Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 10

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 10
Sigurvegararnir í flokki 6-8 ára. Frá vinstri: Jón Helgason, Jóna Einarsdóttir, Haukur Garöarsson og Elín Hrönn Sigurjónsdóttir. ö4A® DANS „ Sigurvegararnir í flokki 9-11 ára, par nr. 28. Frá vinstri: Nikulás Oskarsson og Heidrún Svanhvít Níelsdóttir, dóttir Níelsar danskennara. Sigurvegararnir í flokki 12 - 14 ára, Erna Margrét Gunnlaugsdóttir og Vignir Sveinhjörnsson. Auk þeirra eru á myndinni par nr. 2, Magnea Jónsdóttir og Hilmar Sveinbjörnsson og pr. nr. 3, Kristín Hreinsdóttir og Guðmundur Olafsson, en fxiu eru öll úr Vogum. Sigurvegararnir í flokki 15 ára og eldri, Kristín Vilhjálmsdóttir og Gudmundur Hjörtur Einars- son, ásamt Sigursœli Magnússyni, veitingamanni. HITAVEITA SUÐURNESJA Hitaveita Suðurnesja Þjónustusíminn er 3536 Mikil dansmenning hefur verið í Vogum á síðastliðnum árum en þar hefur Nýi dansskólinn verið með danssnámskeið og er hann nú að ljúka sínum 5. vetri undirstjórn Níelsar Einarssonar og Rakelar Guðmundsdóttur, en þess má geta að Níels er Suðurnesjamaður en er nú búsettur í Hafnarfirði. Árangur af þessum námskeið- um kom berlega í 1 jós á síðastliðnu hausti þegar krakkar og unglingar héðan úr Vogum sópuðu að sér verðlaunum í danskeppni í gömlu dönsunum sem haldin var í Ártúni fjóra eftirtalda sunnudaga í haust, 14.11., 21.11., 28.11. og úrslita- keppni 5.12. Tóku 13 pör héðan úr plássinu þátt í keppninni. Að þess- ari danskeppni stóðu Nýi dans- skólinn, veitingahúsið Ártún og ferðaskrifstofan Úrval. Keppt var í fjórum flokkum, 6-8 ára, 9-11 ára, 12 - 14 ára og 15 ára og eldri. Dómarar í keppninni voru fjórir, íþróttakennari, danskennari, tón- listakennari og áhugamaður. Eins og ég gat um áður var Suð- urnesjafólk mjög hlutskarpt í þess- ari keppni (nánar tiltekið úr Vog- um). Íflokkió-Sáraurðutvö pör í fyrsta sæti, par númer 1, Jón Helgason og Jóna Einarsdóttir úr Vogum og par nr. 31, Haukur Garðarsson og Elín Hrönn Sigur- jónsdóttir frá Reykjavík. f flokki 9 - 11 ára var par nr. 28 í efsta sæti, Nikulás Oskarsson og Heiðrún Svanhvít Níelsdóttir (dóttir Níels- ar kennara) úr Hafnarfirði. í flokki 12 - 14 ára urðu hlutskörp- ust Vignir Sveinbjörnsson og Erna Margrét Gunnlaugsdóttir úr Vog- um. f flokki 15 ára og eldri urðu í fyrsta sæti Guðmundur Hjörtur Einarsson og Kristín Vilhjálms- dóttir úr Vogum. Fyrstu verðlaun í þrem fyrstnefndu flokkunum voru m jög fallegar styttur af danspari og komu fjórar slíkar hingað í hrepp af sex mögulegum, auk sex verð- launapeninga af átján mögulegum í önnur sæti. Einnig fékk parið í efsta flokki sólarlandaferð fyrir sinn árangur. Að lokum má geta þess að nokkur pör hafa lent í sýningahóp og hafa verið fengin til að sýna víða við ýmiskonar tækifæri í Hafnar- firði, Reykjavík, Selfossi, Hellu og víðar. H.S.G. Þessi mynd var tekin á danssýningu hjá Astmafélagi íslands í Reykjavík 1981. Á myndinni eru. lalið frá vinstri: Kristín Vilhjálmsdóltir, Guðmundur Hjörtur Einarsson, Krislín Hreinsdóttir, Bjartmar Arnarson, Guðmundur Ólafsson, Vignir Sveinbjörnsson, Ester Níelsdóttir, Magnea Jónsdóttir, Hilmar Egill Sveinbjörnsson, Grettir Einarsson, lirna Margrét Gunnlaugsdóttir, Asdís Hlöðversdóttir, Heiðrtín Svanhvit Níelsdóttir, Magnús Hlynur Hreiðarsson, Jóna Einars- dóllir, Jón Helgason, ogkennari fteirra Níels Einarsson. 98 - FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.