Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 22

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 22
MINNING: Sveinn Gunnar Gylfason FÆDDUR 9. APRÍL 1966 DÁINN 4. APRÍL 1983 Sveinn Gunnar Gylfason, unglingameistari íslands í skák árið 1980, lést á gjörgæsludeild Landakotsspítala í Reykjavík á annan páskadag eftir skamma sjúkdómslegu. Sveinn var fædd- ur 9. apríl 1966, sonur hjónanna Gylfa Guðmundssonar, skóla- stjóra Gagnfræðaskólans í Kefla- vík og Guðrúnar Jónsdóttur, kennara. Sveinn var við nám í Fjölbrautaskóla Suðumesja. Hann var þekktur sem mjög efnilegur skákmaður og gat sér fyrst gott orð á árunum 1978-79 er foreldrar hans bjuggu í Dan- mörku. Þá var Sveinn amtmeist- ari stór-Kaupmannahafnarsvæð- isins í sínum aldursflokki. Hann var síðan annar á unglingameist- aramóti Danmerkur fyrir 12 ára og yngri árið 1978, en sigraði alla keppinauta sína í aukakeppni fyrir fjóra efstu keppendurna. Eftir þetta vann hann sinn flokk á móti í Váxjö í Svíþjóð 1979 og tefldi auk þess með meistaraliði Gladsaxeborgar í dönsku deildakeppninni. Þessi árangur Sveins vakti mikla at- hygli í Danmörku og Svíþjóð vegna þess hve ungur hann var og frá íslandi. Eftir að Sveinn kom heim tefldi hann fyrir Skákfélag Kefla- víkur og varð unglingameisari ís- lands í flokki 20 ára og yngri árið 1980, en var þó aðeins 14 ára gamall. Þegar hann veiktist, dag- inn fyrir skírdag, hafði hann ný- hafið þátttöku í Skákþingi ís- lands 1983. Sveinn Gunnar var einstak- lega ljúft og elskulegt ungmenni, sem hvarvetna ávann sér hylli fé- laga og samferðafólks, sem öll sakna hans og syrgja. Eins og að framan getur var hann í hópi allra snjöllustu ungra manna í skák- íþróttinni, en hann var einnig snjall á öðrum námssviðum og var að dómi kunnugra hið mesta mannsefni. Faxi vottar foreldrum hans og öðrum ástvinum dýpstu samúð. fríður gaf mér að borða, en ég hafði ekki lyst á mat. Samt gerði ég matnum einhver skil. Síðan fór ég út til minna kvöldverka og hafði lokið við þau, þegar fólkið kom af engjunum. En nú sagði húsbónd- inn að ég þyrfti ekki að vaða yfir ána, heldur skyldi ég taka gamla Jarp og fara á honum yfir, en það var einmitt hesturinn sem ég tók kvöldið áður. Nú gerðist fátt markvert, það sem eftir var veru minnar á Litla-Hálsi þetta sumar. Á réttardaginn, kom Þorvaldur að máli við mig, hvort ég vildi vera hjá sér fram yfir aðrar réttir, en það var um það bil hálfur mánuður milli rétta. Eg hefði helst viljað segja nei, en ég þorði það ekki, annars var ekkert um það talað hvenær eða hvernig ég færi heim. Svo leið þessi tími fram að öðrum réttum. Síðan var það eldsnemma morguns þann 12. október, að ég var vakinn og mér sagt að nú væri komið að þeim langþráða degi, að ég ætti að fara af stað heim. Á hlaðinu stóðu söðl- aðir hestar. Mér var sagt að kveðja fólkið, en það var engan að kveðja nema húsmóðurina. Hún laut ofan að mér og kyssti mig, og þakkaði mér fyrir alla vinnuna í sumar, eins og hún sagði. Það var ekki orðið bjart, þegar haldið var af stað og ekki hafði ég hugmynd um hvert halda skyldi. En fljótlega rættist úr því. Ferð- inni var heitið að bæ þeim er Bflds- fell heitir. Þegar þangað kom, fór bóndinn með mig til manns, sem Gísli hét og kallaður var Gísli silf- ursmiður. Hann hafði keypt fé á fæti daginn áður og ætlaði að reka það til Reykjavíkur, til slátrunar. Þorvaldur hafði þá ráðið mig til aðstoðar við reksturinn til Reykja- víkur. Eg bjóst við að ég fengi hest til reiðar, en það fór nú á annan veg, því mér var tilkynnt að ég ætti að snúast í kringum hópinn og þess vegna yrði ég að ganga. Þetta er ótrúlegt en dagsatt. En ferðast var þó í áttina heim, og því var allt á sig leggjandi. En þegar allt var tilbú- ið, og sauðljóst orðið, veittu menn því athygli, þegar litið var í austur- átt, að eitthvað óvænt var á seyði. Biksvartir skýjabólstrar stigu upp fyrir sjóndeildarhringinn og breiddu úr sér þegar ofar dró. Guðmundur hét maður, sem þarna var. Mig minnir hann væri bóndi á Bfldsfelli. Hann kvað upp úr með það, að þarna væri um eld- gos að ræða. Svo tóku menn að bollaleggja um, hvar þetta gos væri. Var þetta Hekla eða Katla. Síðan var haldið af stað, og farið yfir Grafningsháls. Ekki man ég neitt markvert frá þessu ferðalagi, nema þegar kom- ið var að Kolviðarhóli. Þá var komið rökkur, svo varla var sauð- ljóst og var hjörðin rekin þar í rétt og geymd til morguns. Áður en ég fór frá Litla-Hálsi fékk ég nýja skó sem ég fór í um morguninn, og aðra sem voru látnir í pokann minn, með fötum mínum, svo Málfríður lét ekki sitt eftir liggja fremur en fyrri daginn, en þegar komið var í næturstað á Kolviðar- hóli voru skórnir orðnir botnlausir en, Valgerður, sú góða kona gerði við þá, svo þeir dugðu daginn eftir til Reykjavíkur. Á Kolviðarhóli fékk ég gott rúm, og veitti ekki af, því ég var orðinn mikið þreyttur og nánast uppgefmn. Daginn eftir var rekið niður Svínahraun, og komið til Reykja- víkur að áliðnum degi þann 13. október. Þegar við komum að Hverfisgötu 50 kannaðist ég við mig, og treysti mér til að rata á Frakkastíg 10. Kvaddi ég hvorki kóng né prest, tók poka minn og var fljótur að koma mér í burtu, og þá var lokið þessu ferðalagi. En ekki var ég kominn á leiðar- enda, eftir voru nær 60 km, en ég kveið ekki fyrir þeim spöl því alltaf styttist heim, og þangað leitaði hugurinn, fyrst og síðast þegar ég kom heim á Frakkastíg 10. Þá var mér sagt, að í borginni væru stadd- ar tvær stúlkur. Onnur þeirra var Stefanía, sú sem var okkur sam- ferða um sumarið til Reykjavíkur, hin hét Helga Jakobsen, hún átti heima á Skeggjastöðum og var þar uppalin að mestu leyti. Þærætluðu af stað daginn eftir, og það gladdi mig mjög að eiga þess kost að verða þeim samferða, en ekki veit ég hvort þær voru jafn ánægðar, að taka þennan peyja upp á sína arma, enég var vanur göngunni og sá alveg um mig. Á Stóru-Vatns- leysu gistum við, hjá Bjama Stefánssyni og Elínu konu hans. Eitthvað mun hafa slegist upp á vinskapinn við Helgu. Eg man vel eftir því að hún var með slegið sjal sem Guðrún á Skeggjastöðum átti, en hún var fósturmóðir Helgu sem fyrr segir og til þess að hefna mín, tók ég upp á þeim óþokka- skap að slíta kögrið af sjalinu, sem var stórskemmt á því. Nokkru síð- ar var ég sendur til að sækja mjólk að Skeggjastöðum, og þá tók Guð- rún mig á eintal og ávítaði mig fyrir þetta skemmdarverk og bað mig blessaðan að gera aldrei slíkt oftar. Eg lofaði að gera aldrei slíkt, og ég held ég hafi haldið það Ioforð. Okkur gekk vel ferðalagið þrátt fyrir öskufallið úr Kötlu. Ég hef oft leitt hugann að veru minni á Litla-Hálsi þetta sumar, og ef mið- að er við starfsgetu mína þá, og síðar á ævinni, þá er það víst að þetta sumar 1918 er erfiðasta sum- ar sem ég hef lifað. En ég vil taka það sérstaklega fram, að ég vil ekki sverta hús- bónda minn, Þorvald. Hann var sjálfur alinn upp við mikia vinnu og ætlaðist til þess sama af öðrum. Með öðrum orðum, hann var barn síns tíma. Löngu síðar frétti ég að þau Málfríður og Þorvaldur hefðu flutt út í Ölfus og eignast mörg böm Mig hefði langað til að gera Mál- fríði betri skil, en til þess brestur mig getu. Ég vil aðeins geta þess að ein sú besta húsmóðir sem ég átti í sveit, og voru þær nokkuð margar, var Málfríður Sigurðardóttir á Litla-Hálsi. Skrifað á heimili mínu í Keflavík í ágústmánuði 1980. 110-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.