Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1983, Page 1

Faxi - 01.02.1983, Page 1
2. tbl. 1983 43. árg. VERÐ KR. 20 Vogar á Vatnsleysuströnd 1930 Líkan það afbyggð og staðháttum íVogum, sem hérbirtist, er gert af hagleiksmanninum Guðmundi M. Jónssyni, Suðurgötu 6 Vogum. Það ergert í tilefni 50 ára afmælis Ungmennafélags- ins Þróttar. Líkanið sýnir þéttbýlasta byggðakjama Vatnsleysustrandar- hrepps um 1930. Á þeim 50 ár sem liðin eru hefur tbúum í Vogum fjölgað nær tífalt. Þar hefur risið blómleg byggð með útgerð, fiskiðnaði og góðum atvinnuháttum — þó allmargir íbúanna verði enn að leita atvinnu í nærliggjandi byggðarlög- um, sem betur eru í stakk búin í þeim efnum. Á þeim tíma er líkanið sýnir var veruleg lægð í afkomumögu- leikum Vatnsleysustrandarbúa. Etiendir og innlendir togarar höfðu þá í áratugi skrapað og skaflð öll fiskimið í flóanum og tæmt þá gullkistu sem fjölmenn og blómleg byggð þeirra hafði um aldir leitað í með góðum árangri — bömum sínum og búend- um til hagsældar—enda varþá eftirsótt að eiga bú á Ströndinni, þar sem flskur gekk upp að fjöru og mörg var matarholan fyrir búpening í Strandarheiðinni. Við breytta útgerðar- og atvinnuhætti síðustu áratugi hefur fólki aftur fjölgað að verðleikum því gott mun vera að búa í Vogum og á Vatnsleysuströnd. Norður undir Vogastapa er vík, sem á nítjándu öldinni og raunarfyrr var góður og fjölsóttur útgerðarstaður og um tíma all mikill verslunarstaður. Á tímum einokunarverslunar heyrði Kálfatjamarsókn undir kaupmanninn í Keflavík. Á endurreistu Alþingi 1849 kom fram tillaga um breytta verslunarhætti t.d. hugmynd um að ,,lausa- kaupmaður" fengi að versla í Vogavík. Ekki fékk þó staðurinn löggildingu sem verslunarstaður, þrátt fyrir margítrekaðar til- raunir fyrr en með lögum nr. 4 árið 1893. Þó hafði málið verið tekið upp á mörgum þingum og fengið mikla umræðu. Það er t.d. forvitnilegt að skoða Alþingistíðindi frá 1887. Þar er því t.d. haldið fram að Vogavík yrði aðalverslunarstaður sunnan Hafnarfjarðar. Forsíðumynd og aðrar lltmyndir úr Vogum tók Ómar Jóns- son.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.