Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 9

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 9
Halldór H. Jónsson. arkitekt, sá er teiknaði KRON-húðinu í Keflavík, er reist var í Keflavík 1941—12. Nú búð Kaupfélags Suðurnesja, Hafnargötu 30. þess að bera saman bækur sínar og auka þekkingu sína á verslunar- störfum. Stuðst var við sænskar kennsiubækur í þessum fræðum. Deildarstjórarnir fluttu svo fræðsl- una með sér heim, hver til sinnar búðar. Þar var svo haldinn fundur með starfsfólkinu. Með þessari fræðslu var lögð áhersla á að mennta starfsfólkið, veita því fræðslu um hlutverk þess í starfinu. Hvert á að vera viðhorf þess til viðskiptamannsins. Hvað hægt er að gera til þess að draga úr vörurýrnun. Hvaða þýðingu það hafi að halda búðinni hreinni. - Svo nokkuð sé nefnt. Varðandi þessi atriði, eru mér einkum minnisstæð eftirfarandi leiðbeiningar fyrir starfsfólkið: 1. Viðskiptamaðurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Með þetta að leiðarljósi átti afgreiðslu- maðurinn aldrei að karpa við viðskiptavininn, heldur reyna að leiða hann til réttrar niður- stöðu, án þess þó, að áberandi yrði, að hann hefði skipt um skoðun. - Að sjálfsögðu gat þetta stundum verið erfitt. Ragnar Guðleifsson: Samvinnuverslun á Suðumesjum fyrir 1945 — NIÐURLAG--------------------- Guðjón Eyjólfsson, nú löggiltur endur- skoðandi í Reykjavík, var á árum áður sendill hjá KRON. Fall er fararheill Tveim dögum áður en búðin var opnuð höfðu verið fluttar vörur frá Reykjavík í búðina og er það að sjálfsögðu ekki í frásögur færandi. En við þessa flutninga gerðist sá sérstæði atburður, sem nú skal greina. Þegar bfllinn, sem flutti vörurn- ar suður, er kominn á Hvaleyrar- holtið sunnanvert, sér bflstjórinn vörubíl koma á móti sér. Hann vill nú víkja vel. En þar sem hlýtt var í veðri eftir frostakafla og vegurinn mjór malar- og moldarvegur, og enginn fastur vegkantur, bíllinn þungur og með háfermi, þá hefur hann farið of utarlega með þeim afleiðingum, að bfllinn valt og lagðist á hvolf utan vegar. Hjólin stóðu upp, en farmurinn var óhaggaður undir bflnum. Fljótt var nú brugðið við og bíll fenginn með hjálparliði. Var nú losað um flutninginn á bflnum og bíllinn réttur við, og honum komið upp á veginn. Var honum síðan ekið til Keflavíkur með vörurnar í nýju búðina. Þegar vörurnar voru tekn- ar upp, kom í ljós að ekkert hafði skemmst, utan ein sultukrukka hafði brotnað. Hann hefur orðið drjúgur skíðaskálinn. Eins og fram kemur í frásögn ritstjóra FAXA við opnun búðar KRON við Hafnargötu 30 í Kefla- vík, þá komu frá KRON í Reykja- vík ýmsir úr stjórn félagsins og starfsmenn þess til þess að skoða hið nýja verslunarhús KRON í Keflavík og svo einnig að fagna merkum áfanga í störfum KRON. Með Jens Figved, framkvæmd- arstjóra KRON og Jóni Einars- syni, eftirlitsmanni búðanna, var Vilmundur Jónsson, landlæknir. En hann var einn af þeim sem vann ötullega að því að sameina Kaup- félag Reykjavíkur og pöntunarfé- lög sem mynduðu KRON. Hann var einnig áhugasamur um bygg- ingu búðar í Keflavík. Hann vissi einnig allt um skíðaskálann, að kaupin á skálanum voru aðeins kveikjan að byggingu búðarinnar, en ekki efniviðurinn. Mér er það enn í minni, þegar Vilmundur gengur inn í búðina, réttir mér höndina, tekur í hana þéttingsfast, óskar mér til ham- ingju, um leið og hann lætur þessi orð fylgja með kankvíslegu brosi, sem honum var svo eiginlegt: „Hann hefur orðið drjúgur skíðaskálinn“. Honum var fylli- lega ljóst hvað gerst hafði. Starfid í búðum KRON og fræðsla starfsfólksins. Þess var áður getið, að Jens Figved, kaupfélagsstjóri KRON hafi kynnt sér verslunarhætti í Bandaríkjunum og Svíþjóð, enda gætti þessa mjög hjá KRON. Fyrstu árin komu deildarstjór- arnir saman viku- og hálfsmánað- arlega ásamt kaupfélagsstjóra, til Kaupfélagshúsið að Hafnargötu 30. Stofnfundur Kaupfélags Suður- nesja var haldinn 13. ágúst 1945. í stjórn voru kosnir Guðni Magnús- son, Ragnar Guðleifsson, Guðni Guðleifsson, Hallgrímur Th. Björnsson og Björn Hallgrímsson. Varamenn: Kristinn Jónsson og Valdimar Guðjónsson. Sandgerðisdeild KRON skildi við aðalfélagið 1947 og varð sér- stakt kaupfélag, Kaupfélagið Ing- ólfur, Sandgerði. Kaupfélags- stjóri varð þá Hjörtur Helgason, Melabergi, og var hann það til 1977, að félagið sameinaðist Kaupfélagi Suðurnesja, sem síðan rekur sérstaka deild í Sandgerði. Að sögulokum. Hér hefur í stuttu máli verið sagt frá stofnun Pöntunarfélags Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur og síðan hvernig Kaupfélag Reykjavíkur og Ná- grennis, KRON varð til. Nú verður að nokkru sagt frá starfinu í félögunum og í búðum félagsins. Fyrsta búð félagsins í Keflavík. Fyrsta búð félagsins við Aðal- götu 10 í Keflavík var opnuð 9. nóv. 1937. Það kvöld var fagnað- arhóf haldið í Verkalýðshúsinu. Þar voru ræður fluttar og fagnað nýjum áfanga. Þá var gengið til búðarinnar og hún skoðuð. Fjöl- menni var, og var síðan dans stig- inn fram eftir kvöldi. Séra Ótafur Skúlason, fyrrv. sendill KRON, nú dómprófastur í Reykjavík. FAXI - 37

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.