Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 26

Faxi - 01.04.1983, Blaðsíða 26
Prjónakonur Kaupum fallega vel prjónaða sjónvarpssokka, 60 cm langa. Móttaka miðvikudagana 20. apríl, 4. og 18. maí kl. 13 - 15 að Iðavöllum 14B, Keflavík. ÍSLENZKUR MARKADUR HF. Ksníísm'ii’ KAUPFÉLAG SUÐURNESJA óskar öllum viöskiptavinum og starfs- fólki . gleöilegs sumars. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA KEFLAVÍK Starfslið og leikarar hjá Leikfélagi Keflavíkur við uppfœrslu á Bör Börssyni. Leikfélag Keflavíkur: BÖR BÖRSSON á fjölunum hjá Leikfélagi Kefla- víkur kom manni töluvert á óvart. Sviðsetningin var allt önnur en maður hafði séð áður - það var ekki aðeins leiksviðið sem var not- að heldur aliur salurinn, - það lá við að leikararnir settust h já manni eða hrösuðu um tæmar á manni - auk þess sem að höndlunin fór að sjálfsögðu fram uppi á sviðinu ásamt nokkurra ástaratlota og Stjórn verkamannabústaða í Keflavík auglýsir Stjórn verkamannabústaða hefur ákveðið að gera könnun um þörf á byggingu verka- mannabústaða í Keflavík og jafnframt því hverjir eigi rétt til slíkra bústaða. Því eru þeir sem telja sig eiga rétt á íbúð í verkamannabústöðum og vilja nýta sér hann, beðnir að senda inn umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Keflavíkur- bæjar. Umsóknir þurfa að berast stjórn verkamannabústaða, bæjarskrifstofu Kefla- víkur, fyrir 1. maí n.k. Með allar persónulegar upplýsingar verður farið sem trúnaðar- mál. Skilyrði sem sett eru samkvæmt reglugerð um byggingu verkamannabústaða: Meðalárstekjur hjóna á árinu 1980-1982 mega ekki hafa verið hærri en 141.000 og fyrir hvert barn kr. 12.500 að auki. Barnmargar fjölskyldur skulu að öllu jöfnu ganga fyrir íbúðum í verkamannabústöðum. Þeir sem öðlast rétt til íbúðar í verkamannabústöðum skulu greiða 10% byggingar- kostnaðará byggingartímanum, eftir nánari ákvörðun stjórnar verkamannabústaða. Standi umsækjandi ekki í skilum með greiðslur á tilsettum tíma, fellur réttur hans til íbúðarinnar niður. Skal honum þá endurgreidd sú fjárhæð sem hann kann að hafa greitt, án vaxta eða verðbóta. Ekki er hægt að veðsetja íbúð í verkamannabústöðum fyrir öðrum lánum en þeim sem hvíla á íbúðinni hjá Byggingasjóði verkamanna, fyrr en að fimmtán árum liðnum frá útgáfu afsals. STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA í KEFLAVÍK margháttaðra uppákoma, sem leikarar gerðu góð skil og náðu oft spaugilegum ,,reblikkum“. Bör býr að fornri frægð af munni Helga heitins Hjörvar í útvarps- lestri fyrir hálfri öld. Síðan hafa mörg leikfélög spreytt sig á að leika eftir Helga á sviðinu og tekist misjafnlega. Efnið er all losaralegt og byggist því mikið á leikstjóra og einka framtaki aðalpersóna. Það er sjálfsagt vandratað milli ærsla og hæfilegra ærsla og kannske erf- itt að stilla vogarskálarnar. Bör Börsson, leikinn af Jóhann- esi Kjartanssyni, er eina stóra hlut- verkið í leiknum og tókst Jóhann- esi ágætlega að ná fram heildar- mynd af þessum furðufugli. Fjöl- mörg minni hlutverk eru í leiknum og var vel farið með flest þeirra. Það er ánægjulegt að allt þetta unga fólk Ijómaði af leikgleði og þau sem áður hafa sést hér á sviði virðast öll vera í framför hvað leik- tækni snertir. Keflvíkingar hafa verið óduglegir að standa við bak sinna ungu leikara, en full ástæða er til að örva þann unga gróður sem listþörf okkar kallar á. Leik- listin er sú listgrein sem margir glíma við og vekur ánægju bæði túlkenda og njótenda. Við sem bú- um í nálægð við háaltari Thaliu (Þjóðleikhúsið) megum ekki láta glepja okkur sýn af þeim dýrðar- stalli heldur halda þeim hætti - eins og oft áður — að vekja æskuna til átaka svo hún megi öðlast rétt til ábúðar á höfuðbóli listgreinarinn- ar. Sýningin er forvitnileg og mörg skemmtileg atriði í henni. Leik- stjóri, Sigrún Valbergsdóttir og aðstoðarfólk hefur lagt farsælar hendur að þessu verki og fá von- andi að launum góða aðsókn. JT- 114-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.