Faxi

Årgang

Faxi - 01.03.1983, Side 12

Faxi - 01.03.1983, Side 12
Æviminnmgar Þorgríms St. Eyjólfssonar VIÐTAL PÉTUR PÉTURSSON ÞULUR - 3. HLUTI Þaö var ekki neitt recept, sem fylgdi gleraugnakaupum í þá daga. Menn keyptu þau og það virtist koma aö góðum notum. Þetta gafst mönnum mjög vel og þeir keyptu sín gleraugu og skiptu á þeim þegar heim kom og notuðu til skiptis þegar á þurfti að halda. Ég skal ekki segja að menn hafi eyðilagt í sér augun með þessari aðferð, en égtel að þettamundi nú ekki þykja heppilegt nú á dögum. Það væri betra að fara fyrst til sér- fræðings og láta hann reyna og prófa alla hluti. Þarna var ýmislegt sem var minnisstætt. Það voru ýmsir pappakassar sem fleygt var þarna, og það var kassi frammi í anddyri sem að búðarruslið var látið í, og það þótti þó nokkuð varið í að fá leyfi búðarmanna til þess að leita í ruslakassanum hvort ekki væri nú eitthvað nýtilegt þarna. Góður pappakassi þótti gott búsílag fyrir þá sem voru á þessum aldri. Nú held ég, þegar maður lítur á allt það sem fleygt er úr búðum, og öðru því um líku að lítið mundi þykja til þessara hluta koma. Svona var það nú í þá daga. Það var nú með þessa Duus verslun í þá daga eins og núna, að menn hafa talið að hægt væri að auðgast á verslun, og margir hafa hugsað sér að gera það, m.a. voru ýmsir sem keyptu varning af Duus, og ætluðu sér að selja hann með einhverjum hagnaði í nágranna byggðunum. Sagt var um einn sem stundaði þessa verslun, keypti ýmislegt og seldi aftur, að hann hefði keypt eldspýtnastokk á 3 aura hjá Duus og flutt hann til sinnar heima- byggðar og selt hann á 2 aura. Að- spurður um það hvernig þessir verslunarhættir bæru sig, þá sagði hann: ,,Ég hef hagnaðinn af um- setningunni“. I Flensborgarskólanum. Eg sé að hér er mynd af Flens- borgarskólanum, mynd af nem- endum hans og skólahúsinu árið 1921-1922. Mér féll einkar vel námið í Flensborgarskóla. Þarna var mjög heilbrigt félagslíf. Á þeim tíma voru þetta þroskaðir og eldri menn sem að komu þangað. Mér er sér- staklega minnisstæður fyrsti morg- uninn. Ég kom þama með mótor- bát héðan úr Keflavík til Hafnar- fjarðar, var með mitt hafurtask, og remdist með það þarna suðureftir götunum, því að þá voru nú ekki strætisvagnar eða neitt því um líkt, enda var ég víst með koffort með mér og talsverð fyrirhöfn að koma því, svo ég dröslaði þessu og var snemma á fótum. Þegar ég kom þarna að, þá voru öll hús lokuö, og ég beið þar góða stund fyrir utan, en hafði mig svo upp í það, er ég sá hreyfingu við giugga þar, að banka á dyr. Það voru tvennar dyr á hús- inu þarna. Að vörmu spori kom vörpulegur maður fram á nær- skyrtunni, og hann virtist vera svona frekar við aldur, því hann A túnblettinum sunnanundir húsi Þorgríms læknis - nú Kirkjulundur. Efri röð frá vinstri: Jóhanna Rugna Þorgrímsdóttir dó í æsku, Guðrún Jónsdótlir, Björn Stefánsson, Arni Þór Þorgrímsson, Birna Jónsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Jóhanna Lúðvíks- dóttir, Bergþóra Sölvadóttir, Jóhanna Stefánsdóttir. Þegar jtessi mynd var tekin bjuggu Þorgrímur og Eiríka í húsi Þorgríms lœknis. var með yfirskegg. Hann tók mér alúðlega, vísaði mér til sætis þarna inni í heimavistinni, sem að ég var í næstu þrjú ár. Þessi maður reynd- ist við nánari kynni vera einn nem- andi skólans, og var síðar ráðs- maður. Ég segi þetta til þess að sýna fram á að þetta voru ekki neinir unglingar, sem sóttu skól- ann á þeim árum. Þarna voru menn, sem voru allt upp að þrí- tugsaldri. Svo þetta var þroskað fólk. Kennarar voru mjög góðir. Ogmundur Sigurðsson hafði al- mennt orð á sér fyrir kennsluhæfi- leika. Þarna var líka séra Þorvald- ur Jakobsson, sem áður var prest- ur í Sauðlauksdal, indælismaður, Sigurður Guðjónsson var þá kenn- ari þarna líka og fleiri voru þar stundakennarar og kennarar um stundarsakir. Sigurður kenndi lengi við Verslunarskólann. Sam- viskusamur maður og vildi öllum vel. Þessi ár liðu þarna mjög Ijúf- lega. Þarna eignaðist ég marga góða vini og margir þeir, sem þar voru, urðu síðar þjóðkunnir menn, rniklir embættismenn þess- arar þjóðar, t.d. var einn þeirra hæstaréttardómari, hæstaréttarrit- ari varð annar; prestar, læknar og fleira. Það eru náttúrulega ýmis skemmtileg atriði og þau eru kannski bundin við eina eða tvær persónur í skólanum eins og gerist og gengur. Þetta voru ekki neinir englar. Okkur þótti gaman að skvetta okkur upp þarna. Ég minnist eins skemmtilegs atviks er við vorum þarna á ganginum. Þetta var nú ekki langur gangur og verið var að binda fyrir augun á einum og hann átti að ganga um og gera eitthvað gaman við þann, sem hann hitti á. Hann káfaði sig áfram, hélt fyrir augun á einum og sagði svona heldur hvatskeytlega. ,,Hver ert þú?“ Svo var tekið frá augunum á honum, og þá var þetta Ögmundur Sigurðsson, skólastjóri og hló vel. Ögmundur Sigurðsson var að ég held góður uppeldisfræðingur, því hann kunni að taka á málum þann- ig, að það varð ekki neinn ofsi eða mikil læti frá hans hálfu, þó mönn- um yfirsæist á einhvern hátt, held- ur benti hann manni á það á þann hátt, að manni gat orðið það minn- isstætt, eða mér hefur getað orðið það minnisstætt alla ævi. Eitt sinn var það, að við nokkrir piltar áttum að vera komnir inn kl. 10 á kvöldin, minnir mig, slökkva ljós kl. II. En eitt skipti höfðum við brugðið okkur út. Mig minnir, að við værum 3 saman, og mikil höfðingskona, frú Gyða Þorvalds- dóttir, ekkja dr. Björns frá Mið- firði, bauð okkur heim til sín. Hún

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.