Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 3

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 3
Það var árið 1981, sem psoriasis- sjúklingur kom til mín og bað um leyfi, til þess að mega fara í bað í ,,Bláa lóninu". Ég minnist þess, að mér kom þessi ósk á óvart og vissi varla um hvað málið snerist. Aður hafði heyrst um, að ferða- fólk hafði áhuga á því að baða sig í þessu litfagra lóni, en hafði ætíð fengið synjun. En hvað er „Bláa lónið“? í Svartsengi hafa nú verið bor- aðar 12 heitavatns holur frá 240 metrum og allt niður í rúma 1800 metra. Sameiginlegt er það öllum þessum borholum að vatnið, sem upp úr þeim kemur er brimsalt, hefur um tvo þriðjuhluta af seltu sjávar og auk þess ýmiss önnur uppleyst efni, svo sem kísil, kalk, kalium, magnesíum, brennistein og fluor. Auk þessa eru lofttegundir eins og brennisteinsvatnsefni, kol- sýringur og vatnsefni og vafalaust ýmisssnefilefni. Eins og áðursagði er vatnið salt og auk þess mettað af kísli og er því alls óhæft til beinnar upphitunar, en hann myndi fylla allar hitalagnir á örskömmum tíma. Með hliðsjón af þessari stað- reynd var upphitunarvandamálið leyst með því að setja upp varma- skipta, þar sem ferskt vatn er hitað upp með vatnsgufu úr saltvatninu, sem kemur úr holunum. Þetta þýðir á hinn bóginn að saltvatnið, sent afgangs er, þegar hitaorkan hefur verið nýtt niður í 70°C, er látið renna út í hraunið. Vatnið er þá orðið mun saltara, vegna þess að úr því hefur verið nýtt gufa til upphitunar, seltan er þá trúlega svipuð og á úthafssjó. Saltvatnið sem þannig rennur út frá varmaorkuverinu er allt upp í 1000 tonn á klukkutíma, og hefur ,.,r T? * • Valur Margeirsson hefur stundad Rláa lónið meira en flestir adrir. Hérstendur hunn úti í lóninu og löðrar á sig kísil- efni, sem sjálfsagl her með sér ýmis °nnur úrfelliefni. Með þessu móti held- ur hann niðri mjög erfiðum húðsjúk- dómi (soriasis). Ingólfur Aðalsteinsson: BLÁA LÓNIÐ nú ntyndað hið margfræga ,,Bláa lón“. Eins og áður sagði er salt- vatnið í lóninu mettað af kísli, sem smám saman botnfellur, eftir því sem vatnið kólnar. Kísillinn fellur út úr saltvatninu í örsmáum ögn- um, sem svífa í vatninu áður en þær falla til botns. Það eru þessar agnir sem orsaka bláa lit lónsins, en stærð þeirra veldur því að þær endurkasta mest bláa ljósinu úr dagsbirtunni. Talið er að heildar- magn þess kísils sem þama fellur til, sé um 4000 tonn á ári. Nú þegar er komin kísilleðja á botn lónsins, sem er fleiri metrar á dýpt. Það er augljóst að þessi upp- söfnun á kísli veldur vissum vanda- málum, má þar nefna að vatnið sígur ekki niður í jörðina og þar með stækkar lónið stöðugt, ef það fær ekki nægt afrennsli. Meðal annars til þess að leysa þennan vanda, hefur nú verið Ingólfur Aðalsteinsson. ákveðið að dæla saltvatninu aftur niður í jörðina og losna þar með við umhverfisvandamál, sem ekki er séð fyrir endann á. Það er hins vegar ekkert mál að halda eftir nógu miklu af saltvatninu til við- halds á lóninu eða annars baðstað- ar, ef það reynist sú heilsulind sem við vonum. Það er sem sagt þetta lón og kís- illeðja, sem psoriasismenn hafa verið að baða sig í að undanfömu. Allir geta séð að þarna em allar aðstæður svo fmmstæðar að vart geta þær verið verri, og ekki seinna vænna að taka til hendi, ef við eig- um ekki að hljóta ámæli fyrir slóðaskapinn. Það er því ekki að ástæðulausu að hitaveitan fylgist af athygli með því sem er að gerast í lækningamálum psoriasis-sjúkl- inga - og komi það á daginn að þarna sé heilsulind - eins og margt bendir til - þá mun hitaveitan að sjálfsögðu leggja allt kapp á, að verða þar að liði. Ég trúi því hins vegar að næg hitaorka og rafmagn, sem á staðn- unt er, sé góð undirstaða, til þess að byggja á heilsuhæli, sem geti nýst fjölmörgum öðmm en psori- asis-sjúklingum. Ég vil ennfremur benda á að þarna er landslag fjöl- breytilegt og gefur ágætt tilefni til ýmissa útiíþrótta, enda þótt veður- far sé ekki sérlega stöðugt. Með hliðsjón af framansögðu finnst mér ekki óeðlilegt að hagsmuna- aðilar, s.s. heilbrigðisráðuneyti, sveitarfélögin á Suðurnesjum, hitaveitan, ferðamálaráð, flugfé- lög og vafalaust fleiri, taki upp samvinnu um uppbyggingu heilsu- stöðvar í Svartsengi. Slík stöð gæti verið byggð upp, sem vin í þeirri auðn, sem er helsta einkenni lands, sem myndast hef- ur við eldgos og tröllslegar ham- farir náttúrunnar og mótast af verðurfari á mörkum hins byggi- lega heims. NJARÐVÍK FASTEIGNAGJÖLD 2. gjalddagi fasteignagjalda var 15. mars. Dráttarvextir reiknast frá 15. apríl. Vinsamlegast gerið skil svo komist verði hjá frekari innheimtuaðgerðum og forðist óþægindi og aukakostnað. Bæjarsjóður - innheimta FAXI - 91

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.