Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 27

Faxi - 01.02.1983, Blaðsíða 27
skepnur, og laginn að hjálpa þeim ef einhvers þurftu með. Ég held þó að mest yndi hafi hann haft af sauðfé. Hann var mikill fjármaður alla tíð. Einu sinni um haust var það á yngri árum hans, að hann fór í eftirleit og snjóföl var á jörðu. Þá hrapaði hann í hraungjá, en var svo heppinn að gríðarstór og langur broddstafur, er hann var með lenti þversum á gjárbörm- unum og náði vel yfir. Stafurinn var mjög sterkur. Ketill hélt sér dauðahaldi og fikraði sig varlega að öðrum barminum og náði þar grjótfestu og komst upp. Stafur- inn var ávallt geymdur á örugg- um stað. Ég handlék hann oft. Stafur þessi eyðilagðist í elds- voða. Fyrsta sumarið, sem ég var í Kotvogi, var Vilborg, móðir Ketils lifandi. Ég man það, að ég bað hana oft að gefa mér fjórða part úr flatköku. Hún gerði það, og gott var það, sem kom úr hennar höndum. Allt í sambandi við Vilborgu Eiríksdóttur er mér hugljúft alla tíð. Hún spáði fyrir mér, en ég hafði auðvitað ekkert vit á slíku þá. Pegar ég fór fyrsta haustið frá Kotvogi til foreldra minna í Reykjavík gaf hún mér vettlinga, sem hún hafði sjálf prjónað og var silfurkróna frá henni í þeim. Ég man það, þótt lítill væri, að hún kallaði mig að rúmi sínu og lánaði mér lítinn poka, fullan af sauðarvölum og sagði: ,,Raðaðu þessum völum á kistuna hérna við rúmið mitt. Þetta eru sauðirnir þínir. Það er gaman að sjá, hve þeir eru marg- ir.“ Ég gerði þetta, en svo mikið var í pokanum, að ég raðaði að- eins litlu, svo sem, eins og, tveimur eða þremur röðum. >,Þetta eru sauðirnir þínir, er ekki gaman að eiga marga sauði?“ ,,Jú“, sagði ég. Svo man eg ekki meir. Ég sá þessa konu aldrei framar. Þegar ég var orðinn prestur og kom til Andrésar Andréssonar, klæðskera, sem saumaði á mig hernpu, sagði hann við mig í fyrsta skipti, sem ég kom: ,,Það er rólegt hérna hjá mér núna, en nter finnst eins og einhver sæki ar> mér, viltu vera svo góður, að koma snöggvast inn á skrifstofu mina.“ Hann benti mér á stól að setjast á, en sjálfur settist hann í sofa, og hallaði sér upp að bak- 'nu á honurn. Hann var skyggn °8 gat talað við ósýnilegar per- sónur í vöku. Hann lygndi aftur augunumogsagði: „Hérerkom- MINNING Ingólfur Karlsson frá Karlsskála, Grindavík FÆDDUR 12. JÚLÍ 1924 DÁINN 29. DESEMBER 1982 Hinn 7. jan. s.l. var Ingólfur Karlsson kvadd- ur hinstu kveðju í hinni nýbyggðu kirkju Grindvíkinga að viðstöddu miklu fjölmenni, en hann lést 29. desember 1982 á Borgarspítalan- unr í Reykjavík, eftir erfiða sjúkdómslegu. Ing- ólfur var fæddur 12. júlí 1924 að Karlsskála í Grindavík. Foreldrar hans voru Ágúst Karl Guðmundsson, sem lést 1943, og Guðrún Steinsdóttir, sem nú dvelur á sjúkrahúsinu í Keflavík, 94 ára að aldri. Ingólfur ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt stórum systkinahópi, en þau voru 10 Karls- skálasystkinin. Snemma fór hann á sjóinn með föður sínum á bát hans Framtíðinni, sem hann gerði út frá Grindavík. Eftir að hann lauk barnaskóla fór hann í tvo vetur í Flensborgarskóla í Hafnar- firði. Fljótlega eftir það tók hann 30 smálesta formannspróf og hóf formennsku á m/b Sæ- geir, sem Baldur Guðmundsson útgerðarmað- ur átti og gerði út frá Grindavík. Hinn 6. októ- ber árið 1947 gekk Ingólfur að eiga eftirlifandi konu sína, Vigdísi Magnúsdóttur, en þau kynntust á Siglufirði. Foreldrar Vigdísar voru Valgerður Olafsdóttir og Magnús Vagnsson yfirsíldarmatsmaður, sem þar bjuggu. Fyrstu búskaparárin bjuggu þau á Karlsskála hjá móður Ingólfs, en fluttu síðar til Siglufjarð- ar og voru þar í sex ár en fluttust síðan til Grindavíkur aftur, og áttu lengst heima á Rán- argötu 10. Þar sást vel út á sjóinn, en hann stundaði Ingólfur mestan hluta ævi sinnar sem skipstjóri og mikill aflamaður. Börn þeirra hjóna urðu fimm, Valgerður gift Olafi Sigurpálssyni útgerðarmanni, Magnús slökkviliðsmaður giftur Bergljótu Steinsdóttur, Guðrún en hún lést 5 ára, Guðrún Bára sem starfar við sendiráð íslands í Genf í Sviss, Ágúst Pór verkstjóri, giftur Kristínu Pálsdóttur, eru þau öll systkinin sem gift eru búsett í Grindavík og eru barnabörnin orðin 6 og áttu þau oft góðar stundir hjá afa og ömmu. Bátarnir stækkuðu og árið 1959 fór Ingólfur í Stýrimannaskólann og lauk þar fiskimanna- prófi í öldungnum. Var Ingólfur mörg ár skip- stjóri á bátum Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði. Við Ingólfur kynntumst þegar hann var með bát sem ég átti, Skagaröst KE 34, það var árið 1967 og var báturinn gerður út frá Grindavík. Þá fann ég fljótt að þarna fór maður sem gott var að starfa með, dugnaður og þrek sem þarf til að stunda sjó á vetrarvertíðum enda hef ég fáum kynnst sem mér hefur fallið eins vel við í önn dagsins í erfiðu starfi og við léttan leik. Viðmótið og vingjarnlega brosið hlýjaði manni oft á heimili þeirra hjóna Vigdísar og Ingólfs Karlssonar. Skagaröstin mun hafa verið síðasti báturinn sem hann var með sem skipstjóri, hann fór um tíma til sfldveiða í Norðursjó og loðnuveiða á m/b Grindvíking. Árin 1972 og 1973varlngólf- ur hafnarstjóri í Grindavík og var það starf erfitt og erilsamt árið sem gosið var í Vest- nrannaeyjum, ég held að lítið hafi verið sofið vertíðina þá. Eftir það stundaði hann vörubíla- akstur og síðar keypti hann vélgröfu sem hann starfaði á ásamt vörubflaakstri. Nú fyrir nokkr- um árum byggðu þau hjónin glæsilegt einbýlis- hús að Baðsvöllum 16, Grindavík, Ingólfur hafði lokið við að ganga þar vel frá öltu áður en ferðin langa var farin. Síðustu tvö árin var hann vaktmaður í orku- veri Hitaveitunnar í Svartsengi. Með Ingólfi Karlssyni er góður drengur genginn, ég er þakklátur fyrir aö hafa kynnst þeim hjónum og börnum þeirra, allt er það gott og traust fólk. Við hjónin sendunr frú Vigdísi, bömum hennar og tengdafólki innilegar samúðarkveðjur. Margeir Jónsson in kona inn til okkar. Ég fann áhrifin frá henni frammi í búð- inni, þegar þú komst. Hún er frekar lágvaxin, aðeins lítiö eitt lotin í herðum, hárið ber svip af aldrinum. Hún er með fallega þríhyrnu. Hún segir nú við mig formálalaust: „Spurðu Jón, hvort liann muni eftir konunni, sem spáði fyrir honum. Nú er það komið fram.“ Ég sagði nei. „Ég man ekki eftir neinni konu, sem spáði fyrir mér.“ Þá sagði konan við Andrés: „Jæja, það er þá svona . Hann man ekki eftir þessu. Man hann þá ekki eftir konunni, sem lánaði honum sauðarvölurnar." „Jú, auðvit- að“, sagði ég og opnaðist allur, en þá hvarf konan Ándrési. Þetta var Vilborg, móöir Ket- ils, fóstra míns. Ekkert gat Andrés vitað um okkar gömlu kynni. Vilborg var heldur alls ekki í huga mínum, þegar ég kom til hans. Þetta var innskot hjá mér, sem ég mátti til að hafa með, vegna konunnar, sem ég kynntist þarna fyrsta sumarið mitt í Kotvogi. Hún var þá búin að vera hús- freyja á þessu stóra heimili með miklum heiðri, í nærri hálfa öld. FAXI - 55

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.