Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 20

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 20
MINNING GUÐJÓN MAGNÚSSON FÆDDUR 9. MARS 1918 DÁINN 6. FEBRÚAR 1983 Kveðja frá starfsfólki Grunnskóla Njarðvíkur Hinn 6. þ.m. lést í sjúkrahúsi í Reykjavík Guðjón Magnússon, fyrrverandi húsvörður við Grunnskóla Njarðvíkur. Guðjón fæddist að Halldórs- stöðum á Vatnsleysuströnd 9. mars 1918. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Jónsson útvegs- bóndi þar og Erlendsína Helga- dóttir. Guðjón kvæntist 30. sept. 1944 Kristjönu Jónsdóttur, ætt- aðri úr Breiðuvík á Snæfellsnesi. Þau hófu búskap í Vogum en fluttust til Njarðvíkur 1959 og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru Guðlaugur, Sigurður Jón og Sigrún Karítas. Þau eru öll búsett í Njarðvíkum. Barnabörnin eru 10 og barnabamabörnin 2. Guðjón hóf störf hér við skól- ann haustið 1964 og starfaði sem húsvörður til haustsins 1980, en þá sagði hann starfi sínu lausu. Hann hóf aftur störf við skólann sl. haust og starfaði þá sem gangavörður þar til hann lagðist banaleguna. Starfi húsvarðar fylgir oft á tíð- um talsverður erill og reynir þá mjög á samskipti hans við kenn- ara og nemendur skólans. Aldrei minnumst við þess að þar hafi nokkurn tímann fallið skuggi á. Öll störf Guðjóns í þágu skólans mótuðust af alúð og samvisku- semi. Hann var mjög handlaginn og gerði oft sjálfur við tæki og áhöld skólans. Stundum vann hann að þeim viðgerðum sem iðnaðarmenn þurfti til. Fram- koma Guðjóns mótaðist af prúð- mennsku og hógværð. Þessi lyndiseinkenni komu best í ljós þegar nemendur voru annars vegar. Hin rólega og yfirvegaða framkoma hans hafði sefandi áhrif á þá. Þeir hlýddu honum allir. Orð hans voru lög. Guðjón var greindur vel, fróð- ur og skemmtilegur. Hann var hagmæltur og hafa sum ljóð hans birst í blöðum og tímaritum. Oft kom það fyrir á kennarastofum að hann kastaði fram stöku og orti jafnvel heilu ljóðabálkana um kennara, nemendur og ýmis skemmtileg atvik úr skólastarf- inu. Þessir bálkar voru síðan fluttir á samkomum kennara skólans. Þegar við nú kveðjum Guðjón vin okkar í hinsta sinn er okkur efst í huga minningin um góðan dreng og félaga. Sú minning mun verma okkur um ókomin ár. Við sendum eiginkonu hans, börnum, tengdabörnum og barnabörnum þeirra hjóna sam- úðarkveðjur. FRÁ VEFNADARVðRUDEILD GARN OG LOPI í ÚRVALI RÚMFATASETT SÆNGUR KODDAR SÆNGURVER LÖK KODDAVER RÚMFATASETT HANDKLÆÐASETT í GJAFAKÖSSUM Kaupfélag Suðurnesja Vef naðarvörudei Id Sími1501 Prjóna- konur Kaupumfallegavel prjónaöa sjón- varpssokka, 60 cm langa. Móttaka miðviku- dagana 9. mars og 23. mars n.k. kl. 13:15 aö Iðavöllum 14b. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. mmmt 48 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.