Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 8

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 8
ÓLAFUR ORMSSON: KAUPSTAÐARFERÐ ÚR MEÐALLANDIÁRIÐ1883 Einn er sá þáttur í lífssögu íbúa hinna afskekktu sveita á Islandi fyrr meir, eða fram yfir 1890, sem of lítið hefur verið skrif- að um, en það voru þeir feikna erfiðleikar sem fylgdu flestum þeim aðdráttarferðum sem fara varð, meðan hver einasta árspræna var óbrúuð og eina farartækið var hesturinn, bæði til reiðar og áburðar. — Þökk sé honum fyrir vit hans og þrek, sem óteljandi manns- lífum bjargaði með ratvísi sinni og þolgæði. — Ég skal nú strax játa það að ég er ekki maður til að draga fram rétta mynd af þess- um ferðum, svo skýra sem verðugt væri, því sjálfur fór ég ekki í þessar langferðir fyrr en löngu síðar og þá flestum erfiðleikum hrundið úr vegi, en ég var fæddur og uppal- inn með þeim mönnum sem lifðu og störf- uðu að þessum ferðum og hlustaði á sagnir þeirra, af þeirri hörðu lífsbaráttu, sem fólkið lifði við á þessum tíma. Ég er fæddur í Efri-Ey í Meðallandi í Vest- ur-Skaftafellssýslu, einni allra afskekktustu sveit sunnanlands. Allt fram að 1897 er um tvo kaupstaði að ræða fyrir Skaftfellinga, Eyrarbakka vestur og Papós eða jafnvel Djúpavog austur, og var nú hvorugur kost- urinn góður, ein stærstu og verstu stórfljót að fara hvor leið sem farin var. Varð þó Eyrar- bakki þeirra aðalverslunarstaður um langan tíma, var þó varla styttri tíma að gera en 10 daga í ferð báðar leiðir, gat þó hæglega orðið um lengri tíma að ræða ef veður voru vond. Ekki var alltaf hægt að taka sig upp að morgni í rigningartíð og ekki áttu allir vatns- þétta poka um vaminginn, svo helsta vömin var að hlaða klifjunum í bunka og reiðingum yfir til vamar bleytu og bíða heldur þar til upp stytti. Ekki tókst nú oft svona til en gat komið fyrir og þótti alltaf bagalegt. Ég ætla svo að láta eina smá ferðasögu fylgja hér. Sú ferð var farin til Eyrarbakka 1883. Og hér kemur sagan sem mér var sögð af öðmm þeirra er fóm þessa ferð. Hef ég geymt hana lengi í minni og punktum, en læt nú loks verða af því að setja hana í heild á blað. Þessi ferð var svo sem ekkert viðburða- rík fremur en aðrar er famar vom á þessum ámm við svipaðar aðstæður. Árið 1883 í sláttulok fóru tveir menn austan úr Meðallandi til Eyrarbakka, voru það þeir Bjöm Bjömsson, þáverandi bóndi á Grímsstöðum og Sigurbergur Ein- arsson, þá vinnumaður hjá for- eldrum sínum á Bakkakoti. Svo sem venja var er slíkar aukaferðir voru famar til verslunarstaða þurftu margir að biðja þá er fóm að gjöra sér greiða, og sem vænta má þótti sjálfsagt að gjöra það, þó tímafrekt gæti það orðið stundum, er margir báðu. Þeir höfðu tvo hesta hvor, annan til áburðar og hinn til reiðar. Auk þess var einn hestur sem annar hvor átti, sem selja skyldi til afsláttar þar á Bakk- anum. Björn átti hryssu eina fræga að dugnaði svo orð fór af, en galla- grípur var hún mikill. Hún var svo geðvond að háskavon var að, væri ekki allrar varúðar gætt í öllum viðskiptum við hana, því hún bæði beit og sló jafnt menn og skepnur, er koma skyldi á hana reiðing eða hnakk og voru það engin tiltök fyr- ir einn, því annar varð að halda henni þegar girt var á, annars beit hún þann sem á girti. Alltaf varð hún að vera öftust í lest, því engin tiltök vom að hnýta í tagl hennar, enda kærði hún sig ekkert um snyrting á þeim enda, en hún var einmitt óvenju taglprúð svo eftir- tekt vakti. En einn var líka hennar stóri kostur, að aldrei var svo stór byrði á hana lögð að eigi bæri hún hana með þolinmæði. Vesturferð þeirra gekk vel og áfallalaust enda veður gott og þeir að líkindum létt hlaðnir. Komu þeir á Bakkann seint að kvöldi fjórða dags, sem þótti víst fremur fljót ferð um það leyti árs. Næsti dagur allur fór í útréttingar og dugði þó ekki til, því margir reynd- ust greiðarnir tafsamir, þó eigi sýndust stórir í sniðum fljótt á litið. Tilbúnir vom þeir ekki til heimferðar fyrr en eftir hádegi annars dags á Bakkanum. Var þá nokkuð breytt um veðurútlit, loft blikað og andaði við austur. En nú varð ekki aftur snúið, enda þeir ákveðnir við ferjumann Þjórsár, er þeir fóru vestur, að verða komnir þar aftur nefndan dag, kæmu eng- in forföll fyrir. Segir svo ekki af ferð þeirra fyrr en þeir komu á ferjustað. Var þá kominn austan vindur, en úrkomulítið. A ferju- stað var ferjumaður mættur og fór allt fram á hefðbundinn hátt, án óhappa. Alltaf mun það hafa tekið nokkurn tíma að lofa hestum að velta sér og jafna sig eftir sundið yfir ísköld jökulvötnin, og var svo enn enda nú kominn dagur að kvöldi er þeir voru ferðbúnir frá ferjustað. Var þá komin kalsarign- ing og versnandi veður og taldi ferjumaður óráð að halda lengra þá um kvöldið, hvað þeir þó eigi samþykktu og héldu af stað. En sem þeir komu ofar í Holtin var veður orðið það slæmt, að eigi þótti ráðlegt að halda lengra, ef takast ætti að verja flutninginn skemmdum af bleytu. En hér voru nú góð ráð dýr, enginn bær nálæg- ur. Þó taldi Bjöm sig muna frá Ólafur Ormsson. fyrri ferðum hér um, að skammt héðan mundi garðrúst vera eða tóftarbrot, sem ef til vill mætti þeim eitthvað verða til skjóls - því ekkert var tjald með í ferðinni - enda fáir fátækir sem gátu þá veitt sér þann munað. En hér kom fram sem Bjöm minnti, rústina fundu þeir, og voru nú víst engin vettl- ingatök viðhöfð til að hreiðra um sig við þessar aðstæður. Eftir að þeir höfðu heft hrossin hlóðu þeir nokkurs konar skjólkvíar úr klyfj- unum og settu síðan reiðingana og hnakkana í þak yfir, svo allur vam- ingurinn var nokkuð vel varinn fyrir vætu. Síðan breiddu þeir gæruskinn undir sig og vaðmáls- burur sínar ofan á sig, sem auðvit- að voru gegnblautar. Annars voru þeir báðir í skinnsokkum upp fyrir hné, svo þeir voru að mestu þurrir á fótum. Þeir fengu sér í fljótheitum bita og dreyptu á brennivíni með, því ekki var um aðra vætu að ræða nema rigninguna. En eina flösku af brennivíni höfðu þeir með sér til vara, ef veður versnaði. Eftir hressinguna skriðu þeir inn í skýlið og fór eftir atvikum allvel um þá enda sofnuðu þeir fljótt. Flöskuna höfðu þeir tekið með sér í skýlið, en það skal tekið fram að hvomgur þeirra neytti víns að jafnaði, nema síður væri. Líður svo fram um tíma að eigi ber til tíðinda. Þegar nokkuð er liðið nætur vakna þeir við vondan draum. Þá hefur veður skipt um átt, er nú komið norðvestan rok með krapahríð og stendur beint upp á þá smugu er þeir skriðu inn um, en við því var lítið hægt að gjöra. Þó gátu þeir eitthvað troðið nestispoka sínum fram með fótum sér og þar komu skinnsokkarnir sér vel til hlýinda, því ekki voru nú dymar víðari en þörf var á, þó eng- inn hefði búist við þessari veður- breytingu, en lítið varð um svefn þann tíma er enn lifði nætur. Þeir dreyptu á flöskunni við og við en mjög í hófi. Strax er birta tók fóru þeir að hreyfa sig og var nú ekki hlýlegt um að litast, jörð öll grá- hvít af krapasnjó, en veðurútlit sýndi þó heldur von til bata. En hvar voru nú hrossin? Jú, þama langt austur frá sáu þeir hóp hrossa Framhald á bls. 115 96- FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.