Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 16

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 16
Ingvar Guðmundsson: Hóteí de Gink Hótel de Gink. Ofarlega við gamla flugvallar- veginn standa enn nokkrar gamlar og hrörlegar byggingar frá tímum síðari heimsstyrjaldar. Þetta eru braggar og skemmur sem ýmist eru notaðar sem geymslur, hest- hús eða verkstæði. Allt umhverfi þessara hrörlegu bygginga er fá- dæma sóðalegt, þarna ægir öllu saman - við hesthúsin eru skíta- haugar grónir arfa að mestu, við geymslumar eru spýtnahaugar og járnadrasl gömlum og ónýtum vörubílspöllum hefur verið fleygt þarna og haugar veiðafæra eru á víð og dreif innan um þetta drasl. Yfir öllu þessu drasli trjóna svo fiskhjallarnir sem bera uppi lostæti þeirra Nigeríumanna, sem þeir hafa þó tæpast efni á að veita sér. Að flestum þessarar hjalla liggja ógreiðfærir vegir, sem oft eru ekki annað en moldartroðningar, enda er hjöllum þessum dreift um móana nokkuð langt frá alfara leiðum. Þóereinnhjallurinnþarna sérlega vel í sveit settur að honum liggur breiður malbikaður vegur og sjálfur stendur hjallurinn á mal- bikuðu plani. Þeir, sem þarna kæmu og þekktu lítið til fortíðar staöarins myndu vafalaust verða nokkuð undrandi að sjá þetta. Mitt í öllu draslinu stendur þessi fiskhjallur á stóru malbikuðu plani. Menn gætu haldið að hér væri verið að verka einhverja úrvalsskreið fyrir vand- láta ítali, svo vel er að henni búið, en svo er nú samt ekki. Á þessum stað stóð eitt sinn myndarlegt fyrsta flokks hótel, sem mun hafa verið vel þekkt víða um heim fyrir frábæra þjónustu. Umhverfi þessa hótels var líkt og þaö er í dag ákaflega hrjóstrugt, en drasl var hvergi að finna í ná- grenni þess líkt og þar er í dag. Allmargir Keflvíkingar muna að sjálfsögðu allvel eftir þessu hóteli en þó eru þeir víst mun fleiri, sem aldrei hafa heyrt á það minnst. Það væri því ekki úr vegi að rifja upp eitt og annað varðandi þetta eina hótel, sem starfrækt hefur verið í Keflavík, en það var aðeins opið erlendum ferðamönnum er hér áttu leið um. Bregðum okkur nú nokkur ár aftur í tímann eða til ársins 1944 en í janúar það ár skrifar Ingunn Ingimundardóttir skemmtilega grein í Faxa er hún nefnir ,,Blaða- mannaheimsóknin". Ingunn segir í upphafi greinar sinnar að miklar sögur hafi gengið um að í heiðinni hér fyrir ofan bæinn væri veriö að byggja flugvöll einn mikinn, sem væri eitt hið mesta mannvirki í heimi. Öllum landsmönnum, og ekki síst okkur Keflvíkingum, hefði leikið nokkur forvitni á, hvað væri um þetta. I erlendum blöðum hefði verið skrifað um stórkostlegan flugvöll, fullkomið nýtísku hótel o.fl. Því hefðu íslenskir blaða- menn sótt um leyfi til að skoða þessi mannvirki og hefði það verið auðsótt og að sjálfsögðu var blaðamanni frá Faxa boðið meö i ferðina. Það var svo snemma í desember að hópur blaðamanna var mættur við spítalahverfið á Stapanum, en þar hófst þessi skoðunarferð í mestaleiðindaveðri. Erlíðatókað hádegi voru menn teknir að þreyt- ast enda fór veður versnandi er á daginn leið, en gefum nú Ingunni orðið: ,,NÚ var komið fram að há- degi, og vakti það almennanfögn- uð er tilkynnt var að næsti áfangi væri Hótel de Gink, þar sem okkar biði hádegisverður, ásamt Tour- tellæt hershöfðingja. Blönduð góðri matarlyst var eftirvænting mikil að sjá þetta margumrædda hótel, sem Vilhelmína Hollands- drottning, Pétur Júgóslavíukóng- ur, Dr. Benes, Eddie Richbacker, Bob Hope, Jack Benny og fleiri frægir menn höfðu gist. Að utan er þetta hótel með venjulegu ,,braggasniði“, en að innan búið öllum nýtísku þægindum, einföld- um en sérlega smekklegum hús- búnaði og er sagt að það gefi ekki eftir bestu hótelum erlendis." Það mun hafa verið nokkru áður en þessi blaðamannahópur var þarna á ferðinni að ég fór að vinna á þessu hóteli, þá rétt nýfermdur unglingurinn. Rétt eins og margir jafnaldrar mínir á þeim tíma ,,fór ég í Kanann" eins og sagt var, enda var þá nóga vinnu að fá á flugvellinum, jafnvel fyrir unglinga. Ég var ráðinn í eldhúsið í gömlu flugstöðinni, sem var, líkt og aðrar byggingar á vellinum í þá daga, braggabygging og stóð hún á svipuðum stað og núverandi flug- stöð. Starfsheiti mitt var Kei Píari, en svo vorum við nefndir er að- stoðuðum kokkana í eldhúsunum. Þessi nafngift var komin af skammstöfuninni K.P. (kitchen pal). Er ég mætti til vinnu fyrsta daginn var ég leiddur að stórum tvöföld- um stálvaski og við hlið hans stóðu fjallháir staflar af óhreinu leirtaui. Var mér nú sagt að byrja að þvo og vera duglegur. Síðan fékk ég stóra svuntu, sem var nokkurs konar einkennisbúningur Kei Píaranna. Ég batt nú á mig svuntuna, bretti upp ermarnar og ruslaði síðan stórum skammti af diskum ofaní nærri sjóðandi sápuvatnið og byrj- aði að hamast við þvottinn. í þessu eldhúsi var allt á fleygi ferð, það glamraði í pottum og diskum, kokkarnir öskruðu á þjónana, sem hlupu fram í matsal með full- hlaðna matardiska og komu svo aftur hlaupandi til baka með þá tóma og hentu í mig. Það gagnaði lítið hjá mér að hamast við upp- þvottinn, alltaf virtist staflinn jafn stór. Þótt allir gluggar stæöu upp á gátt var kæfandi hiti í eldhúsinu. Ég þorði ekki að hreyfa mig frá vaskinum heldur hamaöist sem mest ég mátti, sveittur og blautur með rauðar og bólgnar hendur í sjóðheitu sápuvatninu. Ég var nú farinn að hugsa um það, að á 104-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.