Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 25

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 25
 Tóníeikar 3t Sinfóníuhljóm- * *¥ sveitar íslands fj ■Jf x Keflavík Unnur Pálsdóttir Páll P. Pálsson Fimmtudaginn 7. apríl s.l. var Sinfómuhljómsveitin í heimsókn hér og flutti fjölbreytta hljóm- leika í íþróttahúsinu í Keflavík. Það er alitaf forvitnilegt og mjög góð skemmtun að fara á hljómleika hjá Sinfóníuhljóm- sveitinni og þeim fjölgar stöðugt sem n jóta þess að hlýða á tónlist- arflutning hennar. Að jafnaði er hún einnig með gesti, sem eru þá ýmist einsöngvarar eða einleik- arar. í þetta skipti var hún með hvorttveggja. Það sem nú var sérstaklega áhugvert og ánægju- legt fyrir okkur Keflvíkinga var að Unnur Pálsdóttir, fiðluleik- ari, var einleikari með Sinfóní- unni. Hún útskrifaðist með ágæt- um úr Tónlistaskóla Keflavíkur vorið 1980 og lék þá eftirminni- Iega við það tækifæri með Sin- fóníunni hér í Félagsbíói. Síðan hefur hún verið við framhalds- nám í Belgíu og er þetta, að ég held, fyrsta sinn sem hún kemur opinberlega fram hér heima síð- an. Frammistaða hennar var ágæt og hlaut hún mjög góðar undirtektir. Fiðlan er afar skemmtilegt hljóðfæri en krefst mikilla hæfileika, góðrar tón- heymar og samviskusemi við æf- ingar. Eg held að á þessum hljómleikum hafi Unnur sýnt og sannað að hún býr yfir þessum eiginleikum og að af henni má mikils vænta á tónlistarbraut- inni. Einsöngvari með Sinfóníunni var Ólöf K. Harðardóttir. Hún er ein besta sópransöngkona okkar núna, hefur mikla rödd og er mikilvirk á söngsviðinu. Hún fékk ágætar undirtektir og var margoft klöppuð fram. Stjómandinn Páll P. Pálsson lék að sjálfsögðu aðalhlutverkið með frábærri stjórnun. Hann leggur sig vissulega allan fram og nær enda ágætum árangri. Hljómleikarnir voru fjölsóttir og var heimsóknin þökkuð með góðum undirtektum og blómum. Síðasti liður í afmælistónleika- haldi Tónlistafélags Keflavíkur fer fram í Félagsbíói miðvikudag- inn 4. maí n.k. JT. Sinfóníuhljómsveit Islands í Iþróttahúsinu í Keflavík. Ljósm.: Páll Ketilsson. HITAVEITA SUÐURNESJA óskar Suðurnesja- mönnum gleðilegs sumars og þakkar ánægjuleg samskipti á liðnum vetri. FAXI-113

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.