnig haft sín áhrif hin erfiða lífsbarátta almennings við sjóinn á þeim tíma. Leiðir okkar Guðmundar láu fyrst saman í Verkalýðs og sjómannafélagi Keflavíkur 1934, og fór ávallt vel á með okkur þar. Síðustu 20 árin höfum við verið nágrannar og því oft tekið tal saman og rætt „um landsins gagn og nauðsynjar". Nú þegar leiðir skilja um sinn, þakka ég góðum samferðamanni, oft léttum I lund, margar ánægjulegar stundir, sér- staklega, er við rif juðum upp og ræddum liðna tíma hér um slóðir. Konu hans og bömum, svo og öðrum ástvinum, færum við hjónin innilegustu samúðarkveðjur. Ragnar Guðleifsson Framhald af bls. 83 Sjómaimahátíðahöldtn fóru að þessu sinni að mestu fram laugar- laginn 31. mai. Hófust þau með því, að fólk safnaðist sam- an við höfnina kl. um 1 e.h. — Lúðrasveit Keflavíkur lék þar til hátíðin var sett. Það gerði Sigurður Brynjólfsson, og stjórnaði hann hátiðahöldunum við höfnina, eins og hann hefur gert fjölda mörg undanfarin ár. Ræðu dagsins flutti Karl Steinar Guðna- son, form. Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur; Aldraðir sjómenn voru heiðraðir: Eiríkur Þorsteinsson, vélstjóri ,Ytri-Njarðvík og Karl Eyjólfsson, verkstjóri, Keflavík. Kappróðrar fóru fram: 2 kvennasveitir kepptu. Önnur úr Vogum, hin úr Njarðvik- um. Njarðvíkur sveitin sigraði og reri hina hefðbundnu vegalengd á 2 mín. og 27,5 sek. Vogasveitin á 2 mín. og 29,5 sek. 4 karla- sveitir kepptu og sigraði sveit UMF Þróttur í Vogum og reri vegal. á 1 mín. 52,5 sek. 3 unglingasveitir kepptu, þar af 1 stúlkna- sviet. Þar sigraði drengjasveit Njarðvíkur á 2 mín. 1,2 sek. Þá fór fram Stakkasund og sigraði þar Sigmar Björnsson. Einnig var sýndur koddaslagur og reiptog. Á íþróttavellinum kepptu i knattspyrnu skipstjórar og vélstjórar. Er það orðinn hefðbundinn leikur. Skipstjórar sigruðu 3:2. Dansleikur var um kvöldið í Ungmenna- félagshúsinu í Keflavík og i Stapa. Sunnudaginn 1. júní fór fram sjómanna- guðsþjónusta í Keflavíkurkirkju kl. 2 e.h. Prestur var séra Ólafur Oddur Jónsson, sóknarprestur. Karlakórinn Þrestir frá Hafnarfirði söng i Keflavík 4. júní s.l. Efnisskráin var með hefðbundnum hætti, íslenskir höfundar fyrir hlé, en erlendir að mestum hluta eftir hlé. Lagavalið var allgott, sýndi bæði mýkt og þrótt, sem oftast tókst vel, einkum hljóm- aði þróttur kórsins vel. Söngmenn kórsins eru við fimmtiu, margir langþjálfaðir Þrest- ir. Einsöngvarar voru Inga María Eyjólfs- dóttir, kunn söngkona, og bróðir hennar Ólafur Eyjólfsson tenór, Helgi S. Þórðarson bassi og Haukur Þórðarson tenór. Þrir félagar K.K.K. sungu með Þröstum, þeir Haukur Þórðarson, Magnús Jónsson og Sverrir Guðmundsson. Þá er söngstjórinn Eiríkur Sigtryggsson Keflvikingur. Hann er líflegur og kraftmikill stjórnandi og á vænt- anlega framtið i þessari grein tjáningar. Ekki var samsöngurinn vel sóttur og var það leitt því að flestir hefðu getað notið þess- arar ágætu kvöldskemmtunar. Hvað segja þessar tölur okkur? Keflavíkurflugvöllur hefur sjaldan verið meira til umræðu meðal þjóöarinnar og I seinni tíð og eru víst margir fróðari á eftir. Eitt hefur þó ekki verið dregið fram í dags- ljósið og það er skipting starfsmanna sem vinna á vegum Varnarliðsins, á milli hinna einstöku byggðarlaga. Tölurnar sem birtast hér fyrir aftan fengum við góöfúslega hjá starfsmannahaldi Varnarliðsins. Geta lesend- ur sjálfir glöggvað sig á ýmsum atriðum, svo sem hvers hlutur sé stærstur, áætlað tekjur bæja og hreppa, o.fl. Tölurnar eru miðaðar við áramót, en síðan hefur fjöldi starfsmanna aukist — og nú mun eiga að fækka hermönnum og ráða isl. í þeirra stað. Tala starfsmanna eftir bæjarfélögum og byggingasvæðum, þ.e. Reykjavíkur og Suð- urnesjasvæði; Suðurnesjasvæði: Keflavík 293, Njarðvik 82, Sandgerði 17, Garður 8, Vogar 11, Grinda- vik 6, Hafnir 10, Keflavikurflugvöllur 1 (á lögheimili I Reykjavík) Samtals: 428. Reykjavikursvæði: Reykjavik 145, Kópa- vogur 26, Hafnarfjörður 44, Garðahreppur 22, Seltjamarnes 6. Samtals: 243. Höfn, Hornafirði 12. Frá 1. janúar til 19. maí fluttu 9 starfs- menn VL af Suðurnesjum, en til þeirra fluttu 13. LANGA NAFNIÐ Joe Hooley þjálfari ÍBK — í hitteð- fyrra og aftur í sumar — krefst ástund- unar lærisveina sina, — og fylgist ná- kvæmlega með mætingum þeirra, og krefst fyrirvaralausra skýringa ef ein- hver forfallast. Eitt sinn bar það til að einn vantaði. Daginn eftir gengur Hooley til pilts og heimtar skýringu. „Ég var að láta skíra barnið mitt.“ „Tók það allan daginn?" Piltur varð orðlaus — en þá kom Stein- ar Jóhannsson til hjálpar og skríkti: „Já, nafnið var svo langt.“ ÍSLENSKUR HRAÐI George Smith, sem þjálfaði iBK í fyrra, hafði leyft einum leikmannanna að sleppa æfingu vegna þess að pilturinn ætlaði að ganga í hjónaband. Daginn eftir mætti Smith hinum nýgifta með barnavagn. Smith leit á vagninn og spurði hver ætti bamið. „Ég,“ svaraði pilturinn. — „Já, hlutimir ganga hratt fyrir sig á Islandi, — gifti sig í gær, — búinn að eignast bam í dag.“ F A X I — 87

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.