Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 12

Faxi - 01.11.1975, Blaðsíða 12
Verzlunarbankinn í Keflavík flytnr I nýtt húsnæði Útibú Verzlunarbanka íslands í Kefla- vík var stofnsett í marz 1963 að Hafnar- götu 31. Brátt kom í ljós að útibú Verzl- unarbankans átti góðum viðskiptum að fagna og hafa þau vaxið flest eða öll ár síðan. Eftir 10 ára starfsemi var hús- rými orðið of þröngt fyrir starfsemina og farið að skima eftir nýjum stað. Þá bauðst húsnæði í smíðum að Vatnsnes- vegi 12 sem bankinn festi kaup á. Um mánaðamót okt.-nóv. s.l. var hús- rými þetta fullbúið að innréttingum og öðrum búnaði og starfsemin flutt af Hafnargötunni á Vatnsnesveginn. f því sambandi sendi bankinn út bréf, hvatti til aukinnar uppbyggingar verzlunar og hvers konar almennrar þjónustu á Suð- urnesjum og annarra veigameiri verk- efna, sem okkur hefur svo mjög hætt til að sækja annað. Eftirfarandi kom fram í bréfinu: „Sjávarútvegur er undirstaða alls mannlífs hér. Hér verða til um það bil 20% allra útflutningstekna þjóðarinnar. Mörgum Suðurnesjamanni sárnar, hve litlum hluta þess fjármagns er varið innan svæðisins. Meðan mikill hluti nauðsynja er sóttur til nálægra og stærri markaðssvæða hlýtur þó svo að vera. Uppbygging verzlunar og þjón- ustustarfsemi á þessum slóðum stuðlar að því að takmarka fjárstreymið út úr byggðarlaginu. En aukið framboð vöru og þjónustu bætir einnig búsetuskilyrði. Það hamlar gegn flótta unga fólksins af svæðinu og mannfjölgun eflir sveitarfélögin í Gull- bringusýslu, öllum til góðs. Suðumesjamenn eiga nú færri erindi af bæ, en áður .var. Nánast öll opinber þjónusta fæst nú orðið innan svæðisins. Vegakerfið innanbyggðar er sem næst fullgert og almenn þjónusta hefur stór- aukist: Verzlunum hefur fjölgað og þær hafa markað sér viðskiptasvið. Verzlunum innan hverrar greinar hef- ur fjölgað og samkeppnin því aukizt bæði hvað snertir fjölbreytni í framboði vöru, gæði hennar og verð. Stórmarkaðir hafa verið opnaðir. Þeir jafnast á við það sem bezt gerist annars staðar á landinu. Nýtt verzlunarhúsnæði hefur verið reist og eldra stækað. Meðferð vöru hefur því batnað (m.a.) til samræmis við síauknar heilbrigðiskröfur varðandi meðferð matvæla. Þjónustugreinum hefur fjölgað og samkeppni einnig vaxið á því sviði.“ Því er full ástæða til að óska Verzl- unarbankanum til hamingju með þetta nýja heimili. Það er stórmyndarlegt, bæði að utan og innan. Maður gæti þó helzt haldið að húsrýmið yrði fljótlega of lítið, miðað við áframhaldandi sömu þróun bankans. En kannski hefur hann tryggt sér meiri aðstöðu í þessu stóra húsi Páls Axelssonar? Fögur listaverk prýða veggi. Og loks má geta þess, að bílastæði eru rúm við húsið. Fyrsti útibússtjóri var Björn Eiríks- son, síðar Ámi Ragnar Árnason og nú, síðan 1971, Helgi Hólm. J.T. Hann skimar um salina — skálar. Bergir vínið blautum vörum úr gagnsæju glasi. Drekkur unz dvínar hvert bál. Drýpur höfðj — helfölum vanga hallar á borðið. Flöktandi mál og fasi. Skynjar ei tíma né rúm. Teygar í sjúka sál, gleymskunnar gráa húm. Hann skríður um portið — skelfur vínið búið, varirnar þurrar og verkir í brjósti. Forðast nú fólkið í kring. Hverfur í skotið, hvítur á vanga með hvarflandi augu, í skjól fyrir Skuldar gjósti. Brettir upp kraga í keng, keifar svo næsta hring og ógæfan eltir þann dreng. J. J. J. Starfsfólk Verzlunarbankans f Keflavfk. 104 — FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.