Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 24

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 24
Tónlistarfélag Keflavíkur 25 ára ------------------------------------Framhald af bls. 31— Kristinn Hallsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Rut Magnússon, Sigurveig Hjaltested, Snæbjörg Snæbjarnardóttir, Nanna Egils Björnsson, Hanna Bjarnadóttir, Guðmundur Guðjónsson. Píanóleikarar sem komu voru: Wladimir Askenasy, Rönvaldur Sigurjónsson, Jón Nordal, Jórunn Þessi mynd er tekin fyrir utun Nýja Bíó á 10 úra aj'mæli Tónlistarfélagsins. Ragnar Björnsson og Vigdís Jakobs- dóttir formaður skólanefndar eru að taka á móti Gylfa Þ. Gíslasyni, sem þá var mcnntamálarádherra og œtlaði að vera viðsladdur nemendatónleika skól- ans. AÐALSKIPULAG KEFLAVÍKUR 1982 - 2002 Tillaga að aðalskipulagi fyrir Keflavík (Njarðvík og Keflavíkurflugvöll) 1982-2002, hefur verið send í allar íbúðir í Keflavík, til kynningar. Hafi eintak ekki borist í íbúð af einhverjum ástæðum er hægt að nálgast það á bæjarskrifstofunni. Þeir sem vilja gera athugasemdir eða tillögur vegna aðalskipulagsins eru beðnir að koma þeim til undirritaðs fyrir 1. mars n.k. BÆJARSTJÓRINN í KEFLAVÍK IÐNFYRIRTÆKI Á SUÐURNESJUM Samband sveitarfélaga á Suðumesjum hefur ákveðið að hafa frumkvæði að þátttöku í iðnsýningu, sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 19. ágústtil 4. septembern.k. Þau iðnfyrirtæki, sem áhuga hafa á að taka þátt í þessari sýningu, hafi samband við Jón Egil Unndórsson, fulltrúa hjá undirrituðum, sem veitir nánari upplýsingar. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Brekkustíg 35, Njarðvík-Sími 3788 SAMBANO SUEITASFÉLAGA A SUÐURNE SJUM Viöar. Karlakórinn Fóstbræður kom tvisvar til okkar, sömuleiðis kom Lúðrasveit Reykjavíkur. Ragnar Björnsson hélt orgeltón- leika fyrir okkur og Gunnar Kvar- an cellóleikari kom til okkar einu sinni. Par að auki gátum við komið því til leiðar, að við fengum stund- um einleikara með Sinfóníuhljóm- sveitinni og var það mest að þakka elskulegri ljúfmennsku fram- kvæmdastjóra hljómsveitarinnar, sem þá var Gunnar Guðmundsson sem nú er látinn. En vinsælustu tónleikarnir hjá okkur voru nem- endatónleikarnir á vorin. Þá voru venjulega 2-3 tónleikar í skólan- um þar sem yngri nemendur komu fram, en duglegustu nemendurnir og þeir sem lengst voru komnir spiluðu svo í öðru hvoru kvik- myndahúsinu, og alltaf fyrir troð- fullu húsi. Við létum prenta hljómleikaskrá og verðlaun voru þá veitt bæði frá skólanum sjálfum og einnig frá Lionsmönnum. Síðan sleit skólastjóri skólanum með ræðu og var alltaf sérstaklega skemmtilegt andrúmsloft á þess- um tónleikum. Nú skilst mér að síðustu tónleik- ar skólans fari ævinlega fram í kirkjunni og komst ég einu sinni af tilviljun á tónleika þar, því ég heyrði þá auglýsta sama dag í út- varpinu og stóð vel á fyrir mér, svo ég dreif mig suður eftir. Annars hefur mér aldrei verið boðið að koma á nemendatónleika síðan ég flutti frá Keflavík og hefði ég þó haft sérstaklega gaman af að koma fyrstu árin eftir að ég flutti, því þá voru svo margir nemendur sem ég þekkti og hefði haft ánægju af að fylgjast með, en nú þekki ég áreiðanlega enga nemendur í skól- anum. Pað er nú svona að þó Reykjavík sé ekki langt frá Kefla- vík, þá er það nú þannig að ef mað- ur veit ekki af þessu fyrr en sama daginn, þá getur staðið þannig á að maður geti ekki komið, en svona tónleikar eru venjulega ákveðnir með 3-4 vikna fyrirvara. Eina eftirminnilega tónleika komumst við Ragnar B jörnsson þó á í Félags- bíói, þar sem Sinfómuhljómsveit íslands lék og einleikari á fiðlu var Unnur Pálsdóttir, og var þetta jafnframt burtfararpróf hennar frá skólanum. Ragnar frétti af þessum tónleikum í gegnum Arna Arin- bjarnarson og hringdi í mig og við fórum suður eftir. Við þekktum bæði Unni frá þvi' hún var smábam og byrjaði hjá okkur í skólanum. Engum úr stjórn Tónlistarfélags- ins datt í hug að hringja í okkur og láta okkur vita af þessu. Að end- ingu vil ég óska Tónlistarfélaginu og Tónlistarskólanum alls hins besta í framtíðinni. 52 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.