Faxi - 01.01.1982, Síða 16
Æviminningar Kristins
Jónssonar - Framhald
í vist hjá Johanni
á Vatnsnesi
Sumariö 1919 fór ég ekki til
Austfjaröa, en þess í staö réöi ég
mig hjá Jóhanni Guðnasyni,
bónda á Vatnsnesi, og vann hjá
honum til sjós og lands um sum-
arið.
Líkaöi mér þarvistin prýðilega
og haföi ég þar fæöi og húsnæöi
til seþtemberloka. Lítlibærinn
var auöur yfir sumariö, þvi
mamma og systkinin voru í sveit.
En í seþtemberlok voru þau öll
komin heim, nema Eggert bróö-
ir. Hann hætti að vinna fyrir
heimilið í félagi við mig árið
1917. Honum fannst hann bera
of lítið úr býtum fyrir sig. Við
höfðum gert munnlegan
samning um, að hann legði til
heimilisins 400 krónur á ári, i
fjogur ár, hvort sem hann vildi í
peningum eða matbjörg. Þessa
upphæð greiddi hann skilvís-
lega í tvö ár, en gafst þá upp.
Eftir það varð mamma og aðal-
lega ég og Júlla systir að bjástra
fyrir lífinu. Tótasystirvaroft veik
og var þetta haust nýkomin af
spítala í Reykjavík, var búin að
liggja þar í gifsi allt sumarið
vegna hryggskekkju. Halli
bróöir var í fóstri hjá hjónunum
Bjarna Ólafssyni og Vilborgu
Benendiktsdóttur. Þau tóku
hann aö sér þegar feðgarnir,
faðir okkar og bróðir, drukkn-
uðu. Gummi bróðir var orðinn
11 ára og var nýfarinn að bjástra
í sveit og Nína systir, sem var 9
ára, hafði farið með mömmu í
sveitina síðustu 2 sumurin eftir
að þabbi féll frá.
Allt bjargaðist þetta basl með
Guðs og manna hjálp. Meira að
segja var ég svo stæltur, að ég
keypti mér spariskó, sem
kostuðu 18 krónur. Eiginlega
voru þetta fyrstu fínu skórnir
sem ég eignaðist. Mér fannst ég
mun meiri maður í nýju skónum,
ekki síst vegna þess að það
brakaði þínulítið í þeim þegarég
var á gangi.
Þetta haust var, eins og venja
var á þessum árum, lítið að
starfa. Tíminn fram að vertíð var
á þessum árum dauður tími,
nema hvað við, sem vorum
ráðnir á bátana, fengum öngla
og tauma til að hnýta á og segl-
garnshespur til að hnýta úr net.
Fyrir þessi störf var aldrei
borgað neitt sérstaklega. Þetta
þótti svo sjálfsagt að tilheyrði
starfinu.
Leikið hjá Kvenfélaginu
Freyju. - Til Sandgerðir með
leiktjöldin á bakinu í
útsynningi og éljagangi
Um nokkurra ára skeið hafði
hér starfað Kvenfélagið Freyja.
Það vann að ýmsum velferðar-
málum og sýndi þar dugnað og
fórnfýsi. Þaö vann ötullega að
því aö afla fjár til kirkjumuna, er
kirkjan hér var byggð. Má þar
nefna altaristöfluna, altaris-
klæðin, Ijósastikur o.fl. Til þess
að afla fjár til starfsemi félags-
ins og svo einnig til þess að lífga
uþp á skemmtanalíf byggðar-
innar, stóð það fyrir leikstarf-
semi á þessum árum. Mig minnir
aö félagið hafi verið stofnað
1909 eða 1910.
Þessl mynd er af Svanlnum GK 462. Hann var þá um 16 smálestir og hafðl þá
veriö lengdur frá upphaflegri gerö. Báturinn er þarna viö Básbryggjuna i
Keflavik, en sú bryggja er nú ekki lengur til. Kristinn Jónsson var háseti á
þessum bát voriö 1924. Þá fóru þeir i róöureöa útilegu.sem kallaö var, vestur
á Kanta. Þeir fylltu bátinn, iestina fulla af söltuöum fiski og óslægöur fiskur
eins og hægt var aö hafa á dekki. Þessl afli fékkst á 70 klukkustundum og
þann tima var sofið i aðeins eina klukkustund. - Svanurlnn var seldur héöan til
Suöureyrar viö Súgandafjörö 1939, þaðan til Húsavikur 1949, tll Voga á
Vatnsleysuströnd 1955 og loks tll Reykjavikur 1959 og þar var hann dæmdur
ósjófær og tekinn af skrá 1961, en í Reykjavik var Svanurlnn byggöur 1916, og
varö því 45 ára gamall.
Hjá þessu félagi fór ég nú aö
dunda við leikstarfsemi, aðal-
lega til þess að drepa tímann
fram að vertíð. Við æfðum þetta
haust tvo einþáttunga, sem hétu
,,Nei“ og „Aþakötturinn". Fyrst
æfðum við ,,Nei-ið“ og sýndum
það við geysihrifningu frameftir
haustinu. Þá tókum við til við
„Aþaköttinn" og sýndum það
meö sviþuðum árangri.
Þessi tvö leikrit sýndum við
allt haustið og fyrri part vertíðar,
þegar landlegur voru um helgar,
og var þá alltaf ball á eftir. Til
Sandgerðis fórum við um
veturinn með bæði þessi leikrit
og fengum tvisvar fullt hús sama
kvöldið. Seinna var tekið til sýn-
ingar hjá kvenfélaginu „Ævin-
týri á gönguför" og fékk það
framúrskarandi viötökur. Mig
minnir að við höfum sýnt það 9
eða 10sinnum viðágætaaðsókn
í Keflavík. Til Sandgerðis fórum
við með það eitt laugardags-
kvöld í snarbrjálaðri suðvestan-
átt með snjókomu. Við fórum
gangandi báðar leiðir, með leik-
tjöldin berandi á milli okkar og á
bakinu.
Við komum til Sandgerðis
hálftíma áður en sýning átti að
hefjast og var fólk farið að safn-
ast í húsið, svo við urðum að
hafa hraðar hendur að koma öllu
draslinu i réttar skorður. Að
klukkutima liðnum var allt
komið á sinn stað og sýning
byrjuð, og svo var húsið fullt, að
ég hef aldrei séð eins troðið í
samkomuhús. Þegar sætin
þraut stóð fólkið aö baki fram að
dyrum. Og allir virtustáhorfend-
ur skemmta sér þrýðilega.
Leikendur í þessari ferð voru
þessi: Sigurður Pétursson, Elías
Þorsteinsson, Bergsteinn Sig-
urðsson, Kristinn Jónsson, Elín
Jónsdóttir, Halldóra Ólafsdóttir,
Júlíana Jónsdóttir, Guðmundur
Hannesson, Arinbjörn Þorvarð-
arson og Guðrún Einarsdóttir,
sem bæði var leikstjóri og hvísl-
ari. Hún var einnig formaður
Kvenfélagsins Freyju.
Ekkert var greitt fyrir þessi
störf. Þetta var af öllum þátttak-
endum taliri sjálfsögð þegn-
skylda og góður greiöi fyrir gott
málefni. Enda hefði orðið lítið til
skiptanna til bágstaddra og fá-
tækra, ef greitt hefði verið kaup
fyrir þessi störf. Aðgangseyrir
var aðeins ein króna og fimmtíu
aurar, bæði fyrir sjónleikinn og
dansleikinn á eftir. En þetta var
ágætt tómstundastarf fyrir
okkur, sem stunduðum sjóinn,
meðan beðið var eftir vetrarver-
tíðinni. Þarna var glatt og gott
fólk og ágæt samvinna. Mér
fannst blátt áfram sálarstyrkj-
andi að starfa með þessu fólki.
þessa vertíð var ég sem áöur á
Svaninum. Sú breyting varð nú
á, að Árni Geir hætti nú skip-
stjórn og við því starfi tók Albert
Bjarnason, þá 19 ára gamall.
Albert heppnaðist starfið vel.
Hann var ágætis fiskimaður, var
oft með hæstan hlut í róðri og
með þeim hæstu í vertíðarlok,
enda var Svanurinn með
ágætismenn bæði til lands og
sjós.
Það létti störfin
aö nota spilið
í þá daga máttum við, sem í
landi vorum, ekki beita línuna úr
haug, því talið var að minna fisk-
aðist með þeim vinnubrögðum.
Við urðum að setja hvern krók í
stokktré, stokka uþþ eins og
kallað var, og um leið aö laga þá
króka sem aflagaðir voru, svo og
bæta á nýjum ef vantaði. Eftir
aðgerð á fiski, hvort sem hann
var mikill eða lítill, urðum við að
taka línuna og Ijúka við að
stokka hana upþ. Þetta tók
venjulega 2-3 tíma og fór það
eftir þvi hvort línan var greiö eða
flókin. Fyrir þessi vinnubrögð
misstum við okkar mesta og
besta svefntíma. Oft fengum við
ekki að sofa nema 3-4 tíma á sól-
Framtíðarstarf
Viljum ráöa duglegan og áhugasaman starfs-
mann til aö stjórna póstverslun okkar.
Starfið býður upp á möguleika til að takast á
við spennandi verkefni og krefst málakunn-
áttu og skipulagshæfileika.
Viðkomandi þyrfti að geta byrjað sem fyrst, en
þó ekki síðar en 1. apríl n.k.
Allar nánari upplýsingar veitir Jón Sigurðs-
son, framkvæmdastjóri.
Bíslenzkur markaður hf.
ocgafiaíMí
FAXI - 16