Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 25

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 25
SÉRA JÓN THORARENSEN ÁTTRÆÐUR Hinn 31. október s.l. varð séra Jón Thörarenseti fyrrverandi prest- ur í Nesprestakalli í Reykjavík og rithöfundur áttrœður. Enginn nú- lifandi Islendingur hefur skrifað eins tnikið og merkilegt um Suður- nes og séra Jón og að Hagalín og Lúðvík Kristjánssyni eftil vill und- anskildum hefur enginn skrifað um forna búskaparhætti við sjávarsíð- una af eins mikilli þekkingu og inn- lifun og hann. Séra Jón hefur gefið út þrjár skáldsögur: Útnesjamenn, Marínu og Svalheimametin - þjóðsagna- safnið Rauðskinnu, Sjósókn End- urminningar Erlendar Björnsson- ar og nú í vetur komu frá hans hendi minningarþœttir utn horfna Hafnatnenn, sem hann nefndi Litla skinnið. Séra Jón Thorarensen er fœddur i í Stórholti í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Bjarni Jón Thorarensen bóndi þar síðar bœjarfógetaskrifari í Reykja- vík og kona hans Elín Elísabet Jónsdóttir. Kornungur fluttist Jón til föðursystur sinnar Hildar, sem gift var Katli Ketilssyni í Kotvogi í Höfnutn. Frá Höfnutn reri hann til fiskjar tíu sumur, eina haustvertíð og eina vetrarvertíð. Og þarna drakk séra Jón jxið vatn, sem œ síðan hefur dugað honum til lífs- viðurvœris. Hann kynntist stór- brotnu líft Hafnafólksins meðan þœr voru stórveldi sem útgerðar- stöð. Og jxtrna sat hann viðfótskör skáldanna Ólínu og Herdísar Andrésdœtra, sem lofsungu árœði og kjark sjómanna, samanber kvceðið frœga: u Sagt hefur jxið verið utn Suðurnesjamenn o.s.frv. Og hann lœrir meitlað málfar Is- lendingasagna og hlustar á sögurnar um gengnar kynslóðir; Vilhjálm Hákonarson í Kirkjuvogi, Ketil Jónsson og Ketil Ketilsson í Kot- vogi (Ketil eldra). Þessar hetju- sagnir verða .vvo uppistaðan í skáldsögum hans og Rauðskinnu. Guðmundur Hagalín tekur sér- staklega eftir málfarinu. Hagalín skrifar m.a. um Svalheimamenn, » sem út kom 1977: ,,Eins og í öðr- ntn bókutn Jóns er málið hrein og tær íslenska en sitthvað er jtar, setn mér þykir rétt að vekja athygli á. Á L Hjónin frú Ingibjörg Dórothea Thorarensen og séra Jón Thorarensen Jyrir framan liús sitt að Hagamel 42 í Reykjavík. Bókmenntakynning á verkum séra Jóns Thorarensen. Leikfélag Keflavíkur í samráði við Bæjarbókasafnið, hefur ákveðið að halda bókmenntakynningu á verkum séra Jóns Thorarensen í tilefni af 80 ára afmæli hans í haust. Verður bókmenntakynningin í byrjun mars í Félagsbíói í Keflavík. Þar mun Andrés Kristjánsson fyrrverandi rit- stjóri flytja stutt erindi um rithöfundinn, Karlakór Kefla- víkur syngur, félagar úr Leikfélagi Keflavíkur munu lesa úr verkum séra Jóns og fulltrúar frá Sambandi sveitarfé- laga á Suðurnesjum ávarpa skáldið. Væntanlega mæta sem flestir til að sýna séra Jóni virð- ingu og þökk fyrir stórmerkilegt menningarstarf. stöku stað koma fyrir orð, sem ég minnist ekki að hafa séð áður og nefni ég hér þrjú fteirra. Eitt er engli, sem jtýðir efni í öngul og annað er heiti á drykk, sem ég kann ekki skil á, en séra Jón kallar ein- vala. Það þriðja ketnur fratti í þess- ari frásögn: ,,Magnús lokaði post- illunni, tók verkfœri sín og byrjaði að fella blótspón á kjallarastykk- in.““ En jxtð atriði rnálfarsins þyk- ir mér athyglisverðast, hve mjög gœtir í orðatœkjum og samlíking- utn viðmiðunar við skip, sjó og sjó- mennsku. Raunar kannast ég við þetta sama úr átthögum tnínum, en þess gœtti þar ekki eins mikið og í tnáli séra Jóns og persóna hans. Hér fara á eftir nokkur dœtni: Hún var að vísu aðfalls tnegin við fer- tugt, en sú flóðfylling, var á nœstu grösum... Magnús var öðruvísi í byrðing búinn... Og til ftess að hjón verði skarbyrt og fteim notist áróður sittn tnilli kippa í hérvistar- hagsœld, er þetta farsœlast að koma sér að keipastokkum sem fyrst og kynnast undiröldunni, setn getur stundum verið mest í logn- blíðri lá. Og hér kemur önnur til- vitnun. Þorsteinn Jósepsson sagði í Alþýðublaðinu um Útnesjamenn: ,,Oll er bókin látlaus og algerlega laus við tilgerðy Er engutn blöðurti utn jtað að fletta að hér er utn að rœða einhverja jxí sérkennilegustu skáldsögu, setn komið hefur út hér á landi á ftessum upplausttartím- utn. Að ýtnsu leyti ersem maðursé að lesa gamalt og kjarnsterkt forn- rit. “ Allar bœkur séra Jóns hafa notið mikilla vinsœlda. Flestar þeirra hafa komið út í mörgum og stórum upplögum. En þótt við- brögð almennings hafi verið á þennan veg finnst ttiér setn Suður- nesjamenn hafi ekki sýnt séra Jóni verðskuldað þakklæti. En kannski speglast hér einmitt tómlæti Suður- nesjatnanna utn sögu sína og forna menningu. Eti Jón er enn í fullu fjöri og kannski gerast fxtu undur og stórmerki áður en hann verður níræður að einhverjir góðir menn hér á svœðinu vekja athygli alþjóð- ar á hinu tnikla bókmennta- og menningarstarfi séra Jóns. Per- sónulega þakka ég honum ánægju- leg kynni og óska honutn og hans fólki alls hins besta. Hilmar Jónsson. FAXI - 53

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.