Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 22

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 22
MINNING Benedikt J. Þórarinsson yfirlögregluþjónn FÆDDUR 25. JANÚAR 1921 DÁINN 16. JANÚAR 1983 Benedikt J. Þórarinsson, yfir- lögregluþjónn, andaðist á Borg- arspítalanum í Reykjavík sunnu- daginn 16. janúars.l. eftirerfiða en fremur stutta legu. Benedikt, sem fæddist 25. jan- úar 1921, var sonur hjónanna Þórarins Eyjólfssonar, trésmiðs í Keflavík, og Elínrósar Bene- diktsdóttur, ljósmóður. Hann var uppalinn í Keflavík og hélt þar heimili uns hann fluttist til Kópavogs fyrir nokkrum árum. Eins og títt var um unga menn við sjávarsíðuna, þá byrjaði Benedikt starfsævi sína við beit- ingar og fiskverkun og síðan fór hann til sjós. Þá hóf hann nám í málaraiðn og líkaði vel en varð að hætta vegna ofnæmis. Hann réðist svo í lögregluna í Keflavík árið 1944 og þrem árum síðar til ríkislögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli, fyrst sem varðstjóri en árið 1951 var Benedikt skipaður yfirlögregluþjónn, og gegndi hann því starfi til dauðadags. Hann var ætíð vakandi um nýj- ungar hvað lögreglumenn og starf þeirra viðvék og sótti fræðslu m.a. til Bandaríkjanna, Danmerkur og Svíþjóðar. Benedikt var mjög farsæll í starfi, ákveðinn en virtur. Það var sama hvort um var að ræða óvelkomnar heimsóknir á flug- völlinn eða heiðursvörð og ör- yggisgæslu velkominna þjóð- höfðingja. Öryggi og festa voru aðalsmerki Benedikts við slík tækifæri. Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Lilja Jóhannsdótt- ir og áttu þau tvo syni, Þorvald vélstjóra og Rúnar húsasmið, sem kvæntur er Hrefnu Sigurðar- dóttur. Benedikt og Lilja slitu samvistum, en Benedikt gekk að eiga Sigríði Guðmundsdóttur þann 17. júlí 1954. Þaueignuðust tvær dætur, Sigrúnu Ingibjörgu gifta Þórði Jónssyni lögreglu- þjóni og Kristínu, sem stundar nám í Svíþjóð. Þá ólust upp hjá þeim tvö börn Sigríðar frá fyrra hjónabandi, þau Margrét Ragn- arsdóttir, gift Albert Sævari Guðmundssyni múrarameistara og Guðmundur Örn Ragnars- son, framkvæmdastjóri, kvæntur Ólínu Erlendsdóttur. Benedikt tók þegar á unga aldri þátt í starfi ýmissa félaga og valdist ætíð til forystu. Hann var m.a. formaður unglingadeildar Slysavarnafélagsins í Keflavík, formaður Félags ungra sjálfstæð- ismanna í Keflavík, formaður Sjálfstæðismannafélags Kefla- víkur og æðstur Frímúrara á Suð- umesjum frá upphafi þess bræðra- lags þar. Þá var hann varabæjar- fulltrúi í Keflavík eitt kjörtíma- bil. Frítímaiðja Benedikts var nokkuð sérstæð. Hann var hagur mjög í höndum og þegar hann varð að hætta við málaraiðnina, þá tók hann sér hamar í hönd, en ekki til að smíða stól eða borð eða skáp, þótt hann hafi án efa gert nokkur slík. Benedikt byggði tví- lyft hús að Hringbraut 65, þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni í nokkur ár, sumarbústað við Þingvallavatn og síðan hóf hann byggingu á öðru húsi, nú að Heiðarbrún 17. Er þau hjón ákváðu svo að flytja í Kópavog og ég ganntaðist við hann um að nú væri ekkert hús að reisa, þá svaraði Benedikt að bragði: ,,Jú, góði minn, bílskúrinn er eftir.“ Það var sama hvar þau sam- rýndu hjón, Benedikt og Sigríð- ur bjuggu, alltaf var heimili þeirra og heimilisbragur til fyrir- myndar. Benedikt gat aldrei setið auð- um höndum. Þeir sem um Reykjanesbraut fóru í fyrra báru augum meistarastykkið, bátinn Pípa-Lúk, rétt utan vegar í Hvassahrauni. Bátinn smíðaði Benedikt til eigin nota, og reynd- ar annan áður, því hann hafði unun af að róa til fiskjar hér út á flóann. Þá eru fáargóðar laxveiði- ár hér á landi, sem Benedikt þekkti ekki til hlýtar. Benedikt var hagmæltur vel og bjó yfir mikilli kímnigáfu. Hann var hrókur alls fagnaðar og af honum sópaði hvar sem hann fór, í starfi sem utan. Skarð það, sem Benedikt J. Þórarinsson skyldi eftir, verður vandfyllt. Mikill er missir okkar samstarfsmanna, og þó meiri vandamanna. Blessuð sé minning góðs drengs. Ólafur I. Hannesson. NJARÐVÍK ATVINNUREKENDUR Atvinnurekendur eru alvarlega minntir á að tilkynna bæjar- sjóði Njarðvíkur um starfsmenn sína. Vanræksla á tilkynningarskyldu þessari, svo og vanræksla á að halda eftir kaupi starfsfólks upp í útsvar, veldur því að launagreiðandi er ábyrgur fyrir útsvarsgreiðslum starfsfólks síns, sem eigin skuld. Bæjarsjóöur- Innheimta Maður þarf ekki að vera hissa -----------------------Framhald afbls. 41- þeir eru á þessum tímum. Hæst ber slysatíðnina kl. 13 til 14, þegarfólk er orðið of seint að koma sér frá matarborði - kannske of mettað og værukært. Tíminn frá kl. 12 til 13, þegar fólk er að fara til og frá í matartíma og umferð því mikil, er t.d. ekki meiri en á öðrum tímum starfsdagsins. Þávekurþaðathygli að tíminn milli 17 og 18, þ.e.a.s. eftir að fjöldi fólks Iýkur dags- verki, eru slys afar tíð og eru fast upp undirtopptímanum. Þá virðist vera asi á fólki - sennilega að koma sér í aukastörf eða aðrar knýjandi annir. Það er vissulega ástæða fyrir foreldra að hafa sérstaklega gát á börnum sínum þessar hættulegu klukkustundir og hvetja alla þá er geta, að færa ferðaþörf sína yfir á hættuminni tíma. Já, það er full ástæða til að skoða teikningu Karls vel og nýta sér þann fróðleik sem af henni má læra. Að lokum má geta þess að þrátt fyrir mjög óhagstæðan des- ember varð slysatíðni árið 1982 ekki mikið meiri en árin næstu á undan. Árið 1980 vorualls472 um- ferðarslys, 1981 urðu þau 485 og 1982 urðu þau 500. Þess ber líka að geta að skráðum ökutækjum hefur fjölgað mikið í umdæminu. Árið 1980 voru þau talin 4948, árið eftir 5368 og 1982 voru þau orðin 5881. 50-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.