Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 7

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 7
Mjöff mikið hefur verið unnið við hafnarmannvirki hér á Skaganum í sumar, einkum í Landshöfn- inni í Njarðvík svo og i Grindavík og Sand- gerði. Ragnar Bjömsson hafnarstjóri Landshafnarinnar í Keflavík og Njarðvík lét þess getið við „Flæðarmálið", að herzlu- mun vantaði upp á að verulegt gagn kæmi af þeim framkvæmdum, sem unnið hefur verið að í sumar í Njarðvíkurhöfn — en líkur væri á að nú yrði að stoppa vegna fjárskorts. Unnið hefur verið að gerð öldu- brjóts utan á eystri garði hafnarinnar, búið með ca. 130 lengdarmetra, en þyrfti að vera hægt að bæta við 30 til 50 metrum ef vel ætti aö vera. Gert er ráð fyrir að öldubrjót- urinn verði 250 m. fullgerður. Vitamálaskrifstofan lagði til að Lands- höfninni yrðu veittar 150 millj. til fram- kvæmda á árinu. Samgöngumálaráðuneytið, sem hafnir heyra undir, skar fjárhæðina niður i kr. 75 millj. og fjárlög ákvörðuðu kr. 50 millj., sem nú er búið að vinna fyrir. Ekki er vonlaust um að lán að upphæð 13,7 millj. fáist svo hægt sé að vinna fram i miðjan desember og þá ná talsverðum áfanga í hafnargerðinni. Það sem keppt er eftir er að geta veitt öllum togurum, loðnúskipunum og raunar öllum fiskiskipaflotanum örugga höfn í öll- um veðrum, en nokkuð vantar á að svo sé eins og sakir standa. Þóhallur Gíslason, hafnarvörður í Sandgerði taldi að mjög mikil hafnar- framkvæmd í Sandgerði í fyrra og nú í ár myndu valda straumhvörfum fyyrir útgerð þaðan og gjörbreyta viðleguaðstöðu þar. Byggðir hafa verið tveir sjóvarnargarðar — norður og út af norðurbryggju 225 m. langur grjótnarður, brimbrjótur, og suður af vita- húsinu annar garður 875 m. langur; hann sveigir í vestur er út í víkina kemur og lokar í norður, en þar kemur væntanlega viðlegupláss og innar við þennan garð má einnig gera bryggjur. Eftir er svo að dýpka alla höfnina og vonast er til að hægt verði að gera það á næsta ári. Með þessum tveim- ur görðum, alls 1100 m. löngum, er brim- brjótsgerðinni lokið a.m.k. í bili, og hefur verið unnið fyrir 130 millj. kr„ en það er sú upphæð sem fjárlög gerðu ráð fyrir Stærstu bátar, sem nú geta landað þarna, eru stóru loðnubátarnir — rúmlega 300 tonn — fullhlaðnir verða þeir þó að bíða ca. tvo tima frá fjöru. Reiknað er með að um 40 heimabátar verði gerðir út frá Sandgerði næstu vertíð. Bjarnl Þórarinsson hafnarstjóri í Grindavík var ánægður með hve mikið hefur áunnizt í gerð Grindavikurhafnar á siðustu þremur árum. Mikil ásókn fiski- skipa, er stunda fiskiveiðar sunnan við Reykjanes, til Grindavíkurhafnar, hefur með ári hverju i langan tima kallað á auknar framkvæmdir til bættrar aðstöðu í höfninni. I 3—4 áratugi hefur höfnin i Hópinu verið að þróast, stundum hægt vegna fjárskorts fámenns sveitarfélags, en alltaf i farsæla átt. Þegar fiskifloti Vestmanneyinga varð hafn- arlaus vegna eldsumbrota í Heimaey 1972, varð alþjóð ljóst hve góð höfn í Grindavik var mikilvæg. Stjórnvöld leituðu til Alþjóða- bankans, sem veitti lánsloforð til hafnar- gerða í Grindavík og Þorlákshöfn. Áætlun fyrir Grindavík hijóðaði upp á kr. 360 millj. Af þvi lánaði Alþjóðabankinn 60% eða kr. 216 millj. I dollurum. Byrjað var á að byggja viðlegubryggju austur við Hópskot (þar sem bryggja Bald- vins Jónssonar stóð áður). Þar skapaðist mjög gott geymslurými fyrir 40—50 báta. Þvi næst gerð trébryggja austan við Mið- garð, sem fyrirhugað er að fullgera siðar sem löndunaraðstöðu en nú má geyma þar 9—10 báta. Þesar framkvæmdir hófust á ár- inu 1973, einnig dýpkun innan hafnar, en því verki var haldið áfram allt árið 1974 eftir því scm tóm vannst til vegna vertiðar- anna í höfninni, og i ár hefur einkum verið unnið við sprengingar og uppgröft í innsigl- ingarrennunni og innan hafnar. Vonast er til að þvi ljúki fyrir áramót — en þá á dýpi í höfninni að verða 4% til 5 metrar og 5 m. i rennunni miðað við meðal stórstraums- fjöru_ Nú hafa verið tekin 85 m. löng vöru- flutningaskip inn i höfnina og þess vænzt að nokkru lengri skip, sem lesta 2500 til 3000 tonn. Reiknað er með að 40—60 heimabátar verði gerðir út frá Grindavik næstu vertið, og þegar líður á vertiðina má búast við að afgreiða þurfi 90 til 120 báta á sólarhring, ef útgerð verður með eðlilegum hætti. Hægt er að landa samtimis úr 15—16 bátum við beztu skilyrði. Hltavelta Suðumesja hefst handa. Fyrir nokkrum vikum bauð Hitaveita Suð- urnesja út um helming af dreifiveitu Grinda- víkur, það er vestan Víkurbrautar til og með Ásabraut. Tólf fyrirtæki buðu i verkið, sem Fjar- hitun hf. hafði hannað og gert kostnaðar- áætlun yfir, sem nam kr. 48.753.500. Lægsta tilboðið gerði Ýtir hf. kr. 42,9 millj., eða 88% af áætlun, næst kom Véltækni hf. með kr. 44.004800, eða 90,3% af áætlun. Svavar og Ellert hf. buðu kr_ 44.205.300, eða 90,7%, Vikurverk hf. kr. 44.262.150, eða 90,8%. Efst- ur var svo Arnljótur Guðmundsson með kr. 65.002.400, eða 133,3% miðað við kostnaðar- áætlun. Samið var við Véltækni hf„ sem um langt árabil hefur annast margháttaðar fram- kvæmdir og er þekkt að því að vera mjög sanngjarnt i verðákvörðunum. Ýtir hf. sem var með lægra tilboð, rúmri milljón, er óþekktur verktaki. Víkurverk hf„ sem á lögheimili í Grinda- vík, mun hafa samið við Véltækni hf. um að vinna einhverja þætti verksins sem undir- verktaki. Verki þessu á að ljúka fyrir 15. júli á næsta ári. Allt efni til dreifiveitunnar — einangrað- ar stálpípur, tengistykki og annað aðlút- andi, hefur verið keypt og mun það kosta kr. 37,5 milljónir. Aðveituæð frá Svartsengi mun verða boðin út alveg á næstunni. Nú þegar hefur verið staðfest kaup á efni til hennar. Verð þess mun vera um kr. 16 milljónir. Hvemig ráðast málln á borgarafundinum um málefni aldraðra? Að margra áliti hefur málefnum aldraðra á Suðurnesjum ekki verið mikill gaumur gef- inn af hálfu bæjar- og sveitafélaganna. Til að vekja menn til umhugsunar um þessi mál, hyggst Styrktarfélag aldraðra á Suður- nesjum, gangast fyrir almennum borgara- fundi í Félagsbió, laugardaginn 22. þ.m. Framsögumaður verður Kjartan Ólafsson héraðslæknir, en fundarstjóri verður Eyþór Þóarðarson, en einum til tveimur sveitar- stjórnarmönnum og bæjarfulltrúum frá hverjum aðila hefur verið boðið á fundinn til að ræða málefnið og vonandi lætur hinn almenni borgari sig ekki vanta til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar. ATHUGASEMD Þegar grein min um friðun Suðurnesja var prentuð i FAXA (April-blað 1952) var ég erlendis. Ég las þvi ekki próförk af henni. En þegar ég kom heim og las greinina varð ég miður mín að sjá eignarfallið af fé, framarlega í greininni, prentað fés. Ég ætl- aði strax að koma leiðréttingu til blaðsins, en vegna anna, gleymsku og slóðaskapar hefur aldrei orðið af því fyrr en nú að ég hitti núverandi ritstjóra.. Ég væri þakklátur ef þeir sem eiga þetta blað ef þeir vildu gera svo vel að leiðrétta þessa hjákátlegu villu. Annars held ég að þessi grein eigi stöðugt erindi við Suður- nesjamenn þang".ð til þeir koma því i verk að Suðurnesinu og helst allt Revkjanesið verði friðað fyrir öllum ágangi búfjár, svo ég tali nú ekki um minkinn, sem eyðir öllu dýralífi og á ekki heima á Islandi. Ófetgur J. Ófelgsson. FAXI — 99

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.