Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 11

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 11
MINNING t Guðmundur Þ. Guðjónsson F. 15. JANÚAR 1913 — D. 1. JÚLÍ 1975 Glaður og reifur skyldi gumi hver, unz sinn bíður bana. Hinn djúpvitri höfundur Hávamála leggur með ljóðlínum þesum áherzlu á hina glöðu og léttu lund manna. Hversu mikilsverð hún sé, jafnt í blíðu og stríðu. En það er ekki öllum gefið að þjálfa svo geð sitt, að það ávalt spegli hinóir björtu hliðar, þegar flestir sjá þær gagn- stæðu. Þessir menn eru þó til og einn þeirra var Guðmundur Þ. Guðjónsson. Honum var bjartsýnin í blóð borin. Hann virtist aldrei skipta skapi og var ávalt jafn léttur í lund og viðmótsþýður, hvar og hvenær, sem leiðir láu saman. Nú er hann horfinn. — Hann lézt 1. júlí s.l. Guðmundur Þórarinn hét hann fullu nafni og var fæddur að Kröggólfsstöð- um í ölvesi, hinn 15. jan. 1913. Foreldr- ar hans voru þau hjónin Guðjón Jóns- son, og Halldóra Tómasdóttir, er bæði voru fa?dd í Fljótshlíðinni. Einn bóður átti Guðmundur, sem var nokkru eldri en hann. Hann dvelur nú á Dvalarheim- ilinu Ási í Hveragerði. Ungur fór Guðmundur til sjávar og réri þar á vetrarvertíðum. Hann flytzt til Grindavíkur 1935, 22ja ára gamall, en þá hefur hann róið þar margar ver- tíðir áður. Þar kynntist hann konu sinni, Guðmundu, dóttur Guðmundar Guð- mundar Guðmundssonar, bónda að Is- ólfsskála við Grindavík, og konu hans Agnesar Jónsdóttur. Þau gengu i hjónaband 22. apríl 941 og hófu búskap í Keflavík skömmu síð- ar. Þar reistu þau sér yndislegt heimili að Sólvallagötu 11, sem í alla staði ber smekkvísi þeirra vitni. Dóttir þeirra er Sigrún, gift Eiríki Hjartarsyni, skrif- stofumanni. Þau eiga 2 dætur og búa í Keflavík. Fyrstu árin eftir að Guðmundur flutt- ist til Keflavikur stundaði hann áfram sjóinn. Hann tók vélstjórapróf 1940 og var um tima vélstjóri á v.b. Bjama Ól- afssyni. En 1942 réðist hann til starfa hjá Dráttarbraut Keflavíkur og hóf skömmu síðar nám í skipasmíði hjá Agli Þorfinnssyni. er þar var þá yfir- smiður. Guðmundur lauk þaðan sveins- prófi 1948. Skipasmíðarnar urðu þó ekki hans aðal ævistarf, því skömmu síðar hóf hann störf við húsasmíðar og vann við þá iðn þar til 1949, að hann hóf sjálf- stæðan atvinnurekstur á öðru sviði. Hann kom sér upp vinnustofu fyrir gler- iðnað, svo sem glerslípun og spegla- gerð, og var hann sá fyrsti hér með þann iðnað. Sveinspróf í gleriðnaði og speglagerð tók hann 1959, og meistar-''- réttindi fékk hann á tilsettum tíma. Iðn þessa stundaði Guðmundur síðan með miklum glæsibrag og rak samhliða iðn- inni verzlun með myndir og glervöru. Þau hjónin römmuðu einnig inn mynd- ir, og því nefndu þau verzlunina og vinnustofuna RAMMA og GLER. Um 1958 kenndi Guðmundur þess hjartasjúkdóms, er að lokum varð hon- um að fjörtjóni. Þá varð hann að hlífa sér og draga saman reksturinn. Og nú kom það bezt fram hvílík stoð kona hans var honum í þessum störfum öll- um. Þau gátu haldið rekstrinum áfram, þótt nokkuð væri hann skertur. Þau gátu haldið rekstrinum áfram, þótt nokkuð væri hann skertur. Guðmundur var maður félagslyndur að eðlisfari. Hann var mjög eftirsóttur og liðtækur í félagsstörfum enda dró. hann aldrei af sér til starfa meðan heils- an leyfði. Hann var um tíma mjög virkur félagi í Iðnsveinafélagi Keflavíkur, og var hann formaður þess í nokkur ár. Guðmundur kunni vel að meta söng- og hljómlist. Það sýndi hann í verki, er hann gerðist frumkvöðull að stofnun Lúðrasveitar Keflavíkur. Þar vann hann af lífi og sál meðan hann mátti heilsu sinnar vegna. Mörg fleiri félagsstörf mætti nefna, sem Guðmundur lagði hönd að. Hann var formaður skólanefndar Iðnskólans í Keflavík í 3 ár, og í fegrunamefnd Keflavíkur í nokkur ár. Og þá gleymi ég ekki störfum hans í Alþýðuflokksfélagi Keflavíkur, sem ég vil hér þakka alveg sérstaklega. Á þeim vettvangi kynntist ég honum bezt. Þar var hann hinn tillögugóði félagi og ætíð fús til starfa meðan hann mátti. Hon- um fylgdi ávalt ferskur andblær, sem feykti í burtu skuggaskýjunum, er þá og þá skyggðu á veginn framundan. — Hafðu þökk fyrir samfylgdina, kæri vinur. Þessum kveðjuorðum mínum fylgir innileg samúð frá okkur hjónunum til eftirlifandi konu, dóttur og annarra að- standenda. Ragnar Guðleifsson. FAXI — 103

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.