Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 11

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 11
MINNING i Gustav Adolf Andersen Fæddur 23.október 1905 Dáinn 25. desember 1982 Aðfaranótt jóladags kvaddi Gústav A. Andersen þennan heim. Ekki hvaflaði það að okk- ur, að samræður okkar væru þær síðustu, er við sátum yfir kaffi saman á aðfangadagsmorgni á heimili þeirra hjóna, Kirkjuvegi 18 Keflavík. Hann var hress og virtist ánægður. Hann var reynd- ar búinn að kenna sér meins en engum datt í hug, að það væri þetta alvarlegt. Gústav var mjög unglegur og hraustur þrátt fyrir 77 æviár. Aldrei vantaði hann á vinnustað þessi 7 síðustu ár, en þá kynnt- umst við hjónin honum fyrst og áttum við margar vinnustundir saman. Eg ætla mér ekki að lýsa Gústav heitnum á einn eða ann- an hátt, það gerir hver fyrir sig, sem þekktu hann. Petta verður því meira æviágrip. Gústav var fæddur og uppal- inn á Akureyri. Móðir hans, Guðrún Kristjánsdóttir, var af norðlenskum ættum. Hún fór ung til Noregs. Þar kynntist hún föður Gústavs, sem var af sænsk- um ættum. En þau slitu samvist- um eftir tveggja ára sambúð. Guðrún móðir Gústavs veiktist af berklum og dvaldi í 3 ár á Kristneshæli, og var Gústa þá komið í fóstur hjá Ólafi Þórðar- syni og Guðbjörgu í Lundi. En það hús stóð út á Eyri. Þar var hann til 14 ára aldurs, en þá fór hann til Þórunnar og Hallgríms, móðursystkina sinna. En eftir að Hallgrímur kvæntist hélt Gústi til hjá þeim hjónum. Hjá Hallgrími frænda sínum í Akureyrarbíói, síðar Nýjabíói á Akureyri, fór Gústi snemma að taka til hend- inni, fyrst sem sætavísir, síðan dyravörður og þegar hann hafði aldur til, lærði hann til sýningar- manns. Einnig lærði hann mál- araiðn hjá Hallgrími, sem var málarameistari. í þá daga þurftu menn að fara til Danmerkur og fullnuma sig í iðninni og dvaldi Gústi þar í eitt ár. Hann var sýningarmaður í Nýjabíói á Akureyri til ársins 1953. En-þá varð samdráttur í ntálaraiðninni á Akureyri og fór hann til Keflavíkur í atvinnuleit, og fluttust þá hjónin ásamt börn- unum til Keflavíkur 1954. Þar stundaði hann málaraiðn meira og minna þar til fyrir rúmu ári síðan, og á sama tíma var hann sýningarmaður hjá Félagsbíói Keflavík, eða frá 1954 til vorsins 1982. Eins og fyrr segir, áttum við ótaldar vinnustundir saman þessi 7 ár og sagði hann mér þá ýmis- legt frá sínum uppvaxtarárum. Hæst fannst mér bera minning- arnar frá skátahreyfingunni, en hann var með elstu skátum á Akureyri og hefur verið skáti af lífi og sál. Hugur hans virtist mik- ið vera bundinn minningum að norðan, þar sem hann hafði kynnst fólkinu almennt í leik og starfi. Flestum sumarleyfum eyddi hann þar. Eitt af skyldustörfum hans á Akureyri var í slökkviliði Akur- eyrar, en í það var hann skipaður árið eftir, að hann kom frá Dan- mörku. Hinn 10. október 1931 kvænt- ist hann Sveinlaugu Halldórs- dóttur. Er hún af austfirskum ættum, frá Sandvík við Norð- fjörð. Eg er mjög ánægð með að hafa fengið að kynnast þessari hæglátu og einlægu konu, en því miður fékk ég ekki tækifæri til að kynnast henni fyrr en fyrir fáum árum. Heimili þeirra ber þess vott, að þar er að verki sérstök húsmóðir og kona sem ann hannyrðum. Stundimar sem ég átti á heimili þeirra hjóna verða mér ljúf minning. Sveinlaug og Gústi eignuðust 3 börn, einn son Gunnar að nafni, og tvær dætur, Rósu og Ástu. Gunnar var elstur, fæddur 1937. En hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Brooklyn við New York 15. apríl 1968. Hann var nýkvæntur bandarískri stúlku og hefur hún alla tíð haldið sam- bandi við tengdaforeldra sína og reynst þeim tryggur vinur. Gunnar heitinn var við nám í Bandaríkjunum, búinn að læra skjalamyndatöku, og var að læra til prests hjá KFUM í Bandaríkj- unum. Var stofnaður um hann minningarsjóður til styrktar fá- tækum piltum í prestsnámi og gefur söfnuðurinn í Brooklyn upphæð í sjóðinn á ári hverju. Rósa býr á Akureyri, gift Reyni Jónssyni, hárskera og eiga þau 4böm. Ásta er búsett í Chester í Maryland í Bandaríkjunum, og á þrjú börn, hún er gift Frank Spafford. Gústav A. Andersen var kvaddur í Keflavíkurkirkju þann 6. janúar, en greftrun fór fram á Akureyri 11. janúarsl. Við sem störfuðum með hon- um í Félagsbíói þessi ár, sendum innilegar samúðarkveðjur til Sveinlaugar, dætra hennar og fjölskyldna þeirra. Sigurveig Þorleifsdóttir. Vorið 1955, þegar Félagsbíó hóf starfsemi sína með forustu Björns Guðbrandssonar, vildi svo til að hingað til Keflavíkur var þá nýfluttur maður á besta aldri, norðan frá Akureyri, og vann hann við málun á Keflavíkur- flugvelli. En honum var fleira til lista lagt, og þegar það vitnaðist, að hann væri kvikmyndasýningar- maður, var fljótt til hans leitað og hann fenginn til starfa sem sýningarmaður í hinu nýstofnaða kvikmyndahúsi í Keflavík, Fé- lagsbíói. Þessi maður var Gústaf Adolf Andersen, sem andaðist aðfaranótt jóladags síðastliðinn og var kvaddur í Keflavíkur- kirkju 6. janúar, en greftmn fór síðan fram á Akureyri 11. s.m. Gústaf var vanur sýningar- maður og hafði starfað við Nýja- bíó á Akureyri um árabil áður en hann flutti suður. Að sjálfsögðu hefur engan grunað þegar hann hóf starfið við Félagsbíó, að hann sinnti því svo lengi, sem raun varð á. En starfs- tími hans varð óslitinn frá því snemma árs 1955 til haustsins 1982, eða rúmlega 27 ár. Á þessu tímabili veitti Gústaf mörgum piltum tilsögn í kvik- myndasýningu, og veitti tveimur fullnaðarkennslu, sem hann út- skrifaði, og er annar þeirra nú starfandi sýningarmaður við Fé- lagsbíó. Um leið og Gústaf A. Ander- sen er hér þakkað langt og far- sælt starf við Félagsbíó í Kefla- vík, er konu hans, bömum og öðru venslafólki færðar innilegar samúðarkveðjur. Ragnar Guðleifsson Voru skemmtanirnar haldnar á vegum KRON og Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur þau árin, sem KRON starfaði hér. Kaupfélag Suðurnesja hefur síðan haldið jólatrésskemmtanir árlega. Fastráðnir starfsmenn við byggingu búðarinnar Þeir fastráðnu starfsmenn, sem unnu við byggingu búðarinnar, við Hafnargötu 30, voru auk bygging- armeistarans, Þórðar Jasonarson- ar, Stefán Jasonarson, bróðir Þórðar, Hinrik ívarsson, Merki- nesi, Höfnum, Ólafur Gíslason, Sólvallagötu 29, Keflavík, og Oddur Pálsson nú að Garðvangi í Garði. Keflavík, 27. nóvember 1982 Ragnar Guðleifsson HITAVEITA SUÐURNESJA Hitaveita Suðurnesja Þjónustusíminn er 3536 FAXI-39

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.