Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 7

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 7
karakter heldur en séra Kristinn. Þetta var glaöur maöur og reifur, skemmtilegur maður mjög. Það var eitt atvik, sem ég get sagt frá sem mér er minnisstætt. Eg er fermdur áriö 1919. Kirkjan héma er byggð árið 1914. Fóstri minn var á öndverðum meiði við hann um það að krakkar væru látnir ganga til spurninga út í Garð. Það var engin kirkja hérfyrren 1914. Þegar kom að mínu fermingarári, þá var það til umræðu hjá þeim inni á kontór heima hjá mér að þetta ætti ekki að eiga sér stað, að allur hóp- urinn væri látinn ganga út í Garð í staðinn fyrir að presturinn kæmi til sinnar kirkju að spyrja krakkana. Þetta gekk svo langt að þetta gekk út yfir mig. Því þegar krakkarnir fóru til spurninga, þá varð ég að gjöra svo vel að verða eftir heima og sinna mínum fjósverkum eins og vant var, en þetta voru gleði- stundir hjá krökkunum, að fá að fara þessa ferð. En árangurinn af þessu varð nú samt sá, að þetta varð síðasta skiptið, sem krakkar fóru til spurninga út í Garð, en presturinn kom hingað og spurði krakkana hér í Kefiavíkurkirkju eftir þetta. Útskálar voru stórmerkilegt og mikið heimili alla tíð. Þar hafa ver- ið margir forystuklerkar á undan þessum tveim merku mönnum. Þar var Sigurður Sívertsen, sem hefur skráð mikið sögu Suður- nesja og annála góða, sem eru mjög minnisverðir fyrir þá sem þá lesa. Ymsar frásagnir af atburð- um, sem nú þættu einkennilegir að hefðu getað átt sér stað, eins og það að oft bar það við að menn urðu úti hér á leiðinni frá Keflavík og út í Leiru, út í Garð og suður á Miðnes, sem er lengst um tveggja tíma gangur. En svona var það nú í þá daga. Mér er minnisstætt ennþá þegar síðast varð maður úti hér í heið- inni, sem er tveggja tíma gangur héðan og suður á Miðnes. Það er ekki lengra síðan. í þá daga var það nú talið að menn færu svo van- búnir að heiman, þyrftu oft að bíða lengi til að ljúka sínum versl- unarerindum, hefðu lítinn aðbún- að hérna, en brennivín var fáan- legt á staðnum, og var talið að mörgum hefði orðið það á að fá sér kannski á fastandi maga einhvern glaðning af brennivíni, og lentu svo í hrakviðrum með pela með sér. Þetta hafi oft á tíðum orðið orsök þess, að leiðin hafi ekki orð- ið lengri heldur en suður í miðja heiði. Þú minntist á heiðina og /xi ernú orðið stutt í Keflavíkurjlugvöll. Það hefur skipt sköpum koma hersins hingað og haft gífurlega oiikil áhrif á allt líf og þróun hér í Keflavík. Vilt þú rifja upp fyrstu árin. Varð ekki mikil hreyting í versluninni hjá ykkur með komu útlendinganna? Jú, breyting varð mikil og það færðist mikið líf í verslunina hér hjá okkur við komu hermannanna hingað. Þá var það þannig að þeir komu hér og borguðu með sínum dollurum. Það var þar um, að sum- ir kaupmenn hér á staðnum vildu taka svoleiðis peninga. Þeir voru þá 6.50 kr. og einn kaupmann heyrði ég talað um sem tók þá nú alls ekki fyrir svo mikið. Hann tók þá ekki nema með afföllum. Svo mikið fékk maður af þessum doll- urum suma dagana að þegar menn komu og fengu manni 50 dollara seðil þá voru þeir spurðir hvort þeir vildu heldur fá íslenska pen- inga eða dollara til baka. Mér verður á að hugsa núna á þessum tímum hvort það mundi verða m jög algengt að ef menn kæmu og versluðu á þennan hátt, hvort þeir mundu verða spurðir að þessu. Ég held að það færi dálítið á annan veg. Það varð ákaflega mikil breyting á þessum árum, og það eru margir dagar sem mér eru minnisstæðir, sem við versluðum eins mikið við ameríska hermenn eins og við landsmenn. Þetta breyttist nú mjög mikið aftur og núna mun þetta vera á allt annan hátt og í smærri stíl. Þeir höfðu á þeim ár- um ekki svona verslanir eins og þeir hafa þarna upp frá núna. En svo er annað sem maður minnist þegar talað er um þessa menn sem margir hverjir halda að hafi haft víðtækari áhrif hérna suð- ur frá við komu hersins heldur en raun ber vitni. Þetta er tiltölulega lítið sem við höfum orðið varir við óþægindi af hernum hér í Kefla- vík. Ég held að þess gæti meira í Reykjavík heldur en héma hjá okkur. Hér sáust menn lengi vel á götunum, en nú getur maður varla sagt að maður s jái hermenn hérna. En á atvinnulíf staðarins hafði þetta talsverð og varanleg áhrif á tímabili. Það hefur svo oft komið fram í umsögnum manna, og nú nýlega fyrir nokkrum dögum, þá voru verkalýðsleiðtogar héðan úr bænum og atvinnurekendur sem voru að ræða þessi mál. Þeir höfðu orð á því að þetta væri ósköp eðli- legt að menn sæktu þangað upp- eftir því þeim bjóðast þar léttari störf fyrir meiri borgun. Það er nú svo að við erum mannleg öll, og hver er það sem ekki vill taka það þægilega fram yfir aðra hluti? FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnar- umdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og Gullbringusýslu fyrir árið 1983. Aðalskoðun bifreiða í Keflavík verður fram haldið sem hér segir: Miövikudaginn 20. apríl Föstudaginn 22. apríl Mánudaginn 25. apríl Þriðjudaginn 26. apríl Miövikudaginn 27. apríl Fimmtudaginn 28. apríl Föstudaginn 29. apríl Mánudaginn 2. maí Þriöjudaginn 3. maí Miövikudaginn 4. maí Fimmtudaginn 5. maí Föstudaginn 6. maí Mánudaginn 9. maí Þriðjudaginn 10. maí Miðvikudaginn 11. maí Föstudaginn 13. maí Mánudaginn 16. maí Þriðjudaginn 17. maí Miðvikudaginn 18. maí Fimmtudaginn 19. maí Föstudaginn 20. maí O 1101-01200 Ö 1201-Ö 1300 Ö1301-Ö 1400 Ö1401-Ö 1500 Ö 1501-Ö 1600 Ö 1601 -Ö 1700 Ö 1701-Ö 1800 Ö 1801 -Ö 1900 Ö 1901 -Ö 2000 Ö 2001 -Ö 2100 Ö2101 — Ö2200 Ö 2201 -Ö 2300 Ö 2301-Ö 2400 Ö 2401-Ö 2500 Ö 2501 -Ö 2600 Ö 2601 -Ö 2700 Ö 2701-Ö 2800 Ö 2801 -Ö 2900 Ö 2901 -Ö 3000 Ö 3001 -Ö3100 Ö 3101 -Ö 3200 Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík milli kl.8-12og 13-16. Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun ann- arra skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Framvísa skal og kvittun fyrir greiðslu bifreiðagjalda og gildri ábyrgðartryggingu. í skráningarskírteini bifreiðarinnar skal vera áritun um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1982. Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. 21. mars 1983 Lögreglustjórinn í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. FAXI - 95

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.