Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 11

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 11
Eiríkur Alexandersson: AÐ LOKNUM AÐAL FUNDIHITAVEITU SUÐURNESJA Óhætt er að fullyrða að Hita- veita Suðurnesja er glæsilegasta dæmið um velheppnaða sam- vinnu sveitarfélaganna á Suður- nesjum. Með tilkomu hitaveit- unnar fengum við Suðurnesja- menn ómetanlega kjarabót. En þó að vatnsverðið hafi síðustu árin aðeins verið á milli 40 og 50% af olíuverði til upphitunar, þá þykir fólki hitaveitan ennþá dýr og þá sérstaklega í saman- burði við eldri veitur í landinu. Stjóm Hitaveitu Suðurnesja hef- ur samt frá upphafi stillt gjald- skránni svo í hóf, sem hún hefur frekast þorað, án þess að tefla framtíð veitunnar í hættu. A aðalfundi hitaveitunnar, sem haldinn var í Keflavík 30. mars s.l. flutti sá, er þessar línur ritar, skýrslu stjórnar og sagði m.a.: ,,Á árinu 1982 varð verulegur halli á rekstri hitaveitunnar. Að- alorsakir hallans eru annars veg- ar þær, að vatnssala til vamar- liðsins á Keflavíkurflugvelli var ekki hafin að marki og hins vegar verulegur fjármagnskostnaður, sem orsakast bæði af háum vöxt- um í erlendri mynt svo og af því misvægi, sem varð á árinu milli gengisskráningar íslensku krón- unnar og almennra verðlags- breytinga hér innanlands. Þessi staða fyrirtækisins ætti þó að breytast verulega þegar á árinu 1983 en þá er áætlað að tekjur vegna vatnssölu hækki um liðlega 100% að verðgildi við fullar tekjur af sölu hitaveitu- vatns til vamarliðsins á Keflavík- urflugvelli 1. jan. 1983. Ljóst er að afkoma hitaveit- unnar er mjög háð gengisskrán- ingu þeirra erlendu gjaldmiðla, sem hún hefir viðskipti í og stöðu þessara gjaldmiðla á alþjóða- gjaldeyrismarkaði hverju sinni. Ennfremur hafa markaðsvextir erlendra skulda vemleg áhrif á rekstur og stöðu hitaveitunnar. Uppbygging hitaveitunnar hefir að verulegu leyti verið fjár- mögnuð með erlendum lántök- um. Það er því ljóst, að til þess að rekstrarskilyrði séu fyrir hendi til lengri tíma verður gjaldskrá að vera ákveðin með tilliti til gengis- breytinga og vaxta af erlendum skuldum veitunnar. Hinum eiginlegu hitaveitu- framkvæmdum er nú að verða lokið. Um framtíð hitaveitunnar mætti samt sem áður fjalla í löngu máli. Hver em framtíðar- markmiðin, að hverju ber að stefna? Á hitaveitan sem slík að láta nú staðar numið, eða á hún að taka þátt í þeim mörgu og að því er virðist ótæmandi mögu- leikum, sem orkuvinnsla á Reykjanessvæðinu skapar? Á að bíða eftir því hvemig stofnun Orkubús Suðumesja reiðir af eða gera stofnun þess að mark- miði hitaveitunnar í sjálfu sér, eða á að halda sínu striki og sjá svo til hver framvindan verður? Svona mætti lengi spyrja og velta fyrir sér hlutunum. Stjórn hitaveitunnar hefur að vísu ekki numið staðar. Hún er, eins og fram hefur komið, helm- ingsþátttakandi í rannsóknar- framkvæmdum á Eldvarpasvæð- inu með raforkuframleiðslu í stærri stíl í huga. Hitaveitan er aðili að 3ja manna nefnd, sem kosin hefur verið til að athuga og kynna möguleika á byggingu heilsu- stöðvar í Svartsengi. Þar eiga einnig hlut að máli Psoriasis- og exemsamtökin og Samband sveitarfélaga á Suðumesjum. Bláa lónið í Svartsengi hefur skapað, ég vil segja, nýja mögu- leika, sem sjálfsagt er að taka til skjótrar og alvarlegrar athugun- ar vegna þess hve slík heilsustöð með tilheyrandi hótel- og veit- ingarekstri snertir áhugasvið margra, og er þess vegna líklegt að fjármögnun slíks fyrirtækis verði auðveld. Þannig mætti lengi halda áfram að telja, en ég ætla að láta hér staðar numið að þessu sinni. Hitaveita Suðumesja er nú á tímamótum. Framtíð hennar sem hitaveitu sýnist nú vera fjárhags- lega tryggð, þ.e. að hægt er að sjá fyrri öruggan rekstrargmndvöll hennar í núverandi mynd. Ég held þó að sú þróun, sem þegar er hafin, að Hitaveita Suð- urnesja verði annað og meira en venjuleg hitaveita, verði, sem betur fer, ekki stöðvuð. Hún verður vafalaust stórt og öflugt alhliða orkudreifingar- og orku- öflunarfyrirtæki. Spurningin er hvar og hvenær verða þessu fýrir- tæki takmörk sett og hlutverkin falin nýjum fyrirtækjum, því að möguleikamir em miklir." Þó svo að við séum óþolinmóð og okkur þyki seint ganga að lækka vatnsverðið eins mikið og sumir höfðu vonað, þá er næsta víst að við Suðumesjabúar eig- um eftir að njóta mikils hagnaðar af hitaveitunni og ekki síður af þeim fyrirtækjum, sem hljóta að koma í kjölfarið. Hægt er að sjá fyrir sér næstum óþrjótandi möguleika, sem nýt- ing jarðvarmans á Reykjanesi skapar, og hugvit, framtak og fjármagn geta gert að veruleika. Til viðbótar hitaveitu og raf- magnsframleiðslu í stómm stíl og salt- og sjóefnavinnslu, velta menn fyrir sér ótal öðmm iðnað- arfyrirtækjum, s.s. kísilfram- leiðslu, fiskimjölsverksmiðju, trjákvoðuverksmiðju, ylrækt, fiskeldi, fiskþurrkun o.m.m.fl., sem of langt yrði upp að telja. Allir þessir kostir em í meiri og minni athugun og ég vona sann- arlega, að þeim sumum ef ekki öllum, verði hrundið í fram- kvæmd, nógu snemma, til að renna nýjum stoðum undir ann- ars of fábrotið atvinnulíf á Suð- urnesjum, þannig að komist verði hjá atvinnuleysi og þar með fólksflótta af svæðinu. Orlofshús VSFK DVALARLEYFI Frá og með mánudeginum 9. maí n.k. liggja umsóknareyðublöð frammi á skrifstofu VSFK að Hafnargötu 80, um dvalarleyfi í orlofshúsum félagsins, sem eru sem hér segir: 1 HÚS í ÖLFUSBORGUM 1 HÚS í SVIGNASKARÐI 1 HÚSí HRAUNBORGUM Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofshúsum á tímabilinu 15. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 15. maí n.k. Leigaverðurkr. 1200áviku. Úthlutaðverðureftirþeirri röðsem umsóknir berast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega eða símleiðis. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. FAXI - 99

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.