Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 21

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 21
af stað, hundurinn og ég, um það leyti sem hitt fólkið gekk til náða. A miðri leið gekk ég fram á hesta heimilisins, og nú kom sér vel snærisspottinn. Ég hnýtti upp í gamlan og rólegan hest, Jarpur hét hann. A honum sat ég yfir ána, og ég reiddi hundinn líka. Nú var ég þurr í fæturna og til í allt, ég leysti bandið úr hestinum og rak hann til baka yfir ána. Það var komið fast að miðnætti, ég renndi augum yfir landið, og sá að þoka huldi fjalla- tindana. Bara að hún legðist nú ekki yfir, þá yrðu allar mínar vonir að engu. En ég þurfti ekki lengi að bíða. Aður en varði hafði þokan, þessi versti óvinur smalans, lagst yfir. Nú var illa komið fyrir mér. Fyrst flaug mér í hug að hætta við allt saman og fara heim, en einhver rödd innra með mér sagði mér að halda áfram og gefast ekki upp. Hvað er það sem veldur því, að bam tekur upp á því að strjúka heim, meira en 100 km leið? Þeir einir sem hafa reynt slíkt, geta skil- ið þá sálarangist sem þjáir bamið undir slíkum kringumstæðum. Var einhver að tala um heilbrigða skynsemi? Ofan á allt annað, var ég orðinn áttavilltur, og þá var ekki um annað að ræða, en að bíða morguns og láta fyrirberast, þar sem komið var. Ég skimaði í kring- um mig og sá stóra mosavaxna laut. Þar hringaði ég mig ofan í holuna, og skipaði hundinum að leggjast við bakið á mér, sem hann gerði. Síðsumarnóttin rökkvaðist og breiddi sína gráu votu voð yfir okkur báða., Fljótlega hvarf mér veröldin, en allt í einu tekur hund- urinn viðbragð, og rýkur upp gelt- andi. í sömu svifum heyri ég hest hneggja rétt hjá mér. Þá fyrst hafði ég rænu á að opna augun og líta í kringum mig, og hvað skyldi ég hafa séð annað en hest húsbónd- ans, og á baki hans sat húsbóndinn sjálfur. Nú féllust mér hendur, all- ar mínar vonir um undankomu voru að engu orðnar. En ég fékk ekki langan tíma til umhugsunar, því nú gall við rödd húsbóndans. „Komdu hérna og farðu á bak fyrir aftan mig, og ég held þér sé best að reyna ekki svona vitleysu aftur.“ ,,Ég þorði ekki að hreyfa mig, ég var orðinn áttavilltur,“ sagði ég, og var ákveðinn í því að láta ekki á mig ganga málið. Húsbónd- inn hvatti hestinn og reið í loft- köstum heim í hlað, svo ég var hræddur um að detta af baki, þá og þegar. Ég fann að húsbóndinn var reiður, og kannski ekki að ástæðu- lausu. Þegar ég kom í bæinn, var Mál- fríður komin á fætur og fólkið á hinu heimilinu, og Hinrik kaupa- maður að klæða sig. Ég hafði sofíð alla nóttina í mosaholunni. Mál- fríður sagði mér að hátta strax, mér veitti víst ekki af hvíldinni. , ,Ég er ekki þreyttur,“ sagði ég, en það var ósatt, því ég var úrvinda, og hugarangrið og skömmin bættu gráu ofan á svart. Málfríður spurði mig einskis, hefur sjálfsagt grunað hið rétta. Vissulega var rúmið betri hvílustaður heldur en mosa- holan út í haganum, enda sofnaði ég fljótt, út frá öllum mínum hörmum. Síðari hluta dagsins vaknaði ég og klæddi mig. Mál- c:- =53 Sérleyfisb ifreiðir Keflavtkur SANDGERÐI - REYKJAVÍK KEFLAVÍK- REYKJAVÍK Frá Frá Frá Sandgerði: Keflavík: Reykjavík: 8.30** 6.45* 9.00* 10.35* 9.00 11.30* 13.00 11.00* 13.30 15.00 13.30 15.30 17.00 15.30 17.30 19.00 17.30 19.00 19.30 23.00 * Ekki helgidaga. ** Ekiö um Garö, annars um Miðnesheiöi. AUKAFERÐIR Á HELGIDÖGUM: Frá Keflavík kl. 12 og 22.30. Frá Sandgeröi kl. 22. Frá Reykjavík kl. 10.30 og 24. Athugið! í öllum feröum frá Keflavík, nema kl. 17.30, aukaferðum og kl. 9 á helgidögum, er ekiö í Reykjavík um Kringlumýrarbraut, Laugaveg, Skúlagötu og Lækjargötu. Afgreiðslur okkar eru: í Reykjavík í Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. í Keflavíkað Hafnargötu 12, sími 1590. SENDUM SUÐURNESJA- BÚUM OKKAR BESTU SUMARKVEÐJUR. ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNUM VETRI. KJÖRORÐIÐ ER: ÖRYGGI - ÞÆGINDI - HRAÐI SÉRLEYFISBIFREIÐIR KEFLAVÍKUR FAXI-109

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.