Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 12

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 12
Karl Hermannsson: Öryggisbeltin bjarga SPENNIÐ BELTIN Síðastliðinn janúarmánuð urðu 82 umferðarslys í Keflavík, Njarðvík og Gullbringusýslu. í þessum slysum slösuðust 6 manneskjur, þrír ökumenn, tveir farþegar og einn gangandi vegfarandi. í mjög hörðum árekstri sem varð á Reykjanesbraut þakkar annar ökumaðurinn bflbeltunum fyrir að hann stórslas- aðist ekki, en hann slapp ómeiddur. Einu áverkamir sem hann hlaut var mar eftir öryggisbeltin, en bifreið hans gjöreyðilagð- Bílvelta á Reykjanesi. Okumaður þessarar bifreiðar slasaðist mjög illa, en hann var ekki í öryggisbelti og kastaðist því út úr bílnum. Ökumaðurinn telurengan vafaá þvíað hann hefði sloppið betur ef hann hefði verið í öryggisbelti, og haldist inni í bílnum. Dœmigerð mynd um hvaðgerist þegar ökumaður lendir íárekstri og er ekki með öryggisbeltin spennt. Ókumaður þessarar bifreiðar slasaðist að vísu ekki mjög mikið, en hann kastuðist fram í rúðu og á stýrið. Hlaut hann áverka á höfði og brjósti. Ókumaður telur að hann hefði að öllum líkindum sloppið ómeiddur ef hann hefði spennt á sig beltin. Það er álit lögreglunnar að á því leiki enginn vafi. ist. Menn geta reynt að gera sér í hugarlund hvílíkt gífurlegt högg hefur verið um að ræða og hvað hefði gerst ef ökumaður- inn hefði verið laus í sæti sínu. Pví miður er alltof sjaldgæft að öryggisbeltin séu notuð og í þessum 82 umferðarslysum í janúar notuðu aðeins 10% aðila öryggisbeltin. í þéttbýli notuðu aðeins 6,5% beltin, en 25% í dreifbýli. Það er alger misskilningur ef fólk heldur að það sé síður þörf á að nota beltin í þéttbýli. Talandi dæmi um það kom upp í einu umferðarslysi innanbæjar í Keflavík nú í janúar. Pá slasaðist farþegi í bifreið talsvert mikið þegar hann kastaðist úr sæti sínu fram í mælaborð bifreiðarinnar. Fullvíst er að ef hann hefði verði spenntu í öryggisbelti þá hefði hann sloppið ómeidd- ur. Dæmi sem þessi eru alltaf að koma upp og mikið atriði að fólk geri sér grein fyrir því öryggi sem öryggisbeltin veita. Tvo síðastliðna mánuði þ.e.a.s. í desember og janúar s.l. hefur slysatíðni verið svo mikil í Keflavík, Njarðvík og Gull- bringusýslu að það á sér enga hliðstæðu. Þessa mánuði urðu umferðarslysin 155 talsins, en sömumánuði í fyrra voru þeir 93. Petta er gífurleg aukning eða um 67%. Nú segja eflaust sumir að á þessu sé eðlileg skýring, tíðarfarið hafi verið svo slæmt að undanförnu. Það er rétt, tíðarfarið hefur verið slæmt, en er það nægjanleg skýring? Þurfum við ekki að mæta versnandi akst- ursskilyrðum með aukinni aðgæslu? Þurfum við ekki að búa bifreiðar okkar betur út þegar færðin versnar? Þarf ekki að leggja meiri vinnu í að hreinsa göturnar og sandbera hættuleg- ustu gatnamótin? Það er staðreynd að meginþorra allra umferðarslysa má rekja til óaðgæslu ökumanna, ekki til náttúruaflanna. 1/4 hluta þess- ara umferðarslysa í desember og janúar má rekja til þess að menn hafa ekið ógætilega afturábak. Er það tíðarfarinu að kenna? 1/10 hluta þessara umferðarslysa má rekja til þess að menn virða ekki aðalbrautarréttinn. Er það tíðarfarinu að kenna? 1/10 hluta má rekja til þess að menn aka of nálægt ökutæki sem á undan ekur. Er það tíðarfarinu að kenna? Nei, það er ekki hægt að kenna tíðarfarinueingöngu um, þó það spili að sjálfsögðu inn í. Spennið beltin — og öryggið margfaldast 40 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.