Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 7
1 í Reykjavík vinna 5 stúlkur og 5 hér í Keflavík - með mér bætist Guðrún við (en hún er verslunar- stjórinn, kannske framkvæmda- stjórinn, getur manni heyrst á Magna, sem er þá forstjórinn). Og á saumastofunni, sem við byrjuðum með 1981, vinna nú 7 konur, allt húsmæður flestar í hálfu starfi, nema hvað þær verða að vera í fullu starfi í desember við jólaundirbúning viðskiptavin- anna. Sauma þær einnig gardínur fyrir búdina í Reykjavík? Já. Viðskiptavinurinn velur sér efni og síðan er saumað hér. Þess má geta að um 70% af umsetningu okkar er í Reykjavík. Það er því nokkur og skemmtileg tilbreyting í atvinnulífi okkar hér, að fram- leiða fyrir höfuðborgarmarkað- inn. Við gerum okkur vonir um að það sér örugg framtíð í þessu og leggjum okkur fram við glugga- tjaldaframleiðsluna. í því skyni þurfum við að bæta aðstöðuna hér. Við erum að láta teikna við- bót við verlunarhús okkar á Tjarn- argötu 17. Teikningin var raunar samþykkt daginn fyrir gamlárs- dag. Það verður byggt hér alveg fram að götu, tvær hæðir 80 fer- metrar í grunnflöt, þannig að verslunarrýmið stækkar um 80 m2 og saumastofan um 80 m2. Grunn- urinn er þegar kominn og við stefnum að því að geta tekið stækkunina í notkun á næsta ári. Þetta hefur allt gengið eins og í sögu hjá ykkur? Það hefur gengið, en það hefur verið erfitt. Svona uppbygging tekur kannske aldrei enda - má sjálfsagt ekki gera það. Það verður alltaf að fylgjast með kröfum tím- ans og helst af öllu að skapa kröf- urnar - hafa frumkvæði til endur- bóta og úrbóta fyrir viðskiptavin- ina. Ef árangur á að nást þarf stöð- uga umhyggju og mikið álag. Það þarf alltaf eitthvað að vera að ger- ast til að halda áhuga kúnnans vak- andi - nýjar vörur, nýjar hug- myndir, ný vinnubrögð. Með hvaða hœtti rná það takast? Til þess að fylgjast vel með því helsta og nýjasta sem er að gerast í þessari grein förum við á helstu vörusýningar í Evrópu og gerum okkar innkaup á þeim og erum því avallt með það besta sem er á markaðnum hverju sinni. Við tök- um að okkur alla þjónustu sem fylgir gluggatjöldum og gradínu- brautum, erum með ráðgjöf, mæl- mgar í heimahúsum ef með þarf, saumum og setjum upp fyrir glugg- ana ef fólk þarf aðstoð til þess. Stundum sjáum við um alla þessa hluti fyrir heil hús. T.d. vorum við uýverið að mæla út fyrir gardínu- brautum í stórt hús, ráðleggja um Hilmar Ivarsson smídar Zetubrautir og sér um smíðaverksUedið. val á gluggatjöldum og öllu fyrir- komulagi í því sambandi. Þetta var þriggja tíma vinna sem við gerum okkur vonir um að húsráðendur verði ánægðir með og fái að njóta í marga mánuði. Stundum eru hug- myndir fólksins fast mótaðar og ekki annað að gera en að fullnægja óskum þess, í öðrum tilvikum eins og t.d. hjá ekkjumanni, sem ég var hjá nýlega, verður maður að vera leiðandi, sýna fram á þarfim- ar og möguleika sem fyrir eru, þar eð hann hafði aldrei komið nærri slíku meðan kona hans var á lífi. Finnst ykkur vera munur á við- skiptavinum ykkar í Reykjavík og hér í Keflavík? Já. Það er mikill munur á því hvað Suðurnesjakonur eru kröfu- harðari og skilningsbetri á gildi þess að glugginn líti vel út. Þær leita vel og fara mikið til Reykja- víkur, halda kannske að þar sé betri vara og kaupa svo oft í Álna- bæ í Reykjavík. En það er ánægju- leg þróun að konur úr Grindavík, Garði og Sandgerði koma nú mjög mikið meira hingað en þær gerðu áður. Hvað veldur því? Sennilega eru ýmsar ástæður fyrir því. Betri samgöngur einkum við Grindavík síðan að Steindór Sigurðsson hóf áætlunarferðir þangað, og svo erum við ekki í vafa um að aukin og stórbætt þjón- usta okkar á þar verulegan þátt í. Hvað vinnur margt fólk hjá ykk- ur alls? í desember vorum við með 19 manns á launaskrá en aðeins færri í janúar, en það er í flestum verslun- um rólegasti mánuður ársins. Og að lokum - hverju getur svona ungt fyrirtœki þakkað þá velgengni sem raun er á hjá Álna- bæ? Því er fyrst til að svara að við erum svo heppin að vera með af- burða gott starfsfólk, sumt hefur verið hjá okkur frá byrjun. Það er mikilvægt fyrir ungt fyrirtæki að hafa á að skipa traustu og þjálfuðu fólki. Sjálf höfum við verið vinnu- söm og bjartsýn og svo lánsöm að takast á við rétt verkefni á réttum tíma. J.T. ORÐSENDING Frá Rafveitu Keflavíkur Ef bilanir verða á rafveitukerfinu utan vinnutíma eru upplýsingar um vaktþjónustu veittar í síma 2039 (símsvari). URVAL- GÆÐI- ÞJÓNUSTA ÚRVAL AF GLUGGATJALDAEFNUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF STÓRESEFNUM í ÁLNABÆ ÚRVAL AF ELDHÚSGLUGGATJÖLDUM [ ÁLNABÆ ÚRVAL AF BLÓMASTÓRESUM í ÁLNABÆ Síðumúla 22 - Sími 31870 Keflavík - Sími 92-2061 Við tökum að okkur saum á gluggatjöldum og gardínuköppum. Við mælum og setjum upp ef óskað er. Við bjóðum greiðsluskilmála. Við sendum í póstkröfu um land allt. i Verið velkomin eða hringið, því við höfum alltaf eitthvað við yðar hæfi. FAXI-35

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.