Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 10

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 10
Ólafur Gíslason, Keflavík, Hinrik ívarsson, Merkinesi, Höfnum, og Oddur Pálsson, Keflavík, voru fastráðnir starfsmenn við byggingu KRON í Kefluvík I94l^t2. Oddur Pálsson varsíðan, að byggingunni lokinni, afgreiðslumaður utanbúðar, við kol o.fl. 2. Reynt var að stemma stigu við vörurýrnun með ýmsu móti. Eitt var að skipta búðinni í svæði og hafði þá hver af- greiðslumaður afmarkað svæði, samkvæmt uppdrætti, til þess að gæta og hirða um. Hann þurfti að þurrka af vörunum og þegar hann fyllti í hillurnar, eft- ir því sem vörurnar seldust, átti hann að gæta þess að færa vör- umar ávallt fram, og fylla upp að aftan. 3. Með því að halda búðinni hreinni og snyrtilegri, er búðin meira aðlaðandi fyri viðskipta- vinina. Þeim líður þar betur og eru ánægðari. Vömr geymast betur í hreinni búð. Hreinlæti dregur úr vörurýrnun. 4. Til þess að koma í veg fyrir mis- talningu, þegar gefið er til baka, þá var sú regla að láta greiðslu viðskiptamannsins aldrei í kassann fyrr en búið væri að gefa honum til baka. Pöntunartilhögunin Sú regla gilti hjá KRON, að fé- lagsmenn gátu pantað matvörur og hreinlætisvömr 2svar í mánuði með 5% afslætti frá búðarverði. Ef menn héldu til haga kassa- kvittunum og framvísuðu þeim eftir ársuppgjör, þá fengu þeir7%. Þar af vom útborguð 4% en 3% voru lögð í stofnsjóð félaga KRON. Var þessi pöntunartilhögun mikið notuð af félagsmönnum KRON, og eignuðust þá margir nokkrar krónur í Innlánsdeildinni og eiga þær þar, sumir enn. Einn félagsmaður KRON á þessum tíma, að vísu í Reykjavík, taidi sig hafa hagnast á að versla við KRON með þessari tilhögun. Á fjómm ámm verslaði hann við KRON fyrir kr. 4.471.17 og var þá búið að draga 5% afslátt frá búðarverði, því hann keypti mest í pöntun. í stofnsjóð hans höfðu runnið, að meðtöldum vöxtum, kr. 246.18. Tekjuafgangurinn, sem honum var endurgreiddur, nam kr. 108.70. - Beinn hagnaður af viðskiptum hans í fjögur ár hafði því orðið: 1) 5% afsl. ípöntun af ca. kr. 4.000,- kr. 200.00 2) Lagt ístofnsjóð hans kr. 246.18 3) Endurgreiddur tekjuafgangur kr. 108. 00 Samtals kr. 554.88 Þessi upphæð, kr. 554.88, svarar til þess, að hann hafi eftir fjögra ára viðskipti sparað, sem svarar hálfsárs úttekt. Þannig fengu félagar KRON 5% af þeim vörum, sem þeir pöntuðu og síðan 7% við ársuppgjör eða samtals 12% afslátt af þeim vör- um, sem þeir pöntuðu. Keflavík svört af kolum Á þessum ámm, stríðsárunum, var erfitt að fá kol til hitunar. Þó tókst tvisvar að fá hingað kolaskip og er mér minnisstætt, hvernig byggðin hér leit þá út. Kolabingur var svo að segja við hvert hús, þar sem bílarnir höfðu sturtað hlass- inu. - Dálítið var tekið í kolaportið við nýju búðina, og var þeim síðan ekið út til viðskiptamannanna á hestvagni. Þann starfa hafði Odd- ur Pálsson. Hann hafði unnið við byggingu nýju búðarinnar, en hélt síðan áfram vinnu hjá KRON við ýmiss störf utan búðar. - Oddur dvelur nú að Hlévangi í Garði. Hann verður 92ja ára 6. desember þessa árs. Félagslíf Félagslíf hjá starfsfólkinu var ekki mikið á þessum tímum. Þó voru farnar nokkrar ferðir út á land að sumrinu. Eg man að ein ferð var farin á mót kaupfélaganna í Húnavatnssýslu og önnur austur í Þjórsárdal. - Árshátíðir voru haldnar með starfsfólki allra deilda árlega, og þá í Reykjavík. Jólatrésskemmtanir fyrir börn voru haldnar árlega. —• SÍMAÞJÓNUSTA Við Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík og Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs: Simaþjónusta á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknishéraðs og Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík (vakt- og neyðarþjónusta lækna) er með eftirfarandi hætti: HEILSUGÆSLUSTÖÐ: Alla virka daga, mánudaga til föstudaga kl. 08.00 til 17.00. - Sími 3360. Alla virka daga frá kl. 24.00 til 08.00. Símsvari. - Sími 3360. Símatími lækna: Kl. 08.30 til 09.30 og 12.30 til 13.30. Alla virka daga frá kl. 16.00 til 24.00. Auk þess helgidaga kl. 08.00 til 24.00 er sími 1400 - 1401 - 1138, þ.e. símar á Sjúkrahúsi. SJÚKRAHÚS: Alla daga, allan sólarhringinn. Sími 1400 - 1401 - 1138. ' Samband frá skiptiborði frá kl. 08.00 til 24.00. 38-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.