Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 9

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 9
Dorriet Kavanna. Félagsbíó í Keflavík var troð- fullt af fólki þegar sönghátíð hjón- anna Dorriet Kavanna og Krist- jáns Jóhannssonar hófst - ná- kvæmlega kl. 14.30 á skírdag 31. mars s.l. Það varð séð á háttemi samkomugesta, sem höfðu komið tímanlega og sátu eftirvæntingar- fullir og hljóðir, að þeir áttu í vændum tónlistarviðburð sem seint mundi fymast í hugum þeirra. Miklar sögur höfðu verið sagðar af söngfæmi þeirra hjóna - já, hvernig mundi þeim nú takast að ná til þessa stóra hóps áheyr- enda? Allt frá fyrstu innkomu Krist- jáns, er hann söng tvö lög eftir Beethoven og þar til að þau hjónin sungu að lokum dúett úr ópemnni La Traviata eftir Verdi, voru fagn- aðar undirtektir slíkar að ég minn- Gleðilegt sumar! Þökkum vid- skiþtin á vetrinum. Síðumúla 22 - Sími 31870 Keflavík-Sími 92-2061 STÓR STUND í KEFLAVÍK á sönghátíð hjónanna Dorriet Kavanna og Kristjáns Jóhannssonar Kristján Jóhannsson. ist þess ekki að hafa verið við- staddur við aðra eins stemmningu hér, nema ef vera kynni á bestu stundum Karlakórs Keflavíkur. Kristján hefur stórkostlegan hetjutenór. Röddin er bæði fögur og feikimikil, sem naut sín kannski hvað best í Hamraborginni eftir S. Kaldalóns, sem er eins og samin fyrir Kristjáns tilþrifamiklu rödd, og ætlaði þá lófaklappinu aldrei að linna. Annars vom þarna einnig lög, sem reyndu meira á mýkt raddar- innar og náði hann einnig góðum tökum á þeim. Sennilega lætur Kristjáni þó betur að túlka þrótt og fegurð íslenskrar fjallanáttúru eins og hún hljómar í Hamraborg- inni. Sópransöngkonan Dorriet Kav- anna, kona Kristjáns, var hrein- asta ævintýri á að hlýða. Ég trúi varla að það séu til tvær söngkon- ur, hvað þá heldur fleiri, er sungið Guðrún A. Kristinsdóttir. hafa hér á landi, sem geta gert aðra eins hluti með röddinni. Kunnátta hennar og geta á söngsviðinu er frábær. Undirleik hjá þeim hjónum annaðist Guðrún A. Kristins- dóttir, píanóleikari. Hún er löngu landskunn fyrir píanóleik og þó sérstaklega sem undirleikari. Þátt- ur hennar í þessum tónleikum var vissulega þess virði að eftir væri tekið. Tækni hennar og skilningur á hlutverki undirleikara er með ágætum en auk þess er látleysi hennar og sviðsframkoma til sóma. Þegar slíkir listamenn em á ferð- inni má fólk ekki láta sér úr greip- um ganga að njóta þeirra hæfileika eins og hér var boðið upp á. JT. KEFLAVÍKURBÆR Gleðilegt sumar! Bœjarstjóm Keflavíkur óskar Keflvíkingum og öðrum Suður- nesjamönnum gleðilegs sumars og þakkar samstarfið á liðnum vetri. FAXI - 97

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.